Starfskjaranefnd OR ákvarðar sér 25 þúsund á tímann Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Sigríður Rut Júlíusdóttir, formaður starfskjaranefndar OR. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í síðasta mánuði að laun nefndarmanna starfskjaranefndar fyrirtækisins verði 25 þúsund krónur fyrir hvern unninn klukkutíma. Formaður þessarar þriggja manna nefndar fær sömu þóknun auk 50% álags, eða 37.500 krónur á tímann. Það er starfskjaranefnd sjálf sem leggur til hver laun nefndarmanna skulu vera. Sjálfstæðismenn í stjórn Orkuveitunnar hafa löngum deilt á starfskjaranefnd og sagt hana óþarfa peningasóun. Kjartan Magnússon, sem setið hefur í starfskjaranefnd, benti á það í Fréttablaðinu í fyrra að þessi þriggja manna nefnd hefði fyrst og fremst það verkefni að fjalla um kjör forstjóra og innri endurskoðanda OR. Hefur hann ítrekað bent á að stjórnar formaður og stjórn Orkuveitunnar geti vel séð um þessi verkefni. Sigríður Rut Júlíusdóttir, formaður starfskjaranefndar OR, lagði fram og kynnti tillögu nefndarinnar um laun nefndarmanna á stjórnarfundi OR í desember. Geir Guðjónsson, varamaður í stjórn OR, lagði á fundinum fram breytingartillögu um að lækka launin í 10 þúsund krónur fyrir hverja unna klukkustund. Sú tillaga var felld og tillaga nefndarinnar sjálfrar um eigin laun upp á 25 þúsund krónur á tímann samþykkt. Í fundargerð kemur fram að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórn OR, Katrín Atladóttir og Björn Gíslason, hefðu ítrekað þá skoðun sína að ekki væri þörf á nefndinni. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Orkumál Stjórnsýsla Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í síðasta mánuði að laun nefndarmanna starfskjaranefndar fyrirtækisins verði 25 þúsund krónur fyrir hvern unninn klukkutíma. Formaður þessarar þriggja manna nefndar fær sömu þóknun auk 50% álags, eða 37.500 krónur á tímann. Það er starfskjaranefnd sjálf sem leggur til hver laun nefndarmanna skulu vera. Sjálfstæðismenn í stjórn Orkuveitunnar hafa löngum deilt á starfskjaranefnd og sagt hana óþarfa peningasóun. Kjartan Magnússon, sem setið hefur í starfskjaranefnd, benti á það í Fréttablaðinu í fyrra að þessi þriggja manna nefnd hefði fyrst og fremst það verkefni að fjalla um kjör forstjóra og innri endurskoðanda OR. Hefur hann ítrekað bent á að stjórnar formaður og stjórn Orkuveitunnar geti vel séð um þessi verkefni. Sigríður Rut Júlíusdóttir, formaður starfskjaranefndar OR, lagði fram og kynnti tillögu nefndarinnar um laun nefndarmanna á stjórnarfundi OR í desember. Geir Guðjónsson, varamaður í stjórn OR, lagði á fundinum fram breytingartillögu um að lækka launin í 10 þúsund krónur fyrir hverja unna klukkustund. Sú tillaga var felld og tillaga nefndarinnar sjálfrar um eigin laun upp á 25 þúsund krónur á tímann samþykkt. Í fundargerð kemur fram að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórn OR, Katrín Atladóttir og Björn Gíslason, hefðu ítrekað þá skoðun sína að ekki væri þörf á nefndinni.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Orkumál Stjórnsýsla Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira