Plastið og heilsan Teitur Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Veruleg umræða hefur skapast vegna plastnotkunar, umhverfisáhrifa þess og þá núna upp á síðkastið heilsu og líðan einstaklinga. Plastmengun virðist hafa áhrif á nokkuð margvíslegan hátt, plastagnir og þá sérstaklega efni sem eru notuð við framleiðslu eru að hluta eitruð og því ástæða til að hafa áhyggjur. Það eru til möguleikar á að mæla hleðslu slíkra efna í líkamanum, en þær eru flóknar og almennt ekki á færi venjulegra rannsóknarstofa. Helst er verið að nefna þalöt og BPA sem þau efni sem eru talin skaðleg og geta komist í snertingu við líkamann í gegnum húð, með innöndun og einnig inntöku svo leiðirnar eru margar og talið er líklegt að við verðum fyrir samtímaáreiti í raun. Umræðan um áhrif þessara efna er enn að hluta til þess eðlis að erfitt er að staðhæfa nákvæmlega eða magnsetja áhrif og toxísk mörk. Ljóst er að efnin hafa áhrif á efnaskiptakerfi, hormónastarfsemi, hafa áhrif á fóstur og svo framvegis. Nokkrar rannsóknir hafa verið að sýna fram á tengingu við frjósemi karla, sáðfrumuframleiðslu og magn testósteróns. Þessu til viðbótar er talið að áhrif á lifur og starfsemi hennar, bris og þar með insúlín séu einhver og geti haft neikvæð áhrif á þróun sykursýki. Hjarta- og æðasjúkdómar eru einnig nefndir sem og breytingar sem menn hafa séð í heilavef og tengjast minnisstöðvum hans. Erfitt er eins og kom fram að tengja saman öll púslin og má segja að rannsóknir á þessu sviði séu enn aðeins of skammt á veg komnar til að fullyrða nákvæmlega um orsakasamhengi og öryggismörk sem er mikilvægt í umræðu sem þessari. Hagsmunatengsl eru augljós og plast er allt um kring í okkar daglega lífi og neyslumynstri. Það þarf hins vegar ekki að horfa langt til að átta sig á því að við erum þegar búin að valda töluverðum skaða á umhverfinu í kringum okkur og þá líklega heilsu okkar í leiðinni þó það sé ekki eins sjáanlegt. Mikilvægt verður að fylgjast með framleiðslu og innihaldi í tengslum við plastiðnað og að reyna eftir fremsta megni að skýra orsakasamhengi. Ef þau verða augljós þá er engin önnur leið en að reyna að finna aðrar nálganir en plast og plastefni eða íblöndunarefni þeirra. Grænni leiðir verða lykilatriði hér og að breyta notkun plastefna almennt en ekki síst fyrir heilsu okkar og líðan. Mest vitum við eins og fram kom um þau efni sem notuð eru í iðnaði, míkróplast er svo önnur umræða þar sem litlar agnir safnast saman og geta með þeim hætti haft áhrif á líkamann með ýmsum hætti. Míkróplast er aðskotahlutur í líkamanum og sem slíkur veldur það bólgusvari og ónæmiskerfið bregst við því. Þá dregur plast að sér ýmis efni og getur bundið þau, efni sem geta verið skaðleg eða eitruð fyrir líkamann líkt og kvikasilfur, díoxín og önnur efni sem við vitum í dag að eru krabbameinsvaldandi. Það er því að mörgu að huga en í dag er líklega besta leiðin, sem einstaklingar geta farið til að verja sig, að vera meðvitaður um þetta og breyta neyslumynstri sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Veruleg umræða hefur skapast vegna plastnotkunar, umhverfisáhrifa þess og þá núna upp á síðkastið heilsu og líðan einstaklinga. Plastmengun virðist hafa áhrif á nokkuð margvíslegan hátt, plastagnir og þá sérstaklega efni sem eru notuð við framleiðslu eru að hluta eitruð og því ástæða til að hafa áhyggjur. Það eru til möguleikar á að mæla hleðslu slíkra efna í líkamanum, en þær eru flóknar og almennt ekki á færi venjulegra rannsóknarstofa. Helst er verið að nefna þalöt og BPA sem þau efni sem eru talin skaðleg og geta komist í snertingu við líkamann í gegnum húð, með innöndun og einnig inntöku svo leiðirnar eru margar og talið er líklegt að við verðum fyrir samtímaáreiti í raun. Umræðan um áhrif þessara efna er enn að hluta til þess eðlis að erfitt er að staðhæfa nákvæmlega eða magnsetja áhrif og toxísk mörk. Ljóst er að efnin hafa áhrif á efnaskiptakerfi, hormónastarfsemi, hafa áhrif á fóstur og svo framvegis. Nokkrar rannsóknir hafa verið að sýna fram á tengingu við frjósemi karla, sáðfrumuframleiðslu og magn testósteróns. Þessu til viðbótar er talið að áhrif á lifur og starfsemi hennar, bris og þar með insúlín séu einhver og geti haft neikvæð áhrif á þróun sykursýki. Hjarta- og æðasjúkdómar eru einnig nefndir sem og breytingar sem menn hafa séð í heilavef og tengjast minnisstöðvum hans. Erfitt er eins og kom fram að tengja saman öll púslin og má segja að rannsóknir á þessu sviði séu enn aðeins of skammt á veg komnar til að fullyrða nákvæmlega um orsakasamhengi og öryggismörk sem er mikilvægt í umræðu sem þessari. Hagsmunatengsl eru augljós og plast er allt um kring í okkar daglega lífi og neyslumynstri. Það þarf hins vegar ekki að horfa langt til að átta sig á því að við erum þegar búin að valda töluverðum skaða á umhverfinu í kringum okkur og þá líklega heilsu okkar í leiðinni þó það sé ekki eins sjáanlegt. Mikilvægt verður að fylgjast með framleiðslu og innihaldi í tengslum við plastiðnað og að reyna eftir fremsta megni að skýra orsakasamhengi. Ef þau verða augljós þá er engin önnur leið en að reyna að finna aðrar nálganir en plast og plastefni eða íblöndunarefni þeirra. Grænni leiðir verða lykilatriði hér og að breyta notkun plastefna almennt en ekki síst fyrir heilsu okkar og líðan. Mest vitum við eins og fram kom um þau efni sem notuð eru í iðnaði, míkróplast er svo önnur umræða þar sem litlar agnir safnast saman og geta með þeim hætti haft áhrif á líkamann með ýmsum hætti. Míkróplast er aðskotahlutur í líkamanum og sem slíkur veldur það bólgusvari og ónæmiskerfið bregst við því. Þá dregur plast að sér ýmis efni og getur bundið þau, efni sem geta verið skaðleg eða eitruð fyrir líkamann líkt og kvikasilfur, díoxín og önnur efni sem við vitum í dag að eru krabbameinsvaldandi. Það er því að mörgu að huga en í dag er líklega besta leiðin, sem einstaklingar geta farið til að verja sig, að vera meðvitaður um þetta og breyta neyslumynstri sínu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun