Að byrja á byrjuninni Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. janúar 2019 07:30 Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorunin sem ráða þarf fram úr í viðkvæmum kjaraviðræðum og mikið ríður á að leysist farsællega úr. Tillögur sem lagðar voru fram af stýrihópi um málið í gær fela í sér að sveitarfélög verði skylduð til að taka þátt í uppbyggingu almennra leiguíbúða og að stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög verði aukinn. Tillögur hópsins, sem eru í 40 liðum, miða einkum að því að byggðar verði fleiri íbúðir á viðráðanlegu verði. Það er ekkert nýmæli, heldur nokkuð sem fjölmargir hafa bent á undanfarin ár. Forkólfar verkalýðsfélaganna hafa sagt að launahækkanir undanfarinna ára hafi brunnið upp á húsnæðismarkaði. Sumir hafa gengið svo langt að lýsa yfir neyðarástandi í þeim efnum, þá sérstaklega í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins. Það er mikið til í þeim fullyrðingum. Fáum dylst ástandið á húsnæðismarkaði þar sem verðið hefur hækkað vel umfram launaþróun síðustu ár. Erfitt er að eignast fyrstu íbúð. Leiguverð hefur hækkað. Íbúðalánasjóður metur sem svo að þúsundir íbúða vanti inn á markaðinn, til viðbótar við það sem þegar er byggt. Þá er nefnt í tillögunum að einfalda þurfi regluverk og rafvæða þurfi stjórnsýsluna til þess að greiða götuna fyrir uppbyggingu. Þar þurfa sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að standa sig betur. Flókið regluverkafargan er stór hluti vandans. Með því að ráðast í að einfalda það er hægt að byggja hagkvæmari íbúðir á skemmri tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins hefur bent á að farganið geri ráð fyrir sömu kröfum við byggingarframkvæmdir hvort sem á að byggja einbýlishús eða hátæknisjúkrahús. Það er einfaldlega galið fyrirkomulag – sem skilar litlu öðru en tímaeyðslu embættismanna, leggur stein í götu verktaka og eykur kostnað almennings. Sveitarfélögin bera mikla ábyrgð. Þau fara með skipulagsvald. Víða hefur ekki verið staðið nægilega vel að uppbyggingu húsnæðis, til að mynda í borginni, þar sem stórar íbúðir eru iðulega byggðar á ódýrum svæðum og litlar íbúðir á dýrum svæðum. Stefna borgaryfirvalda á stóran þátt í því neyðarástandi sem ríkir. Ljóst er að núverandi fyrirkomulag gerir lítið fyrir tekjulitla og eignalága og þá sem eru að festa kaup á sinni fyrstu eign. Vissulega sníða byggingarreglugerðir uppbyggingu þröngan stakk, en það er sveitarfélaga að þrýsta á um sveigjanlegra regluverk. Það er sveitarfélaga að úthluta lóðum á hagstæðum svæðum, undir hagkvæmt húsnæði. Það er sveitarfélaga að stilla gjaldtöku í hóf og það er sveitarfélaga að tryggja skilvirkni í leyfisveitingum. Núverandi stefnu þarf að breyta. Ærið verkefni er fram undan til þess að laga stöðuna á húsnæðismarkaði. Einhvers staðar þarf að byrja. Til dæmis með því að einfalda frumskógarregluverkið sem gerir alla uppbyggingu mun erfiðari. Byrja á byrjuninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorunin sem ráða þarf fram úr í viðkvæmum kjaraviðræðum og mikið ríður á að leysist farsællega úr. Tillögur sem lagðar voru fram af stýrihópi um málið í gær fela í sér að sveitarfélög verði skylduð til að taka þátt í uppbyggingu almennra leiguíbúða og að stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög verði aukinn. Tillögur hópsins, sem eru í 40 liðum, miða einkum að því að byggðar verði fleiri íbúðir á viðráðanlegu verði. Það er ekkert nýmæli, heldur nokkuð sem fjölmargir hafa bent á undanfarin ár. Forkólfar verkalýðsfélaganna hafa sagt að launahækkanir undanfarinna ára hafi brunnið upp á húsnæðismarkaði. Sumir hafa gengið svo langt að lýsa yfir neyðarástandi í þeim efnum, þá sérstaklega í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins. Það er mikið til í þeim fullyrðingum. Fáum dylst ástandið á húsnæðismarkaði þar sem verðið hefur hækkað vel umfram launaþróun síðustu ár. Erfitt er að eignast fyrstu íbúð. Leiguverð hefur hækkað. Íbúðalánasjóður metur sem svo að þúsundir íbúða vanti inn á markaðinn, til viðbótar við það sem þegar er byggt. Þá er nefnt í tillögunum að einfalda þurfi regluverk og rafvæða þurfi stjórnsýsluna til þess að greiða götuna fyrir uppbyggingu. Þar þurfa sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að standa sig betur. Flókið regluverkafargan er stór hluti vandans. Með því að ráðast í að einfalda það er hægt að byggja hagkvæmari íbúðir á skemmri tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins hefur bent á að farganið geri ráð fyrir sömu kröfum við byggingarframkvæmdir hvort sem á að byggja einbýlishús eða hátæknisjúkrahús. Það er einfaldlega galið fyrirkomulag – sem skilar litlu öðru en tímaeyðslu embættismanna, leggur stein í götu verktaka og eykur kostnað almennings. Sveitarfélögin bera mikla ábyrgð. Þau fara með skipulagsvald. Víða hefur ekki verið staðið nægilega vel að uppbyggingu húsnæðis, til að mynda í borginni, þar sem stórar íbúðir eru iðulega byggðar á ódýrum svæðum og litlar íbúðir á dýrum svæðum. Stefna borgaryfirvalda á stóran þátt í því neyðarástandi sem ríkir. Ljóst er að núverandi fyrirkomulag gerir lítið fyrir tekjulitla og eignalága og þá sem eru að festa kaup á sinni fyrstu eign. Vissulega sníða byggingarreglugerðir uppbyggingu þröngan stakk, en það er sveitarfélaga að þrýsta á um sveigjanlegra regluverk. Það er sveitarfélaga að úthluta lóðum á hagstæðum svæðum, undir hagkvæmt húsnæði. Það er sveitarfélaga að stilla gjaldtöku í hóf og það er sveitarfélaga að tryggja skilvirkni í leyfisveitingum. Núverandi stefnu þarf að breyta. Ærið verkefni er fram undan til þess að laga stöðuna á húsnæðismarkaði. Einhvers staðar þarf að byrja. Til dæmis með því að einfalda frumskógarregluverkið sem gerir alla uppbyggingu mun erfiðari. Byrja á byrjuninni.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun