Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. janúar 2019 06:00 Klæðning sjúkrahótelsins telst listaverk. Talsvert fé þarf í listfegrun á spítalanum líka. Vísir/vilhelm Gert er ráð fyrir að 544,6 milljónum króna verði varið í listskreytingar nýbygginga Landspítalans á Hringbraut á næstu árum. Lögum samkvæmt ber að verja sem nemur að minnsta kosti einu prósenti af heildarbyggingarkostnaði opinberra nýbygginga til listaverka í og við þær. Í kostnaðaráætlun Nýja Landspítalans er gert ráð fyrir að verja þessu lágmarki til listfegrunar. Þetta ákvæði myndlistarlaga komst í umræðuna á ný á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá tilfærslu á nektarlistaverkum Seðlabanka Íslands. RÚV greindi þá frá því að Listskreytingasjóður ríkisins væri tómur og hefði ekki getað sinnt lögbundnu hlutverki sínu í nærri áratug vegna niðurskurðar. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., segir að upphæðin miðist við listskreytingar vegna meðferðarkjarna, rannsóknarhúss, bílastæða-, skrifstofu- og tæknihúss sem séu á tímalínu 2019 til 2025. Upphæðin er töluverð enda er um að ræða eina stærstu og dýrustu opinberu framkvæmd Íslandssögunnar, upp á áætlaða 54,4 milljarða króna. En það er ekki endilega svo að veggir verði fylltir frá lofti til gólfs af málverkum eða hvert einasta skúmaskot af skúlptúrum. Í framkvæmdinni við Sjúkrahótelið við Hringbraut var þetta ákvæði laga uppfyllt þannig að steinklæðning hússins telst listskreyting þess. Verkið, sem kallast Berg, er unnið af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni samkvæmt leiðbeiningum frá Listskreytingasjóði. Ekki fæst uppgefið hver kostnaðurinn við klæðninguna er en afhending hússins hefur dregist verulega, meðal annars vegna klæðningarinnar. Þá hafa deilur við verktaka, sem eru nú fyrir gerðardómi, sett strik í reikninginn. Gunnar segir að sjúkrahótelið verði afhent stjórnvöldum í dag og þá muni kostnaðurinn sem fyrir liggur verða upplýstur. Þrátt fyrir að leitað verði faglegrar ráðgjafar hjá stjórn Listskreytingasjóðs, sem tilnefnir fulltrúa til að sinna samráði og ráðgjöf, er endanleg ákvörðun um val listaverka í höndum verkkaupa að fenginni faglegri ráðgjöf. „Kostnaður við ráðgjöf og val á listaverki skal rúmast innan þeirra fjárveitinga sem áætlaðar voru til verksins á fjárlögum. Í hönnunarsamningi meðferðarkjarna er gert ráð fyrir að halda m.a. samkeppni meðal listamanna um listskreytingar í samvinnu við Listskreytingasjóð,“ segir í svari Nýja Landspítalans ohf. við fyrirspurn Fréttablaðsins Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Menning Tengdar fréttir Fylgir reglum um að fegra byggingar og umhverfi Ritstjóri Seðlabankans segir bankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. 23. janúar 2019 23:30 Seðlabankinn á átta verk eftir Rósu Ingólfs Bókfært virði skráð 100 milljónir á tilkomumiklu listaverkasafni Seðlabankans. 24. janúar 2019 08:13 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Gert er ráð fyrir að 544,6 milljónum króna verði varið í listskreytingar nýbygginga Landspítalans á Hringbraut á næstu árum. Lögum samkvæmt ber að verja sem nemur að minnsta kosti einu prósenti af heildarbyggingarkostnaði opinberra nýbygginga til listaverka í og við þær. Í kostnaðaráætlun Nýja Landspítalans er gert ráð fyrir að verja þessu lágmarki til listfegrunar. Þetta ákvæði myndlistarlaga komst í umræðuna á ný á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá tilfærslu á nektarlistaverkum Seðlabanka Íslands. RÚV greindi þá frá því að Listskreytingasjóður ríkisins væri tómur og hefði ekki getað sinnt lögbundnu hlutverki sínu í nærri áratug vegna niðurskurðar. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., segir að upphæðin miðist við listskreytingar vegna meðferðarkjarna, rannsóknarhúss, bílastæða-, skrifstofu- og tæknihúss sem séu á tímalínu 2019 til 2025. Upphæðin er töluverð enda er um að ræða eina stærstu og dýrustu opinberu framkvæmd Íslandssögunnar, upp á áætlaða 54,4 milljarða króna. En það er ekki endilega svo að veggir verði fylltir frá lofti til gólfs af málverkum eða hvert einasta skúmaskot af skúlptúrum. Í framkvæmdinni við Sjúkrahótelið við Hringbraut var þetta ákvæði laga uppfyllt þannig að steinklæðning hússins telst listskreyting þess. Verkið, sem kallast Berg, er unnið af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni samkvæmt leiðbeiningum frá Listskreytingasjóði. Ekki fæst uppgefið hver kostnaðurinn við klæðninguna er en afhending hússins hefur dregist verulega, meðal annars vegna klæðningarinnar. Þá hafa deilur við verktaka, sem eru nú fyrir gerðardómi, sett strik í reikninginn. Gunnar segir að sjúkrahótelið verði afhent stjórnvöldum í dag og þá muni kostnaðurinn sem fyrir liggur verða upplýstur. Þrátt fyrir að leitað verði faglegrar ráðgjafar hjá stjórn Listskreytingasjóðs, sem tilnefnir fulltrúa til að sinna samráði og ráðgjöf, er endanleg ákvörðun um val listaverka í höndum verkkaupa að fenginni faglegri ráðgjöf. „Kostnaður við ráðgjöf og val á listaverki skal rúmast innan þeirra fjárveitinga sem áætlaðar voru til verksins á fjárlögum. Í hönnunarsamningi meðferðarkjarna er gert ráð fyrir að halda m.a. samkeppni meðal listamanna um listskreytingar í samvinnu við Listskreytingasjóð,“ segir í svari Nýja Landspítalans ohf. við fyrirspurn Fréttablaðsins
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Menning Tengdar fréttir Fylgir reglum um að fegra byggingar og umhverfi Ritstjóri Seðlabankans segir bankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. 23. janúar 2019 23:30 Seðlabankinn á átta verk eftir Rósu Ingólfs Bókfært virði skráð 100 milljónir á tilkomumiklu listaverkasafni Seðlabankans. 24. janúar 2019 08:13 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Fylgir reglum um að fegra byggingar og umhverfi Ritstjóri Seðlabankans segir bankann vera með listaverkaeign sinni að fylgja viðmiðum og stefnum sem opinberir aðilar hafi sett. 23. janúar 2019 23:30
Seðlabankinn á átta verk eftir Rósu Ingólfs Bókfært virði skráð 100 milljónir á tilkomumiklu listaverkasafni Seðlabankans. 24. janúar 2019 08:13
Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28