Formaður fjárlaganefndar í vandræðum í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2019 20:00 Það fer mikið fyrir formanni fjárlaganefndar í Hveragerði þessa dagana þar sem hann kemur sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði þar sem úr verður hrærigrautur, misskilningur og lygar. Hér erum við að tala um nýjasta leikrit Leikfélags Hveragerðis, „Tveir tvöfaldir“ sem er sprenghlægilegur farsi. Það gekk mikið á í húsnæði Leikfélags Hveragerðis í gærkvöldi þegar frumsýningin fór fram á sviðinu. „Tveir tvöfaldir“ er eftir breska leikskáldið Ray Cooney í íslenskri þýðingu Árna Ibsen. Leikritið gerist á hóteli en þar tekst formanni fjárlaganefndar Alþingis að koma sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði með því að skrópa á nefndarfundi til að eiga stund með hjákonu sinni. Hreinlyndur og saklaus aðstoðarmaður þingmannsins klúðrar hins vegar málunum og úr verður allskonar misskilningur með tilheyrandi hurðaskellum og látum. Guðmundur Erlingsson leikur Orm Karlsson, formann fjárlaganefndar. „Þetta er geggjað hlutverk en ég efast nú um að þetta sé svona spennandi í lífinu enda vona ég svo innilega að þeir vinni ekki svona eins og ég gerði í kvöld. Það er mikið tempó í sýningunni og mikill hraði, þetta tekur bara virkilega á, sem gamall fótboltamaður þá er þetta bara eins og að spila fótboltaleik“. Verkið er sprenghlægilegur farsi þar sem leikararnir fara á kostum.Magnús HlynurMaríu Sigurðardóttur, leikstjóra og leikurunum var fagnað með miklu lófaklappi í lok sýningar. „Ég er svo ánægð og ég er svo stolt, þau eru búin að standa sig svo vel. Það er búið að ganga á ýmsu hjá okkur, við erum t.d. búin að lenda í því að einn leikarinn okkar lendi í alvarlegu bílslysi og þurfti að hætta við, þá tók bara næsti við, þau eru alveg brilljant, fannst þér það ekki,“ segir María. Steindór Gestsson, heiðursfélagi, ásamt Kristínu Björgu Jóhannesdóttur, sem er einnig heiðursfélagi og eini núlifandi stofnfélagi Leikfélags Hveragerðis en hún er 90 ára.Magnús HlynurSteindór Gestsson sem hefur leikið með Leikfélagi Hveragerðis í að verða 50 ár var gerður að heiðursfélaga á frumsýningunni. „Þetta gjörsamlega setti mig flatan, maður er að vísu búin að vera í mörg ár í þessu hérna en þessu átti ég ekki von á núna. Þetta er ódrepandi leikfélag, frá 1947 hefur ekki dottið út sýning, það er alveg einstakt“, segir Steindór. Hveragerði Leikhús Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Það fer mikið fyrir formanni fjárlaganefndar í Hveragerði þessa dagana þar sem hann kemur sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði þar sem úr verður hrærigrautur, misskilningur og lygar. Hér erum við að tala um nýjasta leikrit Leikfélags Hveragerðis, „Tveir tvöfaldir“ sem er sprenghlægilegur farsi. Það gekk mikið á í húsnæði Leikfélags Hveragerðis í gærkvöldi þegar frumsýningin fór fram á sviðinu. „Tveir tvöfaldir“ er eftir breska leikskáldið Ray Cooney í íslenskri þýðingu Árna Ibsen. Leikritið gerist á hóteli en þar tekst formanni fjárlaganefndar Alþingis að koma sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði með því að skrópa á nefndarfundi til að eiga stund með hjákonu sinni. Hreinlyndur og saklaus aðstoðarmaður þingmannsins klúðrar hins vegar málunum og úr verður allskonar misskilningur með tilheyrandi hurðaskellum og látum. Guðmundur Erlingsson leikur Orm Karlsson, formann fjárlaganefndar. „Þetta er geggjað hlutverk en ég efast nú um að þetta sé svona spennandi í lífinu enda vona ég svo innilega að þeir vinni ekki svona eins og ég gerði í kvöld. Það er mikið tempó í sýningunni og mikill hraði, þetta tekur bara virkilega á, sem gamall fótboltamaður þá er þetta bara eins og að spila fótboltaleik“. Verkið er sprenghlægilegur farsi þar sem leikararnir fara á kostum.Magnús HlynurMaríu Sigurðardóttur, leikstjóra og leikurunum var fagnað með miklu lófaklappi í lok sýningar. „Ég er svo ánægð og ég er svo stolt, þau eru búin að standa sig svo vel. Það er búið að ganga á ýmsu hjá okkur, við erum t.d. búin að lenda í því að einn leikarinn okkar lendi í alvarlegu bílslysi og þurfti að hætta við, þá tók bara næsti við, þau eru alveg brilljant, fannst þér það ekki,“ segir María. Steindór Gestsson, heiðursfélagi, ásamt Kristínu Björgu Jóhannesdóttur, sem er einnig heiðursfélagi og eini núlifandi stofnfélagi Leikfélags Hveragerðis en hún er 90 ára.Magnús HlynurSteindór Gestsson sem hefur leikið með Leikfélagi Hveragerðis í að verða 50 ár var gerður að heiðursfélaga á frumsýningunni. „Þetta gjörsamlega setti mig flatan, maður er að vísu búin að vera í mörg ár í þessu hérna en þessu átti ég ekki von á núna. Þetta er ódrepandi leikfélag, frá 1947 hefur ekki dottið út sýning, það er alveg einstakt“, segir Steindór.
Hveragerði Leikhús Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði