Enn skorar Harden yfir 30 stig og þrenna hjá slóvenska undrinu | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. febrúar 2019 08:00 James Harden skorar og skorar. vísir/getty NBA-meistarar Golden State Warriors áttu ekki í nokkrum vandræðum með að rúlla yfir San Antonio Spurs í nótt en meistararnir léku sér að gestunum á heimavelli, 141-102. Warriors-liðið skoraði 49 stig og gaf 16 stoðsendingar bara í þriðja leikhluta og skoraði þar fimm þriggja stiga körfur í sjö skotum. Á kafla í fyrri hálfleik skoraði liðið úr 24 skotum af 25 í röð, þar af fjórtán skotum í röð. Klay Thompson var stigahæstur meistaranna að þessu sinni með 26 stig en hann hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum og Kevin Durant skoraði 23 stig, gaf níu stoðsendingar og tók átta fráköst. Steph Curry skoraði 19 stig, þar af þrjár þriggja stiga körfur.James Harden heldur áfram að fara á kostum en leikstjórnandi Houston Rockets skoraði 36 stig í öruggum sigri liðsins gegn Sacramento Kins, 127-101. Eftir leikinn fékk Sacramento svo Harrison Barnes frá Dallas. Harden, sem var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra, skoraði 36 stig og tók sex fráköst en hann er nú búinn að skora 30 stig eða meira í 28 leikjum í röð. Það stefnir allt í að hann verði kosinn MVP annað árið í röð. Houston vann sinn þriðja leik í röð og er í fimmta sæti vestursins þar sem mjótt er á mununum en fjórir sigrar skilja að OKC Thunder sem er í þriðja sætinu og LA Clippers sem er í áttunda sæti vestursins.Ungu mennirnir í deildinni voru svo áfram að heilla en slóvenska undrið Luka Doncic hlóð í sína þriðju þrennu á ferlinum fyrir Dallas er hann skoraði 19 stig, tók tíu fráköst og gaf ellefu stoðsendinar í sex stiga sigri á Charlotte, 99-93. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo, gerði enn betur í stigaskorun en hann setti 43 stig fyrir Milwaukee auk þess sem að hann tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í 148-129 sigri á Washington Wizards. Bucks-liðið er á toppnum í austrinu með 40 sigra og aðeins þrettán töp en Toronto er þar aðeins einum leik á eftir. Dallas er í ellefta sæti vestursins með 25 sigra.Úrslit næturinnar: Brooklyn Nets - Denver Nuggets 135-130 Chicago Bulls - New Orleans Pelicans 120-125 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 148-129 Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 99-93 Utah Jazz - Phoenix Suns 116-88 Sacramento Kings - Houston Rockets 101-127 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 141-102 NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors áttu ekki í nokkrum vandræðum með að rúlla yfir San Antonio Spurs í nótt en meistararnir léku sér að gestunum á heimavelli, 141-102. Warriors-liðið skoraði 49 stig og gaf 16 stoðsendingar bara í þriðja leikhluta og skoraði þar fimm þriggja stiga körfur í sjö skotum. Á kafla í fyrri hálfleik skoraði liðið úr 24 skotum af 25 í röð, þar af fjórtán skotum í röð. Klay Thompson var stigahæstur meistaranna að þessu sinni með 26 stig en hann hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum og Kevin Durant skoraði 23 stig, gaf níu stoðsendingar og tók átta fráköst. Steph Curry skoraði 19 stig, þar af þrjár þriggja stiga körfur.James Harden heldur áfram að fara á kostum en leikstjórnandi Houston Rockets skoraði 36 stig í öruggum sigri liðsins gegn Sacramento Kins, 127-101. Eftir leikinn fékk Sacramento svo Harrison Barnes frá Dallas. Harden, sem var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra, skoraði 36 stig og tók sex fráköst en hann er nú búinn að skora 30 stig eða meira í 28 leikjum í röð. Það stefnir allt í að hann verði kosinn MVP annað árið í röð. Houston vann sinn þriðja leik í röð og er í fimmta sæti vestursins þar sem mjótt er á mununum en fjórir sigrar skilja að OKC Thunder sem er í þriðja sætinu og LA Clippers sem er í áttunda sæti vestursins.Ungu mennirnir í deildinni voru svo áfram að heilla en slóvenska undrið Luka Doncic hlóð í sína þriðju þrennu á ferlinum fyrir Dallas er hann skoraði 19 stig, tók tíu fráköst og gaf ellefu stoðsendinar í sex stiga sigri á Charlotte, 99-93. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo, gerði enn betur í stigaskorun en hann setti 43 stig fyrir Milwaukee auk þess sem að hann tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í 148-129 sigri á Washington Wizards. Bucks-liðið er á toppnum í austrinu með 40 sigra og aðeins þrettán töp en Toronto er þar aðeins einum leik á eftir. Dallas er í ellefta sæti vestursins með 25 sigra.Úrslit næturinnar: Brooklyn Nets - Denver Nuggets 135-130 Chicago Bulls - New Orleans Pelicans 120-125 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 148-129 Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 99-93 Utah Jazz - Phoenix Suns 116-88 Sacramento Kings - Houston Rockets 101-127 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 141-102
NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Sjá meira