Röskva bar sigurorð af Vöku í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í ár sem fram fóru í dag og í gær.
27 fulltrúar skipa Stúdentaráð en stúdentaráðsfulltrúar sitja einnig í svokölluðum sviðsráðum stúdenta við HÍ.
Í raun er kosið í sviðsráðin á hverju sviði fyrir sig og þeir fulltrúar sem ná kjöri í sviðsráðin mynda svo Stúdentaráð. Á öllum sviðum eru 5 fulltrúar nema á félagsvísindasviði, en þar eru 7 fulltrúar.
Kjörsókn var 35,78 prósent.
Á félagsvísindasviði fékk Röskva 4 en Vaka 3.
Á heilbrigðissviði fékk Röskva 3 en Vaka 2.
Á hugvísindasviði fékk Röskva 4 en Vaka 1.
Á menntavísindasviði fékk Röskva 3 en Vaka 2
Á verkfræði- og náttúruvísindasviði fékk Röskva 3 en Vaka 2.
Röskva fékk 17 fulltrúa kjörna í Stúdentaráð en Vaka 10.
