Holur hljómur Bolla Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 08:00 Fyrir margt löngu lét íslenskur sjávarútvegsráðherra þau orð falla að „…?við lifum ekki á varkárninni einni saman“. Þetta sagði hann eftir að Hafrannsóknastofnun hafði birt svarta skýrslu um ástand þorskstofnsins. Síðan eru liðin mörg ár og menn hafa komist að því, eftir bitra reynslu, að við lifum einmitt á varkárninni þegar kemur að umgengni við auðlindir sjávar. Við hana má svo bæta góðu skipulagi við veiðar og eljusemi sjávarútvegsfyrirtækja og sjómanna. Lykilhlutverkið í merkilegri sögu sjávarútvegs hér á landi er aflamarkskerfið, öðru nafni kvótakerfið. Efasemdarmenn voru nokkrir í upphafi. Einn þeirra var Bolli Héðinsson hagfræðingur sem skrifar gjarnan um sjávarútvegsmál á opinberum vettvangi. Þegar aflamarkskerfið var að festa sig í sessi í kringum árið 1986 taldi Bolli Héðinsson það afleik og leist honum illa á. Um það skrifaði hann meðal annars í Sjómannablaðið Víking. Bolli sagði á þeim tíma að finna yrði kerfi sem gerði sjósókn sem arðbærasta. Hann taldi að kvótakerfið skekkti „…?talsvert þá framtíðarsýn, sem við ættum að geta gefið okkur um arðbæra útgerð“. Hvatti Bolli til þess að leitað yrði nýrra leiða.Náttúra tímans Tíminn er þeirri náttúru gæddur að hann getur látið fortíðina líta furðulega út þegar maður speglar hana í samtímanum. Það sem er viðeigandi í dag á kannski engan veginn við á morgun. Það á einmitt við í þessu tilfelli. Bolli hélt því fram í nefndri grein að kvótakerfið myndi ekki leiða til arðbærs sjávarútvegs og ekki nóg með það, hann taldi að kerfið myndi draga úr hagkvæmni. Það sem gerðist var þveröfugt. Kvótakerfið reyndist grunnforsenda þess að sjávarútvegur varð arðbær og hagkvæmur. Færum okkur þá rúm þrjátíu ár fram í tímann og gaumgæfum hvað það er sem Bolli Héðinsson vill í dag. Jú, hann telur að sjávarútvegsfyrirtæki hafi það í raun allt of gott og greiði ekki nóg til samfélagsins, svo sem lesa má af nýlegum skrifum hans. Kerfið sem Bolli Héðinsson taldi að þyrfti að afnema, er í raun grundvöllur fyrir því að sjávarútvegurinn getur greitt milljarða króna á hverju ári í veiðigjald og aðra skatta. Af þessum sökum verða skrifin nokkuð spaugileg. Þess má í framhjáhlaupi geta að sjávarútvegur er eina atvinnugreinin sem greiðir auðlindagjald og samkvæmt skýrslu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins Mackinsey er sjávarútvegur önnur tveggja atvinnugreina á Íslandi þar sem framleiðni vinnuafls er á pari við nágrannaþjóðir.Reynslan er ólygnust Það má svo sem rifja upp fleiri ummæli Bolla Héðinssonar um sjávarútvegsmál. Í grein í Ægi snemma á níunda áratugnum spurði hann hvort það ætti að vera í höndum Hafrannsóknastofnunar að ákveða hámarksafla. Hann taldi að svo ætti ekki að vera. Honum er að sjálfsögðu vorkunn, það voru svo sem fleiri á þeirri skoðun; að vísindin ætti eingöngu að hafa til hliðsjónar. Tíminn og reynslan hafa hins vegar einnig leitt okkur fyrir sjónir að vísindin eiga að varða veginn við ákvörðun á hámarksafla, ekki duttlungar stjórnmálamanna hvers tíma. Ef læra má af sögunni, þá væri það líklega síst til eftirbreytni að treysta hugleiðingum Bolla Héðinssonar þegar kemur að sjávarútvegi. Óvild hans í garð sjávarútvegs er þó að vissu leyti skiljanleg. Það veldur eðlilega gremju þegar ekkert verður úr bölsótinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu lét íslenskur sjávarútvegsráðherra þau orð falla að „…?við lifum ekki á varkárninni einni saman“. Þetta sagði hann eftir að Hafrannsóknastofnun hafði birt svarta skýrslu um ástand þorskstofnsins. Síðan eru liðin mörg ár og menn hafa komist að því, eftir bitra reynslu, að við lifum einmitt á varkárninni þegar kemur að umgengni við auðlindir sjávar. Við hana má svo bæta góðu skipulagi við veiðar og eljusemi sjávarútvegsfyrirtækja og sjómanna. Lykilhlutverkið í merkilegri sögu sjávarútvegs hér á landi er aflamarkskerfið, öðru nafni kvótakerfið. Efasemdarmenn voru nokkrir í upphafi. Einn þeirra var Bolli Héðinsson hagfræðingur sem skrifar gjarnan um sjávarútvegsmál á opinberum vettvangi. Þegar aflamarkskerfið var að festa sig í sessi í kringum árið 1986 taldi Bolli Héðinsson það afleik og leist honum illa á. Um það skrifaði hann meðal annars í Sjómannablaðið Víking. Bolli sagði á þeim tíma að finna yrði kerfi sem gerði sjósókn sem arðbærasta. Hann taldi að kvótakerfið skekkti „…?talsvert þá framtíðarsýn, sem við ættum að geta gefið okkur um arðbæra útgerð“. Hvatti Bolli til þess að leitað yrði nýrra leiða.Náttúra tímans Tíminn er þeirri náttúru gæddur að hann getur látið fortíðina líta furðulega út þegar maður speglar hana í samtímanum. Það sem er viðeigandi í dag á kannski engan veginn við á morgun. Það á einmitt við í þessu tilfelli. Bolli hélt því fram í nefndri grein að kvótakerfið myndi ekki leiða til arðbærs sjávarútvegs og ekki nóg með það, hann taldi að kerfið myndi draga úr hagkvæmni. Það sem gerðist var þveröfugt. Kvótakerfið reyndist grunnforsenda þess að sjávarútvegur varð arðbær og hagkvæmur. Færum okkur þá rúm þrjátíu ár fram í tímann og gaumgæfum hvað það er sem Bolli Héðinsson vill í dag. Jú, hann telur að sjávarútvegsfyrirtæki hafi það í raun allt of gott og greiði ekki nóg til samfélagsins, svo sem lesa má af nýlegum skrifum hans. Kerfið sem Bolli Héðinsson taldi að þyrfti að afnema, er í raun grundvöllur fyrir því að sjávarútvegurinn getur greitt milljarða króna á hverju ári í veiðigjald og aðra skatta. Af þessum sökum verða skrifin nokkuð spaugileg. Þess má í framhjáhlaupi geta að sjávarútvegur er eina atvinnugreinin sem greiðir auðlindagjald og samkvæmt skýrslu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins Mackinsey er sjávarútvegur önnur tveggja atvinnugreina á Íslandi þar sem framleiðni vinnuafls er á pari við nágrannaþjóðir.Reynslan er ólygnust Það má svo sem rifja upp fleiri ummæli Bolla Héðinssonar um sjávarútvegsmál. Í grein í Ægi snemma á níunda áratugnum spurði hann hvort það ætti að vera í höndum Hafrannsóknastofnunar að ákveða hámarksafla. Hann taldi að svo ætti ekki að vera. Honum er að sjálfsögðu vorkunn, það voru svo sem fleiri á þeirri skoðun; að vísindin ætti eingöngu að hafa til hliðsjónar. Tíminn og reynslan hafa hins vegar einnig leitt okkur fyrir sjónir að vísindin eiga að varða veginn við ákvörðun á hámarksafla, ekki duttlungar stjórnmálamanna hvers tíma. Ef læra má af sögunni, þá væri það líklega síst til eftirbreytni að treysta hugleiðingum Bolla Héðinssonar þegar kemur að sjávarútvegi. Óvild hans í garð sjávarútvegs er þó að vissu leyti skiljanleg. Það veldur eðlilega gremju þegar ekkert verður úr bölsótinu.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun