Áfram veginn Davíð Þorláksson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Alþingi ræðir þessa dagana um upptöku veggjalda. Þessi umræða er ekki ný af nálinni. Árið 1965 var lagt veggjald á Reykjanesbraut eftir að bundið slitlag hafði verið lagt á hana, þótt sú gjaldtaka hafi aðeins varað í nokkur ár. Hvalfjarðargöng voru opnuð 1998 þar sem veggjald var innheimt með góðum árangri þar til í lok síðasta árs og svo er gjaldtaka hafin í nýjum Vaðlaheiðargöngum. Nútímatækni gerir það að verkum að ekkert starfsfólk þarf í innheimtuna og hún ætti að geta gengið fljótt og vel fyrir vegfarendur. Það er jákvætt sjónarmið að sá sem notar opinbera þjónustu greiði fyrir hana ef viðkomandi hefur kost á því. Kostir þess eru að það dregur úr að opinber þjónusta sé notuð að óþörfu og minnkar byrðar á skattgreiðendur. Þegar um veggjöld er að ræða má einnig nýta þau til að stýra umferð. Til dæmis með því að búa til hvata til að nota almenningssamgöngur og draga úr umferð á álagstíma með hærra verði. En til þess að veggjöld séu sannarlega veggjöld og að þessir kostir nýtist þá verða þau að standa straum af kostnaðinum við lagningu eða viðhald vegarins sem þau eru innheimt á. Ef það er ekki gert þá er bara um hreinan og kláran skatt að ræða. Ef til stendur að hætta að fjármagna vegagerð að hluta beint úr ríkissjóði og hefja innheimtu veggjalda þá ætti auðvitað að lækka almenna skatta sem því nemur. Af einhverjum ástæðum hafa stjórnmálamenn þó lítið minnst á það í þessari umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Vegtollar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi ræðir þessa dagana um upptöku veggjalda. Þessi umræða er ekki ný af nálinni. Árið 1965 var lagt veggjald á Reykjanesbraut eftir að bundið slitlag hafði verið lagt á hana, þótt sú gjaldtaka hafi aðeins varað í nokkur ár. Hvalfjarðargöng voru opnuð 1998 þar sem veggjald var innheimt með góðum árangri þar til í lok síðasta árs og svo er gjaldtaka hafin í nýjum Vaðlaheiðargöngum. Nútímatækni gerir það að verkum að ekkert starfsfólk þarf í innheimtuna og hún ætti að geta gengið fljótt og vel fyrir vegfarendur. Það er jákvætt sjónarmið að sá sem notar opinbera þjónustu greiði fyrir hana ef viðkomandi hefur kost á því. Kostir þess eru að það dregur úr að opinber þjónusta sé notuð að óþörfu og minnkar byrðar á skattgreiðendur. Þegar um veggjöld er að ræða má einnig nýta þau til að stýra umferð. Til dæmis með því að búa til hvata til að nota almenningssamgöngur og draga úr umferð á álagstíma með hærra verði. En til þess að veggjöld séu sannarlega veggjöld og að þessir kostir nýtist þá verða þau að standa straum af kostnaðinum við lagningu eða viðhald vegarins sem þau eru innheimt á. Ef það er ekki gert þá er bara um hreinan og kláran skatt að ræða. Ef til stendur að hætta að fjármagna vegagerð að hluta beint úr ríkissjóði og hefja innheimtu veggjalda þá ætti auðvitað að lækka almenna skatta sem því nemur. Af einhverjum ástæðum hafa stjórnmálamenn þó lítið minnst á það í þessari umræðu.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar