Vonar að tillögur um húsnæðismál og breytingar á skattkerfinu greiði fyrir kjarasamningum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 16:40 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði stöðuna á vinnumarkaði og stöðuna við endurskoðun stjórnarskrár að umtalsefni í ræðu sinni í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs á fyrsta þingfundi ársins í dag. Á meðal þess sem fram kom í máli Katrínar var að á morgun mun átakshópur um húsnæðismál sem hún skipaði fyrir jól kynna tillögur sínar að lausnum á húsnæðisvandanum. Katrín sagði húsnæðismálin vera forgangsmál enda væri ljóst að þörfin fyrir húsnæði væri mikil. „Við þurfum að taka höndum saman um að leysa þennan vanda og við þurfum að tryggja fullnægjandi framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir okkur öll,“ sagði Katrín. Þá sagði hún jafnframt að stjórnvöld muni á næstunni kynna tillögur sínar að breytingum á skattkerfinu. „En í tengslum við endurnýjun kjarasamninga fyrir tæpu ári boðaði ríkisstjórnin að þær breytingar sem yrðu gerðar á skattkerfinu myndu miða að því að koma til móts við tekjulægri hópa og tekjulægri millitekjuhópa. Ég bind miklar vonir við það að þær tillögur sem við munum sjá á næstunni, bæði hvað varðar skattkerfið og húsnæðismál, muni greiða fyrir því að lenda kjarasamningum með farsælum hætti á vinnumarkaði,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í dag. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Karli Gauta heitt í hamsi við upphaf þingfundar: „Þetta er óboðlegt herra forseti“ Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem eru óháðir þingmenn utan flokka en voru kjörnir á þing fyrir Flokk fólksins, mótmæltu þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að úthluta þeim ekki ræðutíma í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs sem nú fer fram á þingi. 21. janúar 2019 15:54 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði stöðuna á vinnumarkaði og stöðuna við endurskoðun stjórnarskrár að umtalsefni í ræðu sinni í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs á fyrsta þingfundi ársins í dag. Á meðal þess sem fram kom í máli Katrínar var að á morgun mun átakshópur um húsnæðismál sem hún skipaði fyrir jól kynna tillögur sínar að lausnum á húsnæðisvandanum. Katrín sagði húsnæðismálin vera forgangsmál enda væri ljóst að þörfin fyrir húsnæði væri mikil. „Við þurfum að taka höndum saman um að leysa þennan vanda og við þurfum að tryggja fullnægjandi framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir okkur öll,“ sagði Katrín. Þá sagði hún jafnframt að stjórnvöld muni á næstunni kynna tillögur sínar að breytingum á skattkerfinu. „En í tengslum við endurnýjun kjarasamninga fyrir tæpu ári boðaði ríkisstjórnin að þær breytingar sem yrðu gerðar á skattkerfinu myndu miða að því að koma til móts við tekjulægri hópa og tekjulægri millitekjuhópa. Ég bind miklar vonir við það að þær tillögur sem við munum sjá á næstunni, bæði hvað varðar skattkerfið og húsnæðismál, muni greiða fyrir því að lenda kjarasamningum með farsælum hætti á vinnumarkaði,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í dag.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Karli Gauta heitt í hamsi við upphaf þingfundar: „Þetta er óboðlegt herra forseti“ Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem eru óháðir þingmenn utan flokka en voru kjörnir á þing fyrir Flokk fólksins, mótmæltu þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að úthluta þeim ekki ræðutíma í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs sem nú fer fram á þingi. 21. janúar 2019 15:54 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Karli Gauta heitt í hamsi við upphaf þingfundar: „Þetta er óboðlegt herra forseti“ Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem eru óháðir þingmenn utan flokka en voru kjörnir á þing fyrir Flokk fólksins, mótmæltu þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að úthluta þeim ekki ræðutíma í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs sem nú fer fram á þingi. 21. janúar 2019 15:54