Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. janúar 2019 12:09 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, opnar hér dyr fundarherbergisins hjá sáttasemjara að loknum fundinum í morgun. vísir/vilhelm Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu að fundurinn hafi verið ágætur. „Við gengum staðfest á þessum fundi, sem er mjög mikilvægt, að útspil sem kom í gær tengt fasteignamálum hefur áhrif inn í þessar viðræður og mun vonandi verða til þess að liðka fyrir framvindu þeirra,“ segir Halldór Benjamín og vísar í tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum. Spurður hvernig tillögurnar geti liðkað fyrir viðræðunum segir hann að það verði að koma í ljós á næstu dögum. „En í næstu viku munum við ræða ýmis atriði og nú fara deiluaðilar heim og mæta vel undirbúin til leiks á næsta fund.“Tillögurnar stórt skref í þá átt að draga úr framboðsskorti á fasteignamarkaði Halldór Benjamín segir erfitt að leggja mat á það hverju sinni hvernig þokast í viðræðunum að öðru leyti en því að hans afstaða sé sú að á meðan verið sé að ræða saman þá þokist deiluaðilar nær hugsanlegri lausn eftir hvern fund. Aðspurður hvort eitthvað úr tillögum átakshópsins um húsnæðismál hafi verið sérstaklega til umræðu á fundinum í morgun bendir hann á að 40 tillögur séu þarna undir. „Núna þurfum við að skoða þetta heildstætt og það er verkefni okkar á næstu dögum og vikum,“ segir Halldór Benjamín. Hann telur tillögur hópsins jákvætt innlegg í kjaraviðræðurnar. „En við þurfum að sjá svolítið nánar í hvaða röð þetta spilast. Það sem er ánægjulegt við þetta er það að aðilar eru sammála um það að framboðsskortur á fasteignamarkaði er helsta úrlausnarefni samfélagsins og þær tillögur sem voru lagðar fram í gær eru stórt skref til þess að draga úr þeim framboðsskorti.“ Þá segir Halldór Benjamín að það hljóti að vera góðs viti að deiluaðilar ætli að hittast nokkrum sinnum hjá ríkissáttasemjara í næstu viku. Kjaramál Tengdar fréttir Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Forseti Alþýðusambandsins segir líklegt að tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu fólks á húsnæðismarkaði geta liðkað til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði. 23. janúar 2019 06:45 Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu að fundurinn hafi verið ágætur. „Við gengum staðfest á þessum fundi, sem er mjög mikilvægt, að útspil sem kom í gær tengt fasteignamálum hefur áhrif inn í þessar viðræður og mun vonandi verða til þess að liðka fyrir framvindu þeirra,“ segir Halldór Benjamín og vísar í tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum. Spurður hvernig tillögurnar geti liðkað fyrir viðræðunum segir hann að það verði að koma í ljós á næstu dögum. „En í næstu viku munum við ræða ýmis atriði og nú fara deiluaðilar heim og mæta vel undirbúin til leiks á næsta fund.“Tillögurnar stórt skref í þá átt að draga úr framboðsskorti á fasteignamarkaði Halldór Benjamín segir erfitt að leggja mat á það hverju sinni hvernig þokast í viðræðunum að öðru leyti en því að hans afstaða sé sú að á meðan verið sé að ræða saman þá þokist deiluaðilar nær hugsanlegri lausn eftir hvern fund. Aðspurður hvort eitthvað úr tillögum átakshópsins um húsnæðismál hafi verið sérstaklega til umræðu á fundinum í morgun bendir hann á að 40 tillögur séu þarna undir. „Núna þurfum við að skoða þetta heildstætt og það er verkefni okkar á næstu dögum og vikum,“ segir Halldór Benjamín. Hann telur tillögur hópsins jákvætt innlegg í kjaraviðræðurnar. „En við þurfum að sjá svolítið nánar í hvaða röð þetta spilast. Það sem er ánægjulegt við þetta er það að aðilar eru sammála um það að framboðsskortur á fasteignamarkaði er helsta úrlausnarefni samfélagsins og þær tillögur sem voru lagðar fram í gær eru stórt skref til þess að draga úr þeim framboðsskorti.“ Þá segir Halldór Benjamín að það hljóti að vera góðs viti að deiluaðilar ætli að hittast nokkrum sinnum hjá ríkissáttasemjara í næstu viku.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Forseti Alþýðusambandsins segir líklegt að tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu fólks á húsnæðismarkaði geta liðkað til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði. 23. janúar 2019 06:45 Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Forseti Alþýðusambandsins segir líklegt að tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu fólks á húsnæðismarkaði geta liðkað til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði. 23. janúar 2019 06:45
Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08
Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03