Fengu ekki vinnu en urðu hamingjusamari á borgaralaunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 00:01 Verkefnið gekk út á það að 2000 atvinnulausir Finnar fengu borgaralaun, eða það sem líka hefur verið óskilyrt framfærsla, og nam upphæðin 560 evrum á mánuði. Markmiðið var að kanna hvort að örugg framfærsla gæti hjálpað fólki í atvinnuleit. vísir/epa Atvinnulausir Finnar sem tóku þátt í tilraunaverkefni með borgaralaun urðu hamingjusamari á laununum en fengu ekki endilega vinnu. Þetta sýna fyrstu niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á verkefninu en það hófst í janúar 2017 og lauk í desember síðastliðnum. Verkefnið gekk út á það að 2000 atvinnulausir Finnar fengu borgaralaun, eða það sem líka hefur verið óskilyrt framfærsla, og nam upphæðin 560 evrum á mánuði. Markmiðið var að kanna hvort að örugg framfærsla gæti hjálpað fólki í atvinnuleit. Fyrstu niðurstöður rannsóknar á áhrifum borgaralauna sýna að fólk sem fékk framfærsluna var ekki líklegra til þess að finna sér vinnu heldur en þeir sem fengu enga framfærslu. Þeir sem voru á borgaralaunum voru hins vegar hamingjusamari og ekki eins stressaðir. Að því er fram kemur í frétt BBC um málið eru rannsakendur nú að kanna hvers vegna þetta er niðurstaðan en áætlað er að rannsókninni ljúki á næsta ári. BBC ræddi við einn af þeim sem fengu borgaralaun, fyrrverandi ritstjóra sem heitir Tuomas. „Ég er enn án vinnu. Ég get ekki sagt að borgaralaunin hafi breytt miklu í lífi mínu. Andlega, jú, en ekki fjárhagslega,“ segir Tuomas. Miska Simanainen er einn af vísindamönnum sem stendur að rannsókninni á áhrifum borgaralauna. Hann segist ekki vilja líta svo á að verkefninu hafi mistekist vegna þess að fólk fékk ekkert endilega vinnu. „Þetta er hvorki eitthvað sem misheppnaðist eða tókst vel. Þetta eru staðreyndirnar og þær veita okkur nýjar upplýsingar sem við höfðum ekki áður en ráðist var í þetta verkefni,“ segir Simanainen. Félagsmál Finnland Tengdar fréttir Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00 Segir „krónu á móti krónu“-kerfið algjörlega gjaldþrota Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að núverandi kerfi sé algjörlega gjaldþrota hvað varðar örorkulífeyri, þá gagnrýnir hann einnig heilbrigðiskerfið vegna fordóma gagnvart geðrænum kvillum. Þorsteinn og Inga Sæland voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. 10. febrúar 2018 15:30 Forsætisráðherra vill setja borgaralaun í framtíðarnefnd Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. 9. maí 2018 20:30 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Atvinnulausir Finnar sem tóku þátt í tilraunaverkefni með borgaralaun urðu hamingjusamari á laununum en fengu ekki endilega vinnu. Þetta sýna fyrstu niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á verkefninu en það hófst í janúar 2017 og lauk í desember síðastliðnum. Verkefnið gekk út á það að 2000 atvinnulausir Finnar fengu borgaralaun, eða það sem líka hefur verið óskilyrt framfærsla, og nam upphæðin 560 evrum á mánuði. Markmiðið var að kanna hvort að örugg framfærsla gæti hjálpað fólki í atvinnuleit. Fyrstu niðurstöður rannsóknar á áhrifum borgaralauna sýna að fólk sem fékk framfærsluna var ekki líklegra til þess að finna sér vinnu heldur en þeir sem fengu enga framfærslu. Þeir sem voru á borgaralaunum voru hins vegar hamingjusamari og ekki eins stressaðir. Að því er fram kemur í frétt BBC um málið eru rannsakendur nú að kanna hvers vegna þetta er niðurstaðan en áætlað er að rannsókninni ljúki á næsta ári. BBC ræddi við einn af þeim sem fengu borgaralaun, fyrrverandi ritstjóra sem heitir Tuomas. „Ég er enn án vinnu. Ég get ekki sagt að borgaralaunin hafi breytt miklu í lífi mínu. Andlega, jú, en ekki fjárhagslega,“ segir Tuomas. Miska Simanainen er einn af vísindamönnum sem stendur að rannsókninni á áhrifum borgaralauna. Hann segist ekki vilja líta svo á að verkefninu hafi mistekist vegna þess að fólk fékk ekkert endilega vinnu. „Þetta er hvorki eitthvað sem misheppnaðist eða tókst vel. Þetta eru staðreyndirnar og þær veita okkur nýjar upplýsingar sem við höfðum ekki áður en ráðist var í þetta verkefni,“ segir Simanainen.
Félagsmál Finnland Tengdar fréttir Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00 Segir „krónu á móti krónu“-kerfið algjörlega gjaldþrota Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að núverandi kerfi sé algjörlega gjaldþrota hvað varðar örorkulífeyri, þá gagnrýnir hann einnig heilbrigðiskerfið vegna fordóma gagnvart geðrænum kvillum. Þorsteinn og Inga Sæland voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. 10. febrúar 2018 15:30 Forsætisráðherra vill setja borgaralaun í framtíðarnefnd Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. 9. maí 2018 20:30 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00
Segir „krónu á móti krónu“-kerfið algjörlega gjaldþrota Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að núverandi kerfi sé algjörlega gjaldþrota hvað varðar örorkulífeyri, þá gagnrýnir hann einnig heilbrigðiskerfið vegna fordóma gagnvart geðrænum kvillum. Þorsteinn og Inga Sæland voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. 10. febrúar 2018 15:30
Forsætisráðherra vill setja borgaralaun í framtíðarnefnd Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. 9. maí 2018 20:30