Venesúelamenn vilja vestræn vopn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Venesúelskur hermaður á kjörstað á síðasta ári. Vísir/AFP Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. Carlos Guillen Martinez og Josue Hidalgo Azuaje, liðhlaupar sem flúðu til Bandaríkjanna, greindu frá þessari ósk sinni í samtali við CNN í gær. Þeir kváðust vera í sambandi við hundruð liðhlaupa í heimalandinu sem vildu berjast gegn Maduro. Ólga hefur verið í Venesúela að undanförnu eftir að kjörtímabil Maduro rann út. Þingið, sem Maduro álítur valdalaust, álítur hann ekki lengur réttkjörinn leiðtoga og skipaði þingforsetann Juan Guaidó starfandi forseta. Maduro lét þó setja sig aftur inn í embætti og eru því í raun tveir forsetar í Suður-Ameríkuríkinu þessa dagana. Að minnsta kosti að nafninu til. Guaidó sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið í gær að Venesúela væri orðið einræðisríki undir stjórn sósíalistans Maduro. „Skylda mín er að kalla eftir frjálsum og réttlátum kosningum vegna þess að hér búum við við algjöra valdníðslu. Við búum við einræði.“ Vaxandi óánægja hefur verið með Maduro í heimalandinu eftir að hagkerfi ríkisins hrundi algjörlega. Andstaðan hefur staðið fyrir fjöldamótmælum undanfarna daga. Þau hafa orðið blóðug en samkvæmt SÞ hafa að minnsta kosti fjörutíu fallið. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. 28. janúar 2019 21:52 Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. Carlos Guillen Martinez og Josue Hidalgo Azuaje, liðhlaupar sem flúðu til Bandaríkjanna, greindu frá þessari ósk sinni í samtali við CNN í gær. Þeir kváðust vera í sambandi við hundruð liðhlaupa í heimalandinu sem vildu berjast gegn Maduro. Ólga hefur verið í Venesúela að undanförnu eftir að kjörtímabil Maduro rann út. Þingið, sem Maduro álítur valdalaust, álítur hann ekki lengur réttkjörinn leiðtoga og skipaði þingforsetann Juan Guaidó starfandi forseta. Maduro lét þó setja sig aftur inn í embætti og eru því í raun tveir forsetar í Suður-Ameríkuríkinu þessa dagana. Að minnsta kosti að nafninu til. Guaidó sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið í gær að Venesúela væri orðið einræðisríki undir stjórn sósíalistans Maduro. „Skylda mín er að kalla eftir frjálsum og réttlátum kosningum vegna þess að hér búum við við algjöra valdníðslu. Við búum við einræði.“ Vaxandi óánægja hefur verið með Maduro í heimalandinu eftir að hagkerfi ríkisins hrundi algjörlega. Andstaðan hefur staðið fyrir fjöldamótmælum undanfarna daga. Þau hafa orðið blóðug en samkvæmt SÞ hafa að minnsta kosti fjörutíu fallið.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. 28. janúar 2019 21:52 Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. 28. janúar 2019 21:52
Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Forsetinn nýtur stuðnings Rússlands og Tyrklands, auk fleiri smærri ríkja. 27. janúar 2019 14:40
Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00