Verslunarfólk fagnar dauðadómi plastpoka Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. febrúar 2019 07:15 Umhverfisráðherra tekur stríðið gegn plasti föstum tökum. Fréttablaðið/Eyþór Framkvæmdastjórar Krónunnar og Samkaupa fagna frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þar sem skorin er upp herör gegn plastpokum. Verslanirnar segja bannið við að afhenda burðarpoka úr plasti án endurgjalds sem kemur til framkvæmda í sumar og endanlegt bann við afhendingu slíkra poka í ársbyrjun 2021 vera í takt við þeirra áherslur og eitthvað sem kallað hafi verið eftir. „Við höfðum heyrt af þessu og höfum verið að þrýsta á svona aðgerðir í langan tíma þannig að við fögnum þessu frumvarpi,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Eins og komið hefur fram er um að ræða innleiðingu á tilskipun ESB en frumvarp Guðmundar Inga gengur lengra en lágmarkskröfur tilskipunarinnar gera ráð fyrir. „Við erum mjög jákvæð gagnvart þessum breytingum og þetta er í takt við okkar áherslur,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Hún segir að fyrir liggi að verslanir Krónunnar verði plastpokalausar með öllu fyrir lok ársins. Frumvarpið rími því vel við áherslur fyrirtækisins um minni plastnotkun. Aðspurð segir Gréta María að litlu plastpokarnir sem fáanlegir hafa verið án endurgjalds, á rúllum við kassa og við ávaxtastanda, muni hverfa úr verslunum Krónunnar og aðrar lausnir komi í staðinn. Plastburðarpokar þeir sem enn eru til sölu séu úr 80 prósent endurunnu plasti. „En þeir hverfa úr búðum Krónunnar á næstu mánuðum.“ Gunnar Egill segir að Samkaup, sem rekur auk Samkaupsverslana einnig Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina og Seljakjör, hafi farið í umhverfisvænni poka með minna plastinnihaldi fyrir nokkrum árum og unnið markvisst að því að hvetja til notkunar á fjölnotapokum og birgja til að huga að umhverfisvænni lausnum. Gunnar Egill segir að litlu ókeypis plastpokarnir muni væntanlega heyra sögunni til að auki. „Mér finnst líklegt að við fjarlægjum þá alfarið frekar en að rukka fyrir þá gjald en við erum að skoða aðrar lausnir sem gætu leyst það af hólmi.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Framkvæmdastjórar Krónunnar og Samkaupa fagna frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þar sem skorin er upp herör gegn plastpokum. Verslanirnar segja bannið við að afhenda burðarpoka úr plasti án endurgjalds sem kemur til framkvæmda í sumar og endanlegt bann við afhendingu slíkra poka í ársbyrjun 2021 vera í takt við þeirra áherslur og eitthvað sem kallað hafi verið eftir. „Við höfðum heyrt af þessu og höfum verið að þrýsta á svona aðgerðir í langan tíma þannig að við fögnum þessu frumvarpi,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Eins og komið hefur fram er um að ræða innleiðingu á tilskipun ESB en frumvarp Guðmundar Inga gengur lengra en lágmarkskröfur tilskipunarinnar gera ráð fyrir. „Við erum mjög jákvæð gagnvart þessum breytingum og þetta er í takt við okkar áherslur,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Hún segir að fyrir liggi að verslanir Krónunnar verði plastpokalausar með öllu fyrir lok ársins. Frumvarpið rími því vel við áherslur fyrirtækisins um minni plastnotkun. Aðspurð segir Gréta María að litlu plastpokarnir sem fáanlegir hafa verið án endurgjalds, á rúllum við kassa og við ávaxtastanda, muni hverfa úr verslunum Krónunnar og aðrar lausnir komi í staðinn. Plastburðarpokar þeir sem enn eru til sölu séu úr 80 prósent endurunnu plasti. „En þeir hverfa úr búðum Krónunnar á næstu mánuðum.“ Gunnar Egill segir að Samkaup, sem rekur auk Samkaupsverslana einnig Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina og Seljakjör, hafi farið í umhverfisvænni poka með minna plastinnihaldi fyrir nokkrum árum og unnið markvisst að því að hvetja til notkunar á fjölnotapokum og birgja til að huga að umhverfisvænni lausnum. Gunnar Egill segir að litlu ókeypis plastpokarnir muni væntanlega heyra sögunni til að auki. „Mér finnst líklegt að við fjarlægjum þá alfarið frekar en að rukka fyrir þá gjald en við erum að skoða aðrar lausnir sem gætu leyst það af hólmi.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira