Allt að sex vikna bið eftir sjúkraþjálfun Sighvatur Jónsson skrifar 20. janúar 2019 15:00 Talsmaður sjúkraþjálfara telur að nýlegar breytingar á greiðslufyrirkomulagi vegna sjúkraþjálfunar muni ekki hafa neinn sparnað í för með sér. Getty/laindiapiaroa Sjúkraþjálfarar reyna að bregðast við löngum biðlistum eftir sjúkraþjálfun en allt að sex vikna bið er eftir þjónustu, að sögn formanns Félags sjúkraþjálfara. Fréttastofa greindi frá því í upphafi árs að heilbrigðisráðherra hafi með reglugerð fækkað þeim skiptum sem fólk fær sjúkraþjálfun greidda í gegnum sjúkratryggingar um fjórðung, úr 20 skiptum í 15.Breytingin var gerð rúmu ári eftir að nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp sem sjúkraþjálfarar fögnuðu og hafði leitt til aukinnar spurnar eftir sjúkraþjálfun. Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að eftirspurnin sé enn mikil. „Við önnum ekki eftirspurninni þannig að það eru talsverðir biðlistar eftir þjónustunni. Reglugerðarbreytingin sem varð núna fyrir áramótin hefur engu breytt um það. Enda var hún í rauninni ekki til að hafa áhrif á það heldur tel ég að það hafi verið gert til að ná fram sparnaði. En einmitt út af þeirri eftirspurn sem er eftir þjónustunni þá tel ég að sparnaðaráhrif þessarar breytingar verði engin.“ Unnur bendir á að fyrir hvern þann skjólstæðing sem er útskrifaður er nýr tekinn inn, þannig að Sjúkratryggingar Íslands þurfi að borga sinn hluta eftir sem áður.Forskoðun og hóptímar meðal úrræða Unnur segir að sjúkraþjálfarar reyni ýmislegt til að anna fleirum. Meðal úrræða er að bjóða upp á forskoðunartíma þar sem fólki er bent á hvað það geti sjálft gert þangað til það kemst að hjá sjúkraþjálfara. Önnur leið er að bjóða fólki með svipuð vandamál upp á hóptíma. „Það að vera með mikið af hóptímum kallar á stærra húsnæði sem margar stofur hafa ekki. Flestar eru þær, ef ekki allar, fullmannaðar. Það er ekkert hægt að bæta við, það er ekki aðstaða til þess. Sjúkraþjálfarar hafa vissulega leitað leiða en það eru ennþá miklir biðlistar.“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að fólk þurfi að bíða í tvær til sex vikur eftir sjúkraþjálfun. Allt upp í þriggja mánaða bið sé eftir sérhæfðum sjúkraþjálfurum. Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Sjúkraþjálfarar reyna að bregðast við löngum biðlistum eftir sjúkraþjálfun en allt að sex vikna bið er eftir þjónustu, að sögn formanns Félags sjúkraþjálfara. Fréttastofa greindi frá því í upphafi árs að heilbrigðisráðherra hafi með reglugerð fækkað þeim skiptum sem fólk fær sjúkraþjálfun greidda í gegnum sjúkratryggingar um fjórðung, úr 20 skiptum í 15.Breytingin var gerð rúmu ári eftir að nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp sem sjúkraþjálfarar fögnuðu og hafði leitt til aukinnar spurnar eftir sjúkraþjálfun. Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að eftirspurnin sé enn mikil. „Við önnum ekki eftirspurninni þannig að það eru talsverðir biðlistar eftir þjónustunni. Reglugerðarbreytingin sem varð núna fyrir áramótin hefur engu breytt um það. Enda var hún í rauninni ekki til að hafa áhrif á það heldur tel ég að það hafi verið gert til að ná fram sparnaði. En einmitt út af þeirri eftirspurn sem er eftir þjónustunni þá tel ég að sparnaðaráhrif þessarar breytingar verði engin.“ Unnur bendir á að fyrir hvern þann skjólstæðing sem er útskrifaður er nýr tekinn inn, þannig að Sjúkratryggingar Íslands þurfi að borga sinn hluta eftir sem áður.Forskoðun og hóptímar meðal úrræða Unnur segir að sjúkraþjálfarar reyni ýmislegt til að anna fleirum. Meðal úrræða er að bjóða upp á forskoðunartíma þar sem fólki er bent á hvað það geti sjálft gert þangað til það kemst að hjá sjúkraþjálfara. Önnur leið er að bjóða fólki með svipuð vandamál upp á hóptíma. „Það að vera með mikið af hóptímum kallar á stærra húsnæði sem margar stofur hafa ekki. Flestar eru þær, ef ekki allar, fullmannaðar. Það er ekkert hægt að bæta við, það er ekki aðstaða til þess. Sjúkraþjálfarar hafa vissulega leitað leiða en það eru ennþá miklir biðlistar.“ Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, segir að fólk þurfi að bíða í tvær til sex vikur eftir sjúkraþjálfun. Allt upp í þriggja mánaða bið sé eftir sérhæfðum sjúkraþjálfurum.
Heilbrigðismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira