„Þessi ákvörðun er algjörlega komin frá mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 15:30 Albert Brynjar Ingason í leik með Fylki í Inkasso-deildinni sumarið 2017. vísir/ernir Albert Brynjar Ingason kvaddi í gær uppeldisfélagið og Pepsi-deildina þegar hann ákvað að skipta úr Fylki í Fjölni. Fylkir spilar í Pepsi-deildinni í sumar en Fjölni í Inkasso deildinni. Albert skoraði þrennu í síðasta deildarleik sínum með Fylki og er langmarkahæsti leikmaður félagsins í efstu deild með 56 mörk. Þrennan kom einmitt í leik á móti Fjölnisliðinu sem nýtur nú krafta hans í sumar. Albert skrifaði um félagsskiptin inn á Fésbóknina í gær þar sem hann þakkaði öllu Fylkisfólki fyrir árin saman í boltanum sem og stjórn Fylkis fyrir falleg skrif í yfirlýsingu félagsins. „Þessi ákvörðun er algjörlega komin frá mér, og er breyting sem mér fannst ég þurfa á þessum tímapunkti. Ég hef ekkert nema góða hluti um allt batteríið að segja, leikmenn, þjálfarateymið, stjórn og alla sem vinna að þessum frábæra klúbbi okkar,“ skrifaði Albert. Albert Brynjar Ingason skoraði 56 mörk í 167 leikjum með Fylki í efstu deild en hann hjálpaði einnig félaginu að vinna sér aftur sæti í Pepsi-deildinni sumarið 2017 þegar hann skoraði 14 mörk í 21 leik í Inkasso-deildinni. Albert mun nú reyna að endurtaka leikinn með Fjölni í sumar. Albert lék alls tólf tímabil með Fylki en hann kom tvisvar aftur til félagsins, fyrst árið 2009 frá Val og svo aftur árið 2014 frá FH. Albert skoraði 79 mörk í 205 deildar- og bikarleikjum með Árbæjarfélaginu. „Ég geng frá borði með í kringum 300 leiki fyrir félagið og markahæstur í sögu félagsins í efstu deild og er stoltur af því. Kveð Fylki með miklum söknuði en að sama skapi virkilega spenntur fyrir nýrri áskorun með Fjölni,“ skrifaði Albert en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Albert Brynjar úr appelsínugulu í gult Albert Brynjar Ingason er búinn að færa sig um set en hann hefur gengið í raðir Fylkis frá Fjölni. 5. febrúar 2019 19:48 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 7-0 | Fjölnismenn niðurlægðir í Árbænum Fylkismenn tóku á móti Fjölni í 22.umferðinni í Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið höfðu að litlu að keppa en fyrir leik var Fjölnir fallið og Fylkismenn voru öruggir með sæti sitt. 29. september 2018 17:30 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Albert Brynjar Ingason kvaddi í gær uppeldisfélagið og Pepsi-deildina þegar hann ákvað að skipta úr Fylki í Fjölni. Fylkir spilar í Pepsi-deildinni í sumar en Fjölni í Inkasso deildinni. Albert skoraði þrennu í síðasta deildarleik sínum með Fylki og er langmarkahæsti leikmaður félagsins í efstu deild með 56 mörk. Þrennan kom einmitt í leik á móti Fjölnisliðinu sem nýtur nú krafta hans í sumar. Albert skrifaði um félagsskiptin inn á Fésbóknina í gær þar sem hann þakkaði öllu Fylkisfólki fyrir árin saman í boltanum sem og stjórn Fylkis fyrir falleg skrif í yfirlýsingu félagsins. „Þessi ákvörðun er algjörlega komin frá mér, og er breyting sem mér fannst ég þurfa á þessum tímapunkti. Ég hef ekkert nema góða hluti um allt batteríið að segja, leikmenn, þjálfarateymið, stjórn og alla sem vinna að þessum frábæra klúbbi okkar,“ skrifaði Albert. Albert Brynjar Ingason skoraði 56 mörk í 167 leikjum með Fylki í efstu deild en hann hjálpaði einnig félaginu að vinna sér aftur sæti í Pepsi-deildinni sumarið 2017 þegar hann skoraði 14 mörk í 21 leik í Inkasso-deildinni. Albert mun nú reyna að endurtaka leikinn með Fjölni í sumar. Albert lék alls tólf tímabil með Fylki en hann kom tvisvar aftur til félagsins, fyrst árið 2009 frá Val og svo aftur árið 2014 frá FH. Albert skoraði 79 mörk í 205 deildar- og bikarleikjum með Árbæjarfélaginu. „Ég geng frá borði með í kringum 300 leiki fyrir félagið og markahæstur í sögu félagsins í efstu deild og er stoltur af því. Kveð Fylki með miklum söknuði en að sama skapi virkilega spenntur fyrir nýrri áskorun með Fjölni,“ skrifaði Albert en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Albert Brynjar úr appelsínugulu í gult Albert Brynjar Ingason er búinn að færa sig um set en hann hefur gengið í raðir Fylkis frá Fjölni. 5. febrúar 2019 19:48 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 7-0 | Fjölnismenn niðurlægðir í Árbænum Fylkismenn tóku á móti Fjölni í 22.umferðinni í Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið höfðu að litlu að keppa en fyrir leik var Fjölnir fallið og Fylkismenn voru öruggir með sæti sitt. 29. september 2018 17:30 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Albert Brynjar úr appelsínugulu í gult Albert Brynjar Ingason er búinn að færa sig um set en hann hefur gengið í raðir Fylkis frá Fjölni. 5. febrúar 2019 19:48
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 7-0 | Fjölnismenn niðurlægðir í Árbænum Fylkismenn tóku á móti Fjölni í 22.umferðinni í Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið höfðu að litlu að keppa en fyrir leik var Fjölnir fallið og Fylkismenn voru öruggir með sæti sitt. 29. september 2018 17:30