„Kærastan fór að gráta og bróðir minn öskraði og æpti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 12:30 Nikola Jokic. Getty/Justin Tafoya NBA tilkynnti í gær hvaða fjórtán leikmenn bætast við byrjunarliðsmennina tíu í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fer fram í Charlotte seinna í þessum mánuði. Nikola Jokic er einn af fjórum nýliðum í Stjörnuleiknum í ár en miðherji Denver Nuggets hefur verið frábær á þessu tímabili. Hinir nýliðarnir eru Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers, Nikola Vucevic hjá Orlando Magic og Khris Middleton hjá Milwaukee Bucks. Það munaði mjög litlu að Luka Doncic yrði kosinn inn í byrjunarliðið en þjálfararnir, sem kusu varamennina, völdu hann ekki. Rudy Gobert hjá Utah Jazz var líka nálægt byrjunarliðinu en fékk ekki náð fyrir augum þjálfaranna. Rudy Gobert hefði fengið eina milljón í bónusgreiðslu, 120 milljónir, hefði hann verið valinn og þetta skipti hann því miklu máli peningalega.Making his FIRST #NBAAllStar appearance... Nikola Jokic of the @nuggets!#MileHighBasketball#NikolaJokicpic.twitter.com/a34tx7yK01 — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) February 1, 2019„Kærastan fór á gráta og bróðir minn öskraði og æpti,“ sagði Nikola Jokic um ástandið heima hjá honum þegar hann fékk fréttirnar um að hann fengi að spila í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn. Nikola Jokic á þetta svo sannarlega skilið en hann er með 20,1 stig, 10,4 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í deildini í vetur auk þess að hitta úr 51 prósent skota sinna utan af velli og 85 prósent vítanna. Hann er að hækka sig bæði í stigum og stoðsendingum frá því í fyrra þegar hann var með 18,5 stig og 6,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Denver Nuggets liðið er líka með annan besta árangurinn í Vesturdeildinni sem er mikil bæting frá því í fyrra þegar liðið endaði í 9. sæti og missti af úrslitakeppninni.The Western Conference @NBAAllStar Reserve Pool!@aldridge_12@AntDavis23 Nikola Jokic@Dame_Lillard@KlayThompson@KarlTowns@russwest44#NBAAllStarpic.twitter.com/BHu2JnxiHg — NBA (@NBA) February 1, 2019Varamennirnir sjö úr Vesturdeildinni eru: Russell Westbrook (áttunda skiptið), Klay Thompson (fimmta), Damian Lillard (fjórða), Anthony Davis (sjötta), LaMarcus Aldridge (sjöunda), Karl-Anthony Towns (annað skipti) og Nikola Jokic (nýliði). Byrjunarliðsmennirnir eru: LeBron James, Kevin Durant, Stephen Curry, James Harden og Paul George.The Eastern Conference @NBAAllStar Reserve Pool!@RealDealBeal23@blakegriffin23@Klow7@Khris22m@VicOladipo@BenSimmons25@NikolaVucevic#NBAAllStarpic.twitter.com/LfwuSBvA1P — NBA (@NBA) February 1, 2019Varamennirnir sjö úr Austurdeildinni eru: Bradley Beal (annað skiptið), Victor Oladipo (annað), Kyle Lowry (fimmta), Blake Griffin (sjötta), Ben Simmons (nýliði), Khris Middleton (nýliði) og Nikola Vucevic (nýliði). Byrjunarliðsmennirnir eru: Giannis Antetokounmpo, Joel Embiid, Kemba Walker, Kyrie Irving og Kawhi Leonard. LeBron James og Giannis Antetokounmpo fengu flest atkvæði og munu kjósa í lið sem síðan mætast í Stjörnuleiknum. Kosning þeirra fer að þessu sinni fram í beinni sjónvarpsútsendingu en hún var í felum í fyrra. NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Sjá meira
NBA tilkynnti í gær hvaða fjórtán leikmenn bætast við byrjunarliðsmennina tíu í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fer fram í Charlotte seinna í þessum mánuði. Nikola Jokic er einn af fjórum nýliðum í Stjörnuleiknum í ár en miðherji Denver Nuggets hefur verið frábær á þessu tímabili. Hinir nýliðarnir eru Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers, Nikola Vucevic hjá Orlando Magic og Khris Middleton hjá Milwaukee Bucks. Það munaði mjög litlu að Luka Doncic yrði kosinn inn í byrjunarliðið en þjálfararnir, sem kusu varamennina, völdu hann ekki. Rudy Gobert hjá Utah Jazz var líka nálægt byrjunarliðinu en fékk ekki náð fyrir augum þjálfaranna. Rudy Gobert hefði fengið eina milljón í bónusgreiðslu, 120 milljónir, hefði hann verið valinn og þetta skipti hann því miklu máli peningalega.Making his FIRST #NBAAllStar appearance... Nikola Jokic of the @nuggets!#MileHighBasketball#NikolaJokicpic.twitter.com/a34tx7yK01 — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) February 1, 2019„Kærastan fór á gráta og bróðir minn öskraði og æpti,“ sagði Nikola Jokic um ástandið heima hjá honum þegar hann fékk fréttirnar um að hann fengi að spila í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn. Nikola Jokic á þetta svo sannarlega skilið en hann er með 20,1 stig, 10,4 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í deildini í vetur auk þess að hitta úr 51 prósent skota sinna utan af velli og 85 prósent vítanna. Hann er að hækka sig bæði í stigum og stoðsendingum frá því í fyrra þegar hann var með 18,5 stig og 6,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Denver Nuggets liðið er líka með annan besta árangurinn í Vesturdeildinni sem er mikil bæting frá því í fyrra þegar liðið endaði í 9. sæti og missti af úrslitakeppninni.The Western Conference @NBAAllStar Reserve Pool!@aldridge_12@AntDavis23 Nikola Jokic@Dame_Lillard@KlayThompson@KarlTowns@russwest44#NBAAllStarpic.twitter.com/BHu2JnxiHg — NBA (@NBA) February 1, 2019Varamennirnir sjö úr Vesturdeildinni eru: Russell Westbrook (áttunda skiptið), Klay Thompson (fimmta), Damian Lillard (fjórða), Anthony Davis (sjötta), LaMarcus Aldridge (sjöunda), Karl-Anthony Towns (annað skipti) og Nikola Jokic (nýliði). Byrjunarliðsmennirnir eru: LeBron James, Kevin Durant, Stephen Curry, James Harden og Paul George.The Eastern Conference @NBAAllStar Reserve Pool!@RealDealBeal23@blakegriffin23@Klow7@Khris22m@VicOladipo@BenSimmons25@NikolaVucevic#NBAAllStarpic.twitter.com/LfwuSBvA1P — NBA (@NBA) February 1, 2019Varamennirnir sjö úr Austurdeildinni eru: Bradley Beal (annað skiptið), Victor Oladipo (annað), Kyle Lowry (fimmta), Blake Griffin (sjötta), Ben Simmons (nýliði), Khris Middleton (nýliði) og Nikola Vucevic (nýliði). Byrjunarliðsmennirnir eru: Giannis Antetokounmpo, Joel Embiid, Kemba Walker, Kyrie Irving og Kawhi Leonard. LeBron James og Giannis Antetokounmpo fengu flest atkvæði og munu kjósa í lið sem síðan mætast í Stjörnuleiknum. Kosning þeirra fer að þessu sinni fram í beinni sjónvarpsútsendingu en hún var í felum í fyrra.
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Sjá meira