Matsmaðurinn eins og Galíleó að mati Sveins Andra Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. janúar 2019 11:36 Sigurður Guðmundsson mætti í héraðsdóm með verjanda sínum til að hlýða á skýrslu dr. Squier árið 2014. Fréttablaðið/Ernir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar Guðmundssonar, sagði klént af ríkissaksóknara að draga mat breska sérfræðingsins dr. Waney Squier í efa. Þúsundir leitarniðurstaðna á netinu sýni fram á að fræðimenn takist á um tilvist „shaken baby syndrome“ og engar hlutlausar sannanir hafi verið lagðar fram um að heilkennið sé yfir höfuð til. „Þetta er ekkert annað en kenning sem aldrei hefur verið sönnuð.“ Dr. Squier viti þetta og þori að synda á móti straumi almenningsálitsins, rétt eins og Galíleo Galílei gerði á sínum tíma. Sigurður fékk 18 mánaða fangelsisdóm árið 2003 fyrir að hafa hrist 9 mánaða gamlan dreng, sem hann hafði í daggæslu, með þeim afleiðingum að drengurinn lést, en fallist var á endurupptöku málsins árið 2015. Ríkissaksóknari vildi hins vegar vísa endurupptöku málsins frá í Hæstarétti í dag, ekki síst vegna þess að hann telur mat dr. Squier ófaglegt og hlutdrægt - eins og Vísir greindi frá. Því væri ekki tilefni til að líta á mat hennar sem ný gögn í málinu Sveinn Andri undirstrikaði í upphafi máls síns að Sigurður hafi ekki fengið álit dómskvadds matsmanns um dánarorsök drengsins þegar málið var tekið fyrir í upphafi aldarinnar. Hann hafi því ekki nýtt sér þau úrræði, sem honum stóðu til boða, til að hnekkja þeim læknisfræðilegu ályktunum sem renndu stoðum undir að harkalegur hristingur hafi valdið dauða drengsins. Sveinn Andri sagðist því sannfærður um að þessi matsskortur hafi orðið til þess að Sigurður var sakfelldur árið 2003.Sigurður ásamt konu sinni i stóra sal Hæstaréttar í morgun.Vísir/VilhelmDr. Squier valin án mótmæla „Eftir japl, jaml og fuður í Strassborg þar sem Mannréttindadómstóllinn var hársbreidd frá þvi að hnekkja þessari niðurstöðu Hæstaréttar þá lagði verjandi fram matsbeiðni í Héraðsdómi Reykjavíkur,“ sagði Sveinn Andri. Í matsbeiðninni var óskað efir dómkvöddum matsmanni sem fékk tvö verkefni. Annars vegar að leggja mat á það hvað honum þætti líklegasta dánarorsökin og hins vegar hvort að það væri fullkomlega hægt að útiloka aðrar dánarorsakir. Fyrrnefnd dr. Waney Squier varð fyrir valinu, án þess að ríkissaksóknari hefði hreyft neinum mótbárum að sögn Sveins. „Ríkissaksóknari gat haft hönd í bagga með það hvaða matsmaður yrði fyrir valinu,“ sagði Sveinn og bætti við að honum þætti því „mjög klént að koma því löngu síðar og gagnrýna hæfni viðkomandi matsmanns þegar ríkissaksóknari lét sig ekki málið varða á sínum tíma.“ Þar að auki hafi ríkissaksóknari afþakkað svokallaðan matsfund, þar sem aðilum er gefinn kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri. Dr. Squire taldi þar að auki ekki tilefni til að boða til slíks fundar, þar sem hún taldi sig hafa öll nauðsynleg gögn í höndunum til að framkvæma faglegt mat. Samantekið komst Dr. Squire að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka önnur banamein en hið svokallaða „shaken baby syndrome.“ Engin ótvíræð gögn hafi sýnt fram á hristing og að ýmis taugafræðileg einkenni væru ótilgreind.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.Vísir/PjeturÞrenning nefnd „low quality evidence“ Sveinn Andri varði töluverðu púðri í að draga kenningar um tilvist heilkennisins í efa. Þannig hafi hann til að mynda spurt „Herra Google,“ sem sýndi fram á þúsundir greina þar sem fræðimenn rökræddu um einkenni, tilvist, orsakir og afleiðingar „shaken baby syndrome.“ Það væri því ekki rétt hjá ríkissaksóknara þegar hann hélt því fram í morgun að samstaða ríkti í fræðasamfélaginu um að heilkennið væri raunverulegt. „Þannig er efast um að hristingur einn og sér geti valdið dauða,“ sagði Sveinn Andri. „Sú fullyrðing er byggð á veikum vísindalegum grunni.“ Hann gaf því lítið fyrir „þrenninguna“ sem ríkissaksóknari vísaði til í málinu, en þar er átt við þrjá áverka sem sagðir eru þurfa að vera til staðar svo að úrskurða megi að einhver hafi dáið vegna „shaken baby syndrome.“ Sveinn Andri sagði að þessi þrenning væri það sem fjöldi erlendra fræðimanna kallaði „low quality evidence,“ eða einfaldlega léleg sönnunargögn, og las Sveinn Andri upp úr erlendum fræðigreinum máli sínu til stuðnings. Því var það mat dr. Squire að ekki væri hægt með óyggjandi hætti að sýna fram á nákvæma dánarorsök. Saksóknari sagði í sínum málflutningi að þessi niðurstaða breska sérfræðingsins væri svo loðin og óskýr að varla væri hægt að flokka hana sem ný sönnunargögn í málinu, sem gæfu tilefni til endurupptöku. Sveinn Andri var þó á öðru máli. Óútskýrð dánarorsök væri til að mynda ekki óalgengt hugtak í sakamálum – „og þó svo að „dómskvaddi matsmaðurinn hafi ekki getað sett puttann á dánarorsökina þá er ekki þar með sagt að á matsmanninn sé ekki hlustandi,“ sagði Sveinn.Dr. Waney Squier gaf skýrslu í máli Sigurðar Guðmundssonar í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2014.Fréttablaðið/ErnirSkáldlegur Sveinn Andri Niðurstöður dr. Squire væru þvert á móti ekki loðnar og óskýrar, að mati Sveins Andra. Þær hafi til að mynda gefið til kynna að áverkar á barninu bentu ekki til þess að það hafi verið hrist mikið – og hnekktu því þannig niðurstöðum krufningarinnar. „Hvað er hægt að biðja um meira en að matsmaður hnekki niðurstöðu krufningar?“ spurði Sveinn Andri og ítrekaði að vægi matsmannsins væri ekkert minna þó hún hafi ekki getað komist að formlegri niðurstöðu um hver dánarorsökin væri. Það hafi jafnvel verið mat sérfræðingsins sem framkvæmdi krufninguna á sínum tíma að ekkert væri því til fyrirstöðu að fá annað mat á dánarorsök drengsins. Þar að auki hafi endurupptökunefnd beint því til ríkissaksóknara að rannsaka málið frekar. Sveinn Andri taldi því niðurstöðu endurupptökunefndarinnar vel rökstudda, þar sem meðal annars kom fram að mat dr. Squier væri nýtt gagn í málinu og að ætla mætti að það hefði skipt verulegu máli hefði matið komið fram þegar málið var til meðferðar í upphafi aldarinnar. Sveinn Andri gerðist skáldlegur í niðurlagi sínu þegar hann talaði um að það hefði tekið mannkynið margar aldir að horfast í augu við það að jörðin væri ekki flöt eða í miðju alheimsins. „Það hefur reynst mannskepnunni erfitt að viðurkenna að fyrri þekking hafi verið röng,“ sagði Sveinn Andri. Galileio Galilei.Wiki CommonsEina í stöðunni að taka málið upp aftur Í raun mætti flokka einstaklinga í fjóra flokka, þegar kemur að því að kollvarpa viðteknum skoðunum. Í fyrsta flokki væru þeir sem hefðu hugrekki og greind til að synda á móti straumnum með vísindalega þekkingu að vopni, að sögn Sveins. Í þeim hópi væri til að mynda ítalski vísindamaðurinn og stuðningsmaður sólmiðjukenningarinnar Galíleó Galílei. Næstir á eftir kæmu þeir sem hafa tileinkað sér gagnrýna hugsun og eru opnir fyrir nýrri þekkingu og sagði að Sveinn Andri að þeirra á meðal væru fræðasamfélagið, háskólar og hinn upplýsti almenningur. Í þriðja hópnum væru svo þeir sem hafna allri nýrri þekkingu, svona eins og kaþólikkar á tímum Galíleós sagði Sveinn og í þeim fjórða væru svo þeir sem vilja banna alla nýja þekkingu og berjast hatrammlega gegn henni. Ríkissaksóknari, sem reyndi að draga málflutning dr. Squire í efa, ætti heima í síðasta flokknum að sögn Sveins Andra. „Rétt eins og Galíleó hefur dr. Squire verið bannfærð vegna skoðana sinna,“ sagði Sveinn Andri. Þegar ensk aganefnd lækna svipti hana leyfi sínu hafi hins vegar rúmlega 300 læknar komið henni til varnar og farið fram á að leyfissviptingin yrði afturkölluð. Sérfræðiálit hennar séu nefnilega ekki svo fráleit eftir allt saman að sögn Sveins Andra. Því væri það misráðið að láta jafn brothættan og veikan vísindalegan grunn skera úr um sekt eða sýknu, eins og gert var í máli Sigurðar árið 2003 – og það eina í stöðunni að taka málið upp aftur. Dómsmál Tengdar fréttir Sérfræðingur í shaken baby-máli sagður loðinn í svörum, ónákvæmur og ófaglegur Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, krafðist þess að máli Sigurðar Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi árið 2003, yrði vísað frá þegar tekist var á um endurupptöku málsins í Hæstarétti í dag. 30. janúar 2019 10:03 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar Guðmundssonar, sagði klént af ríkissaksóknara að draga mat breska sérfræðingsins dr. Waney Squier í efa. Þúsundir leitarniðurstaðna á netinu sýni fram á að fræðimenn takist á um tilvist „shaken baby syndrome“ og engar hlutlausar sannanir hafi verið lagðar fram um að heilkennið sé yfir höfuð til. „Þetta er ekkert annað en kenning sem aldrei hefur verið sönnuð.“ Dr. Squier viti þetta og þori að synda á móti straumi almenningsálitsins, rétt eins og Galíleo Galílei gerði á sínum tíma. Sigurður fékk 18 mánaða fangelsisdóm árið 2003 fyrir að hafa hrist 9 mánaða gamlan dreng, sem hann hafði í daggæslu, með þeim afleiðingum að drengurinn lést, en fallist var á endurupptöku málsins árið 2015. Ríkissaksóknari vildi hins vegar vísa endurupptöku málsins frá í Hæstarétti í dag, ekki síst vegna þess að hann telur mat dr. Squier ófaglegt og hlutdrægt - eins og Vísir greindi frá. Því væri ekki tilefni til að líta á mat hennar sem ný gögn í málinu Sveinn Andri undirstrikaði í upphafi máls síns að Sigurður hafi ekki fengið álit dómskvadds matsmanns um dánarorsök drengsins þegar málið var tekið fyrir í upphafi aldarinnar. Hann hafi því ekki nýtt sér þau úrræði, sem honum stóðu til boða, til að hnekkja þeim læknisfræðilegu ályktunum sem renndu stoðum undir að harkalegur hristingur hafi valdið dauða drengsins. Sveinn Andri sagðist því sannfærður um að þessi matsskortur hafi orðið til þess að Sigurður var sakfelldur árið 2003.Sigurður ásamt konu sinni i stóra sal Hæstaréttar í morgun.Vísir/VilhelmDr. Squier valin án mótmæla „Eftir japl, jaml og fuður í Strassborg þar sem Mannréttindadómstóllinn var hársbreidd frá þvi að hnekkja þessari niðurstöðu Hæstaréttar þá lagði verjandi fram matsbeiðni í Héraðsdómi Reykjavíkur,“ sagði Sveinn Andri. Í matsbeiðninni var óskað efir dómkvöddum matsmanni sem fékk tvö verkefni. Annars vegar að leggja mat á það hvað honum þætti líklegasta dánarorsökin og hins vegar hvort að það væri fullkomlega hægt að útiloka aðrar dánarorsakir. Fyrrnefnd dr. Waney Squier varð fyrir valinu, án þess að ríkissaksóknari hefði hreyft neinum mótbárum að sögn Sveins. „Ríkissaksóknari gat haft hönd í bagga með það hvaða matsmaður yrði fyrir valinu,“ sagði Sveinn og bætti við að honum þætti því „mjög klént að koma því löngu síðar og gagnrýna hæfni viðkomandi matsmanns þegar ríkissaksóknari lét sig ekki málið varða á sínum tíma.“ Þar að auki hafi ríkissaksóknari afþakkað svokallaðan matsfund, þar sem aðilum er gefinn kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri. Dr. Squire taldi þar að auki ekki tilefni til að boða til slíks fundar, þar sem hún taldi sig hafa öll nauðsynleg gögn í höndunum til að framkvæma faglegt mat. Samantekið komst Dr. Squire að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka önnur banamein en hið svokallaða „shaken baby syndrome.“ Engin ótvíræð gögn hafi sýnt fram á hristing og að ýmis taugafræðileg einkenni væru ótilgreind.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.Vísir/PjeturÞrenning nefnd „low quality evidence“ Sveinn Andri varði töluverðu púðri í að draga kenningar um tilvist heilkennisins í efa. Þannig hafi hann til að mynda spurt „Herra Google,“ sem sýndi fram á þúsundir greina þar sem fræðimenn rökræddu um einkenni, tilvist, orsakir og afleiðingar „shaken baby syndrome.“ Það væri því ekki rétt hjá ríkissaksóknara þegar hann hélt því fram í morgun að samstaða ríkti í fræðasamfélaginu um að heilkennið væri raunverulegt. „Þannig er efast um að hristingur einn og sér geti valdið dauða,“ sagði Sveinn Andri. „Sú fullyrðing er byggð á veikum vísindalegum grunni.“ Hann gaf því lítið fyrir „þrenninguna“ sem ríkissaksóknari vísaði til í málinu, en þar er átt við þrjá áverka sem sagðir eru þurfa að vera til staðar svo að úrskurða megi að einhver hafi dáið vegna „shaken baby syndrome.“ Sveinn Andri sagði að þessi þrenning væri það sem fjöldi erlendra fræðimanna kallaði „low quality evidence,“ eða einfaldlega léleg sönnunargögn, og las Sveinn Andri upp úr erlendum fræðigreinum máli sínu til stuðnings. Því var það mat dr. Squire að ekki væri hægt með óyggjandi hætti að sýna fram á nákvæma dánarorsök. Saksóknari sagði í sínum málflutningi að þessi niðurstaða breska sérfræðingsins væri svo loðin og óskýr að varla væri hægt að flokka hana sem ný sönnunargögn í málinu, sem gæfu tilefni til endurupptöku. Sveinn Andri var þó á öðru máli. Óútskýrð dánarorsök væri til að mynda ekki óalgengt hugtak í sakamálum – „og þó svo að „dómskvaddi matsmaðurinn hafi ekki getað sett puttann á dánarorsökina þá er ekki þar með sagt að á matsmanninn sé ekki hlustandi,“ sagði Sveinn.Dr. Waney Squier gaf skýrslu í máli Sigurðar Guðmundssonar í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2014.Fréttablaðið/ErnirSkáldlegur Sveinn Andri Niðurstöður dr. Squire væru þvert á móti ekki loðnar og óskýrar, að mati Sveins Andra. Þær hafi til að mynda gefið til kynna að áverkar á barninu bentu ekki til þess að það hafi verið hrist mikið – og hnekktu því þannig niðurstöðum krufningarinnar. „Hvað er hægt að biðja um meira en að matsmaður hnekki niðurstöðu krufningar?“ spurði Sveinn Andri og ítrekaði að vægi matsmannsins væri ekkert minna þó hún hafi ekki getað komist að formlegri niðurstöðu um hver dánarorsökin væri. Það hafi jafnvel verið mat sérfræðingsins sem framkvæmdi krufninguna á sínum tíma að ekkert væri því til fyrirstöðu að fá annað mat á dánarorsök drengsins. Þar að auki hafi endurupptökunefnd beint því til ríkissaksóknara að rannsaka málið frekar. Sveinn Andri taldi því niðurstöðu endurupptökunefndarinnar vel rökstudda, þar sem meðal annars kom fram að mat dr. Squier væri nýtt gagn í málinu og að ætla mætti að það hefði skipt verulegu máli hefði matið komið fram þegar málið var til meðferðar í upphafi aldarinnar. Sveinn Andri gerðist skáldlegur í niðurlagi sínu þegar hann talaði um að það hefði tekið mannkynið margar aldir að horfast í augu við það að jörðin væri ekki flöt eða í miðju alheimsins. „Það hefur reynst mannskepnunni erfitt að viðurkenna að fyrri þekking hafi verið röng,“ sagði Sveinn Andri. Galileio Galilei.Wiki CommonsEina í stöðunni að taka málið upp aftur Í raun mætti flokka einstaklinga í fjóra flokka, þegar kemur að því að kollvarpa viðteknum skoðunum. Í fyrsta flokki væru þeir sem hefðu hugrekki og greind til að synda á móti straumnum með vísindalega þekkingu að vopni, að sögn Sveins. Í þeim hópi væri til að mynda ítalski vísindamaðurinn og stuðningsmaður sólmiðjukenningarinnar Galíleó Galílei. Næstir á eftir kæmu þeir sem hafa tileinkað sér gagnrýna hugsun og eru opnir fyrir nýrri þekkingu og sagði að Sveinn Andri að þeirra á meðal væru fræðasamfélagið, háskólar og hinn upplýsti almenningur. Í þriðja hópnum væru svo þeir sem hafna allri nýrri þekkingu, svona eins og kaþólikkar á tímum Galíleós sagði Sveinn og í þeim fjórða væru svo þeir sem vilja banna alla nýja þekkingu og berjast hatrammlega gegn henni. Ríkissaksóknari, sem reyndi að draga málflutning dr. Squire í efa, ætti heima í síðasta flokknum að sögn Sveins Andra. „Rétt eins og Galíleó hefur dr. Squire verið bannfærð vegna skoðana sinna,“ sagði Sveinn Andri. Þegar ensk aganefnd lækna svipti hana leyfi sínu hafi hins vegar rúmlega 300 læknar komið henni til varnar og farið fram á að leyfissviptingin yrði afturkölluð. Sérfræðiálit hennar séu nefnilega ekki svo fráleit eftir allt saman að sögn Sveins Andra. Því væri það misráðið að láta jafn brothættan og veikan vísindalegan grunn skera úr um sekt eða sýknu, eins og gert var í máli Sigurðar árið 2003 – og það eina í stöðunni að taka málið upp aftur.
Dómsmál Tengdar fréttir Sérfræðingur í shaken baby-máli sagður loðinn í svörum, ónákvæmur og ófaglegur Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, krafðist þess að máli Sigurðar Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi árið 2003, yrði vísað frá þegar tekist var á um endurupptöku málsins í Hæstarétti í dag. 30. janúar 2019 10:03 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Sérfræðingur í shaken baby-máli sagður loðinn í svörum, ónákvæmur og ófaglegur Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, krafðist þess að máli Sigurðar Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi árið 2003, yrði vísað frá þegar tekist var á um endurupptöku málsins í Hæstarétti í dag. 30. janúar 2019 10:03