Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. janúar 2019 12:09 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, opnar hér dyr fundarherbergisins hjá sáttasemjara að loknum fundinum í morgun. vísir/vilhelm Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu að fundurinn hafi verið ágætur. „Við gengum staðfest á þessum fundi, sem er mjög mikilvægt, að útspil sem kom í gær tengt fasteignamálum hefur áhrif inn í þessar viðræður og mun vonandi verða til þess að liðka fyrir framvindu þeirra,“ segir Halldór Benjamín og vísar í tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum. Spurður hvernig tillögurnar geti liðkað fyrir viðræðunum segir hann að það verði að koma í ljós á næstu dögum. „En í næstu viku munum við ræða ýmis atriði og nú fara deiluaðilar heim og mæta vel undirbúin til leiks á næsta fund.“Tillögurnar stórt skref í þá átt að draga úr framboðsskorti á fasteignamarkaði Halldór Benjamín segir erfitt að leggja mat á það hverju sinni hvernig þokast í viðræðunum að öðru leyti en því að hans afstaða sé sú að á meðan verið sé að ræða saman þá þokist deiluaðilar nær hugsanlegri lausn eftir hvern fund. Aðspurður hvort eitthvað úr tillögum átakshópsins um húsnæðismál hafi verið sérstaklega til umræðu á fundinum í morgun bendir hann á að 40 tillögur séu þarna undir. „Núna þurfum við að skoða þetta heildstætt og það er verkefni okkar á næstu dögum og vikum,“ segir Halldór Benjamín. Hann telur tillögur hópsins jákvætt innlegg í kjaraviðræðurnar. „En við þurfum að sjá svolítið nánar í hvaða röð þetta spilast. Það sem er ánægjulegt við þetta er það að aðilar eru sammála um það að framboðsskortur á fasteignamarkaði er helsta úrlausnarefni samfélagsins og þær tillögur sem voru lagðar fram í gær eru stórt skref til þess að draga úr þeim framboðsskorti.“ Þá segir Halldór Benjamín að það hljóti að vera góðs viti að deiluaðilar ætli að hittast nokkrum sinnum hjá ríkissáttasemjara í næstu viku. Kjaramál Tengdar fréttir Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Forseti Alþýðusambandsins segir líklegt að tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu fólks á húsnæðismarkaði geta liðkað til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði. 23. janúar 2019 06:45 Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu að fundurinn hafi verið ágætur. „Við gengum staðfest á þessum fundi, sem er mjög mikilvægt, að útspil sem kom í gær tengt fasteignamálum hefur áhrif inn í þessar viðræður og mun vonandi verða til þess að liðka fyrir framvindu þeirra,“ segir Halldór Benjamín og vísar í tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum. Spurður hvernig tillögurnar geti liðkað fyrir viðræðunum segir hann að það verði að koma í ljós á næstu dögum. „En í næstu viku munum við ræða ýmis atriði og nú fara deiluaðilar heim og mæta vel undirbúin til leiks á næsta fund.“Tillögurnar stórt skref í þá átt að draga úr framboðsskorti á fasteignamarkaði Halldór Benjamín segir erfitt að leggja mat á það hverju sinni hvernig þokast í viðræðunum að öðru leyti en því að hans afstaða sé sú að á meðan verið sé að ræða saman þá þokist deiluaðilar nær hugsanlegri lausn eftir hvern fund. Aðspurður hvort eitthvað úr tillögum átakshópsins um húsnæðismál hafi verið sérstaklega til umræðu á fundinum í morgun bendir hann á að 40 tillögur séu þarna undir. „Núna þurfum við að skoða þetta heildstætt og það er verkefni okkar á næstu dögum og vikum,“ segir Halldór Benjamín. Hann telur tillögur hópsins jákvætt innlegg í kjaraviðræðurnar. „En við þurfum að sjá svolítið nánar í hvaða röð þetta spilast. Það sem er ánægjulegt við þetta er það að aðilar eru sammála um það að framboðsskortur á fasteignamarkaði er helsta úrlausnarefni samfélagsins og þær tillögur sem voru lagðar fram í gær eru stórt skref til þess að draga úr þeim framboðsskorti.“ Þá segir Halldór Benjamín að það hljóti að vera góðs viti að deiluaðilar ætli að hittast nokkrum sinnum hjá ríkissáttasemjara í næstu viku.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Forseti Alþýðusambandsins segir líklegt að tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu fólks á húsnæðismarkaði geta liðkað til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði. 23. janúar 2019 06:45 Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Forseti Alþýðusambandsins segir líklegt að tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu fólks á húsnæðismarkaði geta liðkað til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði. 23. janúar 2019 06:45
Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08
Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03