Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 30. janúar 2019 17:30 Karen Leach ferðast um heiminn og segir sögu sína, öðrum til varnaðar. Vísir Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. Í dag er hún um fimmtugt og vinnur hörðum höndum að barnavernd með það að markmiði að koma í veg fyrir að önnur börn lendi í hennar hremmingum. Karen var meðal gesta á ráðstefnunni Íþróttir og ofbeldi sem haldin var í dag í tengslum við Reykjavíkurleikana sem standa yfir. „Þegar ég var lítil stúlka þá átti ég draum að synda á Ólympíleikunum fyrir Írland. Mamma og pabbi trúðu á mig og studdu mig í átt að draumnum. Írski ólympíuþjálfarinn Derry O'Rourke sá mig og gekk á eftir mér að ganga í sundklúbbinn hans. Hann myndi hjálpa mér að láta draum minn rætast. Hann hringdi stöðugt í foreldra mína og bað um að ég yrði sett í klúbbinn. Ég gekk í sundklúbbinn,“ segir Karen. „Í stað þess að draumurinn rættist eyðilagði hann líf mitt og fjölskyldu minnar.“ O'Rourke var dæmdur í fangelsi árið 2001 fyrir að brjóta á sundfólki sem hann þjálfaði á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar.Misnotkun á allan mögulegan hátt „Hann misnotaði mig andlega, líkamlega, kynferðislega og tilfinningalega þegar ég var lítil stelpa. Frá því ég var tíu ára til sautján ára. Áhrifin sem það hafði á lífið mitt hafa verið hrikaleg,“ segir Karen. Hún hefur líst því í fyrri viðtölum hvernig O'Rourke hafi haft algjöra stjórn á henni. Allt þar til við sautján ára aldur að hún steig upp úr lauginni á stórmóti fyrr en ætlað var. Hún hætti. En martröðinni var ekki lokið. Í hönd fór meðferð, þar af tvö ár á spítala. Móðir hennar svipti sig lífi eftir að hafa beðið Karen afsökunar á að hafa ekki passað upp á hana sem barn. Karen glímdi við átröskun og þurfti á lyfjameðferð að halda. Örfá ár eru síðan hún jafnaði sig, tæplega 30 árum síðar. „Það eru alls konar herferðir gegn þessu en fyrir mig er það ekki nóg. Á meðan það er gert mun það fæla fólk frá því að brjóta á börnum en misntokun er raunveruleg. Nákvæmlega það sama og kom fyrir mig fyrir 20-30 árum er enn að gerast.“ Hún muni áfram tala og vekja til vitundar.Klippa: Dreymdi um Ólympíuleika en misnotuð af þjálfara Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Sund Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. Í dag er hún um fimmtugt og vinnur hörðum höndum að barnavernd með það að markmiði að koma í veg fyrir að önnur börn lendi í hennar hremmingum. Karen var meðal gesta á ráðstefnunni Íþróttir og ofbeldi sem haldin var í dag í tengslum við Reykjavíkurleikana sem standa yfir. „Þegar ég var lítil stúlka þá átti ég draum að synda á Ólympíleikunum fyrir Írland. Mamma og pabbi trúðu á mig og studdu mig í átt að draumnum. Írski ólympíuþjálfarinn Derry O'Rourke sá mig og gekk á eftir mér að ganga í sundklúbbinn hans. Hann myndi hjálpa mér að láta draum minn rætast. Hann hringdi stöðugt í foreldra mína og bað um að ég yrði sett í klúbbinn. Ég gekk í sundklúbbinn,“ segir Karen. „Í stað þess að draumurinn rættist eyðilagði hann líf mitt og fjölskyldu minnar.“ O'Rourke var dæmdur í fangelsi árið 2001 fyrir að brjóta á sundfólki sem hann þjálfaði á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar.Misnotkun á allan mögulegan hátt „Hann misnotaði mig andlega, líkamlega, kynferðislega og tilfinningalega þegar ég var lítil stelpa. Frá því ég var tíu ára til sautján ára. Áhrifin sem það hafði á lífið mitt hafa verið hrikaleg,“ segir Karen. Hún hefur líst því í fyrri viðtölum hvernig O'Rourke hafi haft algjöra stjórn á henni. Allt þar til við sautján ára aldur að hún steig upp úr lauginni á stórmóti fyrr en ætlað var. Hún hætti. En martröðinni var ekki lokið. Í hönd fór meðferð, þar af tvö ár á spítala. Móðir hennar svipti sig lífi eftir að hafa beðið Karen afsökunar á að hafa ekki passað upp á hana sem barn. Karen glímdi við átröskun og þurfti á lyfjameðferð að halda. Örfá ár eru síðan hún jafnaði sig, tæplega 30 árum síðar. „Það eru alls konar herferðir gegn þessu en fyrir mig er það ekki nóg. Á meðan það er gert mun það fæla fólk frá því að brjóta á börnum en misntokun er raunveruleg. Nákvæmlega það sama og kom fyrir mig fyrir 20-30 árum er enn að gerast.“ Hún muni áfram tala og vekja til vitundar.Klippa: Dreymdi um Ólympíuleika en misnotuð af þjálfara
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Sund Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira