Kjaraviðræður á betri stað en margir óttuðust Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 11:17 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi stöðu kjaramála í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fréttablaðið/Eyþór Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bindur vonir við að farið sé að síga á seinni hluta kjaraviðræðna og telur þær á betri stað en margir óttuðust fyrir fram. Hann viðurkennir þó að hægar gangi í viðræðum við þá hópa sem vísuðu kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara. Kjarasamningar á almennum markaði losnuðu um áramótin og fjögur stéttarfélög vísuðu deilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara; VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Halldór Benjamín að þó að kjaraviðræður væru tafsamar og flóknar leyfði hann sér að líta svo á að glasið væri hálffullt. Viðræðurnar séu á betri stað en margir óttuðust. „Ég bind vonir við það að það sé farið að síga á seinni hluta þessara viðræðna. Ég vil vona það og ég trúi því,“ sagði hann. Spurður út í viðræðurnar hjá ríkissáttasemjara viðurkenndi Halldór Benjamín að þær væru skemmra á veg komnar en hinar sem fara fram án atbeina sáttasemjara. „Það er einhver hreyfing á málunum en ég ætla ekki að ganga of langt og segja að þessar viðræður hjá ríkissáttasemjara séu komnar langt, þær eru komnar skemur en maður hefði kosið,“ sagði Halldór Benjamín. Það að viðræðurnar séu nú háðar dagskrárvaldi ríkissáttasemjara hefur hægt verulega á þeim, að mati framkvæmdastjórans sem segist aldrei hafa verið talsmaður þess að fara með viðræðurnar þangað. Eðlilegra hefði verið að halda áfram í þeim takti sem samninganefndir SA og félaganna hefðu unnið eftir áður.Opin fyrir innspýtingu í barnabótakerfið Tillögur ASÍ um fjölgun skattþrepa bárust einnig til tals í þættinum. Halldór Benjamín sagðist ekki tilbúinn að útfæra skattatillögur ASÍ eins og þær liggja fyrir. Hann væri ekki talsmaður þess að umbylta stórum kerfum heldur að þróa þau jafnt og þétt áfram. SA væru þó reiðubúin að koma að borðinu um þróun á núverandi skattkerfi. Sérstaklega nefndi Halldór Benjamín barnabótakerfið sem hann telur skilvirka leið til að koma fjármunum í gegnum tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins til hóps fólks sem samfélagsleg sátt ríki um að eigi að njóta aðstoðar, tiltölulega ungs fólks sem er að koma upp fjölskyldu. „Ég get séð fyrir mér að með því að spýta í barnabótakerfið getum við náð til mjög stórs hóps manna sem eru undir í þessum kjarasamningsviðræðum á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þetta væri til dæmis leið sem Samtök atvinnulífsins myndu styðja,“ sagði hann. Kjaramál Sprengisandur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bindur vonir við að farið sé að síga á seinni hluta kjaraviðræðna og telur þær á betri stað en margir óttuðust fyrir fram. Hann viðurkennir þó að hægar gangi í viðræðum við þá hópa sem vísuðu kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara. Kjarasamningar á almennum markaði losnuðu um áramótin og fjögur stéttarfélög vísuðu deilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara; VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Halldór Benjamín að þó að kjaraviðræður væru tafsamar og flóknar leyfði hann sér að líta svo á að glasið væri hálffullt. Viðræðurnar séu á betri stað en margir óttuðust. „Ég bind vonir við það að það sé farið að síga á seinni hluta þessara viðræðna. Ég vil vona það og ég trúi því,“ sagði hann. Spurður út í viðræðurnar hjá ríkissáttasemjara viðurkenndi Halldór Benjamín að þær væru skemmra á veg komnar en hinar sem fara fram án atbeina sáttasemjara. „Það er einhver hreyfing á málunum en ég ætla ekki að ganga of langt og segja að þessar viðræður hjá ríkissáttasemjara séu komnar langt, þær eru komnar skemur en maður hefði kosið,“ sagði Halldór Benjamín. Það að viðræðurnar séu nú háðar dagskrárvaldi ríkissáttasemjara hefur hægt verulega á þeim, að mati framkvæmdastjórans sem segist aldrei hafa verið talsmaður þess að fara með viðræðurnar þangað. Eðlilegra hefði verið að halda áfram í þeim takti sem samninganefndir SA og félaganna hefðu unnið eftir áður.Opin fyrir innspýtingu í barnabótakerfið Tillögur ASÍ um fjölgun skattþrepa bárust einnig til tals í þættinum. Halldór Benjamín sagðist ekki tilbúinn að útfæra skattatillögur ASÍ eins og þær liggja fyrir. Hann væri ekki talsmaður þess að umbylta stórum kerfum heldur að þróa þau jafnt og þétt áfram. SA væru þó reiðubúin að koma að borðinu um þróun á núverandi skattkerfi. Sérstaklega nefndi Halldór Benjamín barnabótakerfið sem hann telur skilvirka leið til að koma fjármunum í gegnum tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins til hóps fólks sem samfélagsleg sátt ríki um að eigi að njóta aðstoðar, tiltölulega ungs fólks sem er að koma upp fjölskyldu. „Ég get séð fyrir mér að með því að spýta í barnabótakerfið getum við náð til mjög stórs hóps manna sem eru undir í þessum kjarasamningsviðræðum á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þetta væri til dæmis leið sem Samtök atvinnulífsins myndu styðja,“ sagði hann.
Kjaramál Sprengisandur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira