Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 13:24 Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. Forystufólk Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur og VR komu saman til þriggja tíma fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Kaffihlé var gert á fundinum rétt fyrir ellefu. Þá sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að verið væri að ræða fjölmörg mál frá undirhópum á fundinum. „Það er verið að ræða bæði hvort við getum náð einhverjum lendingum í þeim málum eða hvort við þurfum að koma þeim í einhvern betri farveg. Þannig að þetta er langur verkefnalisti og við erum að vinna þetta niður,” segir Ragnar Þór. Nýlegri skýrslu átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum hefur verið vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins og Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á allra næstu vikum. „Það er alveg ljóst að nú eru viðræður við stjórnvöld komnar af stað. Við munum ekki gefa þessu allt of langan tíma. En vonandi fer þetta aðeins að rúlla í okkar átt.”En eru ekki forsendan að semja að lokum við stjórnvöld að samningar hafi fyrst tekist við samtök atvinnulífsins? „Þetta helst allt í hendur. Það sama má segja um SA, við getum ekki náð saman um stóru liðina eins og launaliðinn og fleira fyrr en við vitum hvað við komumst langt með samninga um kerfisbreytingar. Raunverulegar kerfisbreytingar við stjórnvöld,” segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir langan fund hjá ríkissáttasemjara í dag til marks um að vinnan við samningagerðina sé komin á fullan skrið. „Það eru mörg mál sem við þurfum að ræða. Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman,” segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins setji enga afarkosti varðandi tímasetningar og gang viðræðna. Hann vonist þó til að samningar takist í þessum mánuði. „Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar enda mikilvægt að okkur takist að byggja ofan á þann góða grunn sem við höfum undanfarin þrjú ár. Það er markmið okkar með kjarasamningunum og það er verkefnið sem okkur ber að leysa,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. Forystufólk Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur og VR komu saman til þriggja tíma fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Kaffihlé var gert á fundinum rétt fyrir ellefu. Þá sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að verið væri að ræða fjölmörg mál frá undirhópum á fundinum. „Það er verið að ræða bæði hvort við getum náð einhverjum lendingum í þeim málum eða hvort við þurfum að koma þeim í einhvern betri farveg. Þannig að þetta er langur verkefnalisti og við erum að vinna þetta niður,” segir Ragnar Þór. Nýlegri skýrslu átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum hefur verið vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins og Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á allra næstu vikum. „Það er alveg ljóst að nú eru viðræður við stjórnvöld komnar af stað. Við munum ekki gefa þessu allt of langan tíma. En vonandi fer þetta aðeins að rúlla í okkar átt.”En eru ekki forsendan að semja að lokum við stjórnvöld að samningar hafi fyrst tekist við samtök atvinnulífsins? „Þetta helst allt í hendur. Það sama má segja um SA, við getum ekki náð saman um stóru liðina eins og launaliðinn og fleira fyrr en við vitum hvað við komumst langt með samninga um kerfisbreytingar. Raunverulegar kerfisbreytingar við stjórnvöld,” segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir langan fund hjá ríkissáttasemjara í dag til marks um að vinnan við samningagerðina sé komin á fullan skrið. „Það eru mörg mál sem við þurfum að ræða. Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman,” segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins setji enga afarkosti varðandi tímasetningar og gang viðræðna. Hann vonist þó til að samningar takist í þessum mánuði. „Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar enda mikilvægt að okkur takist að byggja ofan á þann góða grunn sem við höfum undanfarin þrjú ár. Það er markmið okkar með kjarasamningunum og það er verkefnið sem okkur ber að leysa,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira