Gulleyjan Hörður Ægisson skrifar 1. febrúar 2019 07:00 Stundum er sagt að Íslendingar hafi lítið lært af fjármálahruninu 2008. Slíkar fullyrðingar, sem virðast yfirleitt byggja á óljósum tilfinningum fólks, stangast hins vegar oftar en ekki á við raunveruleikann – sem betur fer. Einn helsti lærdómurinn af gjaldeyris- og bankakreppunni, að minnsta kosti í efnahagslegu tilliti, er sá að fyrir lítið, opið hagkerfi eins og Ísland skiptir öllu að viðhalda jafnvægi á greiðslujöfnuði þjóðarbúsins við útlönd. Aldrei aftur megum við komast í þá stöðu að hagkerfið verði rekið með blússandi viðskiptahalla ár eftir ár. Þá fyrst er ástæða til að hafa áhyggjur af harðri lendingu. Óhætt er að segja að algjör umskipti hafi orðið til hins betra í þessum efnum á skömmum tíma. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill og viðvarandi síðustu ár, jafnvel samhliða miklum hagvexti og hækkandi raungengi, og aldrei mælst meiri á lýðveldistímanum. Þrátt fyrir góðæri hafa Íslendingar með öðrum orðum ekki verið að eyða um efni fram. Þjóðhagslegur sparnaður, sem er ávallt birtingarmynd viðskiptaafgangs, er enn í hæstu hæðum. Fátt er í kortunum um að á þessu verði breyting á komandi árum. Þessi efnahagsþróun hefur valdið því að hrein erlend staða þjóðarbúsins hefur farið ört batnandi og er nú orðin ein sú besta í Evrópu. Staðan var jákvæð um 370 milljarða í september 2018, eða sem nemur 13,3 prósentum af landsframleiðslu, en aðeins sex ríki í Evrópusambandinu skora betur en Ísland á þann mælikvarða, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Ísland er komið í hóp með ríkjum á borð við Þýskaland, Holland, Lúxemborg og Svíþjóð í stað þess að verma botninn ásamt ríkjum í Suður-Evrópu. Litið nokkur ár aftur í tímann, þegar raunverulegar áhyggjur voru fyrir hendi um sjálfbærni skuldastöðunnar ef illa færi við losun fjármagnshafta, þá er þessi árangur um margt ótrúlegur. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér. Stöðugleikaskilyrði stjórnvalda og vel heppnuð áætlun um afnám hafta, þar sem kröfuhafar framseldu innlendar eignir að jafnvirði meira en 500 milljarða endurgjaldslaust til ríkisins, skipti sköpum. Ekkert er því til fyrirstöðu, með skynsamlegri hagstjórn og stöðugleika á vinnumarkaði, að staða þjóðarbúsins styrkist enn frekar á næstu árum. Hvaða þýðingu hefur það að Ísland hafi breyst frá því að vera fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptahalla, líkt og 1945 til 2008, og til þess að vera fjármagnsútflytjandi með viðskiptaafgang? Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á að sökum þessa ætti jafnvægisgengið að geta verið hærra en ella og langtímavextir farið lækkandi sem hefur einnig þau áhrif að við fáum til okkar vaxtatekjur frá útlendingum í stað þess að við séum að greiða vexti út úr landinu. Niðurstaðan er meiri kaupmáttur almennings. Sögulega séð hefur fylgifiskur uppsveiflna á Íslandi iðulega verið mikill viðskiptahalli sem hefur síðan að lokum framkallað gengisfall og verðbólgu. Aðeins meiriháttar stórslys, sem yrði þá vegna heimatilbúinna aðgerða, gæti leitt til sömu niðurstöðu í þetta sinn nú þegar hagkerfið er tekið að kólna. Sterkar stoðir þjóðarbúsins þýða að erfitt er að sjá fyrir sér atburðarás þar sem krónan mun gefa verulega eftir. Kjarasamningar um innstæðulausar tugprósenta launahækkanir, sem hefðu þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að viðskiptaafgangurinn myndi snúast í halla innan fárra ára, gætu hins vegar ógnað þessari stöðu. Það er því alls ekki útilokað að okkur takist að klúðra þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að Íslendingar hafi lítið lært af fjármálahruninu 2008. Slíkar fullyrðingar, sem virðast yfirleitt byggja á óljósum tilfinningum fólks, stangast hins vegar oftar en ekki á við raunveruleikann – sem betur fer. Einn helsti lærdómurinn af gjaldeyris- og bankakreppunni, að minnsta kosti í efnahagslegu tilliti, er sá að fyrir lítið, opið hagkerfi eins og Ísland skiptir öllu að viðhalda jafnvægi á greiðslujöfnuði þjóðarbúsins við útlönd. Aldrei aftur megum við komast í þá stöðu að hagkerfið verði rekið með blússandi viðskiptahalla ár eftir ár. Þá fyrst er ástæða til að hafa áhyggjur af harðri lendingu. Óhætt er að segja að algjör umskipti hafi orðið til hins betra í þessum efnum á skömmum tíma. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill og viðvarandi síðustu ár, jafnvel samhliða miklum hagvexti og hækkandi raungengi, og aldrei mælst meiri á lýðveldistímanum. Þrátt fyrir góðæri hafa Íslendingar með öðrum orðum ekki verið að eyða um efni fram. Þjóðhagslegur sparnaður, sem er ávallt birtingarmynd viðskiptaafgangs, er enn í hæstu hæðum. Fátt er í kortunum um að á þessu verði breyting á komandi árum. Þessi efnahagsþróun hefur valdið því að hrein erlend staða þjóðarbúsins hefur farið ört batnandi og er nú orðin ein sú besta í Evrópu. Staðan var jákvæð um 370 milljarða í september 2018, eða sem nemur 13,3 prósentum af landsframleiðslu, en aðeins sex ríki í Evrópusambandinu skora betur en Ísland á þann mælikvarða, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Ísland er komið í hóp með ríkjum á borð við Þýskaland, Holland, Lúxemborg og Svíþjóð í stað þess að verma botninn ásamt ríkjum í Suður-Evrópu. Litið nokkur ár aftur í tímann, þegar raunverulegar áhyggjur voru fyrir hendi um sjálfbærni skuldastöðunnar ef illa færi við losun fjármagnshafta, þá er þessi árangur um margt ótrúlegur. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér. Stöðugleikaskilyrði stjórnvalda og vel heppnuð áætlun um afnám hafta, þar sem kröfuhafar framseldu innlendar eignir að jafnvirði meira en 500 milljarða endurgjaldslaust til ríkisins, skipti sköpum. Ekkert er því til fyrirstöðu, með skynsamlegri hagstjórn og stöðugleika á vinnumarkaði, að staða þjóðarbúsins styrkist enn frekar á næstu árum. Hvaða þýðingu hefur það að Ísland hafi breyst frá því að vera fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptahalla, líkt og 1945 til 2008, og til þess að vera fjármagnsútflytjandi með viðskiptaafgang? Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á að sökum þessa ætti jafnvægisgengið að geta verið hærra en ella og langtímavextir farið lækkandi sem hefur einnig þau áhrif að við fáum til okkar vaxtatekjur frá útlendingum í stað þess að við séum að greiða vexti út úr landinu. Niðurstaðan er meiri kaupmáttur almennings. Sögulega séð hefur fylgifiskur uppsveiflna á Íslandi iðulega verið mikill viðskiptahalli sem hefur síðan að lokum framkallað gengisfall og verðbólgu. Aðeins meiriháttar stórslys, sem yrði þá vegna heimatilbúinna aðgerða, gæti leitt til sömu niðurstöðu í þetta sinn nú þegar hagkerfið er tekið að kólna. Sterkar stoðir þjóðarbúsins þýða að erfitt er að sjá fyrir sér atburðarás þar sem krónan mun gefa verulega eftir. Kjarasamningar um innstæðulausar tugprósenta launahækkanir, sem hefðu þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að viðskiptaafgangurinn myndi snúast í halla innan fárra ára, gætu hins vegar ógnað þessari stöðu. Það er því alls ekki útilokað að okkur takist að klúðra þessu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun