RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 20:57 Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. Anton Brink Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík, segir að það sé gott að tryggja fjölbreytni í hópi viðmælenda hjá Ríkisútvarpinu en að það sé of langt seilst að birta viðtal við „manneskju sem hefur tattúerað upphafsstafi Adolfs Hitlers á hálsinn á sér (18 sem stendur fyrir AH)“. Ingibjörg Sólrún lét í ljós skoðun sína á Facebook-síðunni sinni í dag. Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sjónvarpa viðtali við íslenska konu sem skilgreinir sig sjálf sem þjóðernissina og „kippir sér ekki upp við að vera kölluð nasisti“ hefur sætt gagnrýni og hefur málið farið hátt á samfélagsmiðlum að undanförnu. Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, tveggja barna móðir í Reykjavík, er viðmælandi í þættinum „Paradísarheimt“ sem er í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar sjónvarpsmanns. Í lýsingu þáttarins á vef RÚV segir að þar ræði Jón við „fólk sem syndir á móti straumnum og er svolítið öðruvísi en flest annað fólk“. Þátturinn verður á dagskrá RÚV annað kvöld klukkan 20:25. Sjá nánar: Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun „Skoðanir hennar eru ekki aðeins skoðanir sem falla ekki í kramið hjá „hinum venjulegu“, heldur leiddu slíkar skoðanir til helfararinnar og annarra voðaverka sem alþjóðasamfélagið, þar með talið Ísland, hefur sammælst um að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að verði endurtekin,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. Hún segir jafnframt að ekki verði komið í veg fyrir að sagan endurtaki sig með því að koma á framfæri sjónarmiðum fólks með viðlíka sjónarmið við alla landsmenn. Betri leið til þess sé að „upplýsa fólk um það sem gerðist og tala fyrir umburðarlyndi og jafnrétti og gegn fordómum og mismunun hvort sem er á grundvelli trúarbragða, litarháttar, uppruna eða annarra þátta“.Þurfi að vera hægt að ræða um allt Jón Ársæll var spurður út í viðtalið í Vikunni með Gísla Marteini gærkvöldi. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að best sé að tala um hlutina í stað þess að þegja þá í hel. Landsmenn þurfi að geta talað um allt. „Það er ekki hægt að taka eitthvað sem má alls ekki tala um, eða má ekki vera á dagskrá.“ Nasismi ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með Ingibjörgu Sólrúnu og sagði að með viðtalinu væri verið að veita skoðunum sem þessum lögmæti. „Hér er verið að breiða út hatur og gera nasisma að „hverri annarri skoðun,“ skrifar Guðmundur Andri. Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, segir nasisma ekki vera skoðun. „Hann er ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis og mannréttinda. Samfélag lýðræðis og mannréttinda er ekki sjálfgefið og það þarf að verja“. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík, segir að það sé gott að tryggja fjölbreytni í hópi viðmælenda hjá Ríkisútvarpinu en að það sé of langt seilst að birta viðtal við „manneskju sem hefur tattúerað upphafsstafi Adolfs Hitlers á hálsinn á sér (18 sem stendur fyrir AH)“. Ingibjörg Sólrún lét í ljós skoðun sína á Facebook-síðunni sinni í dag. Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sjónvarpa viðtali við íslenska konu sem skilgreinir sig sjálf sem þjóðernissina og „kippir sér ekki upp við að vera kölluð nasisti“ hefur sætt gagnrýni og hefur málið farið hátt á samfélagsmiðlum að undanförnu. Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, tveggja barna móðir í Reykjavík, er viðmælandi í þættinum „Paradísarheimt“ sem er í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar sjónvarpsmanns. Í lýsingu þáttarins á vef RÚV segir að þar ræði Jón við „fólk sem syndir á móti straumnum og er svolítið öðruvísi en flest annað fólk“. Þátturinn verður á dagskrá RÚV annað kvöld klukkan 20:25. Sjá nánar: Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun „Skoðanir hennar eru ekki aðeins skoðanir sem falla ekki í kramið hjá „hinum venjulegu“, heldur leiddu slíkar skoðanir til helfararinnar og annarra voðaverka sem alþjóðasamfélagið, þar með talið Ísland, hefur sammælst um að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að verði endurtekin,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. Hún segir jafnframt að ekki verði komið í veg fyrir að sagan endurtaki sig með því að koma á framfæri sjónarmiðum fólks með viðlíka sjónarmið við alla landsmenn. Betri leið til þess sé að „upplýsa fólk um það sem gerðist og tala fyrir umburðarlyndi og jafnrétti og gegn fordómum og mismunun hvort sem er á grundvelli trúarbragða, litarháttar, uppruna eða annarra þátta“.Þurfi að vera hægt að ræða um allt Jón Ársæll var spurður út í viðtalið í Vikunni með Gísla Marteini gærkvöldi. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að best sé að tala um hlutina í stað þess að þegja þá í hel. Landsmenn þurfi að geta talað um allt. „Það er ekki hægt að taka eitthvað sem má alls ekki tala um, eða má ekki vera á dagskrá.“ Nasismi ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með Ingibjörgu Sólrúnu og sagði að með viðtalinu væri verið að veita skoðunum sem þessum lögmæti. „Hér er verið að breiða út hatur og gera nasisma að „hverri annarri skoðun,“ skrifar Guðmundur Andri. Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, segir nasisma ekki vera skoðun. „Hann er ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis og mannréttinda. Samfélag lýðræðis og mannréttinda er ekki sjálfgefið og það þarf að verja“.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00