Sannarlega gráupplagt Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. janúar 2019 07:00 „Gráupplagt og eitthvað sem hefði átt að gerast fyrir löngu síðan,“ sagði María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, á forsíðu þessa blaðs á mánudag um nýtt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem segir að sálfræðiþjónusta skuli niðurgreidd af ríkinu. Rúmlega þriðjungur þingmanna hefur boðað að flytja frumvarpið með Þorgerði Katrínu, úr öllum flokkum. Með frumvarpinu verður sálfræðiþjónusta felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga og veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta, á borð við heilsugæslu, þjónustu sérgreinalækna og sjúkraþjálfun. Með þessu er undirstrikað að andlegir sjúkdómar séu ekki minna verðir en líkamlegir og lögð áhersla á að greiða aðgengi allra að nauðsynlegum meðferðum. Evrópsk tölfræði gefur til kynna að um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma í allri álfunni glími við geðraskanir. Talið er að einn af hverjum fimm þjáist af þunglyndi og kvíða á ári hverju. Engin ástæða er til annars en að ætla að íslenskur veruleiki sé svipaður því sem gerist hjá nágrannaþjóðum. Raunar eiga Íslendingar Evrópumet í notkun þunglyndislyfja. Vandinn er hins vegar sá að þótt geðlyfin séu fín fyrir sinn hatt, þá virka þau ekki ein og sér. Rannsóknir sýna nefnilega að samtalsmeðferðir skila mestum árangri þegar kemur að því að meðhöndla kvíða og þunglyndi, sem eru jafnframt algengustu geðraskanirnar. Það er því í besta falli tímaskekkja að sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd af ríkinu, en geðlæknar til að mynda fái á sama tíma greitt úr opinberum sjóðum. Þrátt fyrir rúmlega þrettánfaldan vöxt á notkun geðlyfja frá árinu 1975 hér á landi hefur þeim ekki fækkað sem fremja sjálfsvíg og öryrkjum vegna til að mynda þunglyndis og kvíða hefur fjölgað. Raunar eru tæp 40 prósent af örorku á Íslandi til komin vegna geðrænna veikinda og það fjölgar hratt í þeim hópi. Fundið hefur verið að því að ekki sé búið að áætla kostnað við frumvarp Þorgerðar Katrínar. Eldri tölur, frá aldamótum, sýna að beinn og óbeinn kostnaður eingöngu vegna þunglyndis á Íslandi var varfærnislega áætlaður um sex milljarðar króna. Framreiknað mætti sennilega tvöfalda þá tölu. Það hefur sýnt sig að fyrirbyggjandi aðferðir, svo sem sálfræðiþjónusta, skila árangri og auka líkur á að einstaklingar nái heilsu og virkni í samfélaginu. Svigrúmið hlýtur því að vera að minnsta kosti eitthvað – svo ekki sé minnst á að erfitt er að setja verðmiða á hamingju fólks. Engum flýgur í hug að einkatímar hjá sálfræðingum séu ávísun á það að allri óhamingju Íslendinga verði afstýrt. Hins vegar geta samtöl við fagmenn gert kraftaverk. Það sanna dæmin. Þorgerður Katrín hittir einfaldlega naglann á höfuðið í þetta sinn. Frumvarpið er þjóðþrifamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Sjá meira
„Gráupplagt og eitthvað sem hefði átt að gerast fyrir löngu síðan,“ sagði María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, á forsíðu þessa blaðs á mánudag um nýtt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem segir að sálfræðiþjónusta skuli niðurgreidd af ríkinu. Rúmlega þriðjungur þingmanna hefur boðað að flytja frumvarpið með Þorgerði Katrínu, úr öllum flokkum. Með frumvarpinu verður sálfræðiþjónusta felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga og veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta, á borð við heilsugæslu, þjónustu sérgreinalækna og sjúkraþjálfun. Með þessu er undirstrikað að andlegir sjúkdómar séu ekki minna verðir en líkamlegir og lögð áhersla á að greiða aðgengi allra að nauðsynlegum meðferðum. Evrópsk tölfræði gefur til kynna að um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma í allri álfunni glími við geðraskanir. Talið er að einn af hverjum fimm þjáist af þunglyndi og kvíða á ári hverju. Engin ástæða er til annars en að ætla að íslenskur veruleiki sé svipaður því sem gerist hjá nágrannaþjóðum. Raunar eiga Íslendingar Evrópumet í notkun þunglyndislyfja. Vandinn er hins vegar sá að þótt geðlyfin séu fín fyrir sinn hatt, þá virka þau ekki ein og sér. Rannsóknir sýna nefnilega að samtalsmeðferðir skila mestum árangri þegar kemur að því að meðhöndla kvíða og þunglyndi, sem eru jafnframt algengustu geðraskanirnar. Það er því í besta falli tímaskekkja að sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd af ríkinu, en geðlæknar til að mynda fái á sama tíma greitt úr opinberum sjóðum. Þrátt fyrir rúmlega þrettánfaldan vöxt á notkun geðlyfja frá árinu 1975 hér á landi hefur þeim ekki fækkað sem fremja sjálfsvíg og öryrkjum vegna til að mynda þunglyndis og kvíða hefur fjölgað. Raunar eru tæp 40 prósent af örorku á Íslandi til komin vegna geðrænna veikinda og það fjölgar hratt í þeim hópi. Fundið hefur verið að því að ekki sé búið að áætla kostnað við frumvarp Þorgerðar Katrínar. Eldri tölur, frá aldamótum, sýna að beinn og óbeinn kostnaður eingöngu vegna þunglyndis á Íslandi var varfærnislega áætlaður um sex milljarðar króna. Framreiknað mætti sennilega tvöfalda þá tölu. Það hefur sýnt sig að fyrirbyggjandi aðferðir, svo sem sálfræðiþjónusta, skila árangri og auka líkur á að einstaklingar nái heilsu og virkni í samfélaginu. Svigrúmið hlýtur því að vera að minnsta kosti eitthvað – svo ekki sé minnst á að erfitt er að setja verðmiða á hamingju fólks. Engum flýgur í hug að einkatímar hjá sálfræðingum séu ávísun á það að allri óhamingju Íslendinga verði afstýrt. Hins vegar geta samtöl við fagmenn gert kraftaverk. Það sanna dæmin. Þorgerður Katrín hittir einfaldlega naglann á höfuðið í þetta sinn. Frumvarpið er þjóðþrifamál.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun