Þetta er versta tap LeBron á ferlinum en tvisvar sinnum áður hefur hann verið í liði sem tapar með 36 stigum. Mest var Indiana 46 stigum yfir en liðið setti upp skotsýningu fyrir utan þriggja stiga línuna.
Indiana skoraði 19 þriggja stiga körfur sem er félagsmet en Bojan Bogdanovic skoraði fjóra þrista og var stigahæstur heimamanna með 24 stig. Myles Turner skoraði 22 en þrír varamenn Indiana skoruðu 17 stig hver.
„Þeir skoruðu 33 stig eftir að hirða boltann af okkur 19 sinnum og það var alveg frá byrjun leiksins. Við getum ekki verið í svona eltingarleik. Ég held að við höfum verið svolítið þreyttir eftir flugið,“ sagði svekktur LeBron James eftir leik.
„Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem að við fljúgum svona þvert yfir landið en það breytir því ekki að við vorum ekki með rétt viðhorf í varnarleiknum og þeir refsuðu okkur fyrir það,“ sagði LeBron James.
Úrslit næturinnar:
Charlotte Hortnets - LA Clippers 115-117
Cleveland Cavaliers - Boston Celtics 96-103
Indiana Pacers - LA Lakers 136-94
NY Knicks - Detroit Pistons 92-105
Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 107-119
Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 108-106
OKC Thunder - Orlando Magic 132-122
Portland Trail Blazers - Miami Heat 108-118