Búist við að stjórnvöld sýni á spilin í dag Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2019 11:30 Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar sambandsins áttu fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi um klukkan ellefu í morgun. vísir/vilhelm Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Formaður Starfsgreinasambandsins segir útspil stjórnvalda hafa verið beðið og það geti skipt miklu máli um framhald viðræðna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar sambandsins áttu fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi um klukkan ellefu í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu ráðherrar einnig funda með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og sennilega einnig forystufólki samtaka launafólks í opinberri þjónustu síðar í dag. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir mikið velta á útspili stjórnvalda. „Við erum búin að vera að bíða dálítið eftir því að heyra eitthvað frá ríkisstjórninni. Þannig að við vonum auðvitað hið besta. Að þetta sé eitthvað sem við getum horft á,” segir Björn. Hann reiknar með að forsetateymi Alþýðusambandsins upplýsi félögin síðar í dag um hvað stjórnvöld bjóða upp á og viðræðunefndin ræði síðan næstu skref á fundi í fyrramálið. Sextán félög starfsgreinasambandsins eiga enn í viðræðum við Samtök atvinnulífsins án aðkomu ríkissáttasemjara en viðræðunefnd félaganna fékk umboð samninganefnda þeirra á fimmtudag til að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Við náttúrlega bara skoðum stöðuna á okkar fundum og hvað við teljum eðlilegt að gera. Og ef við teljum að það sé það sem muni hjálpa okkur munum við ákveða það á næstu dögum.”Þannig að þetta er kannski mikilvægur dagur í dag, þessir fundir með stjórnvöldum? „Já ég myndi segja það. Ef hann er rýr sá pakki og við teljum hann ekki leika við samninga getur það orðið stór dagur. Það getur bæði verið jákvætt og neikvætt,” segir formaður Starfsgreinasambandsins, Verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara svöruðu tilboði Samtaka atvinnulífsins með gagntilboði í síðustu viku sem atvinnurekendur höfnuðu. Björn segir kröfugerð félaganna sextán innan Starfsgreinasambandsins vera þær sömu og félaganna fjögurra. „Þetta er hörð deila og þetta er erfið deila. Við höfum alltaf sagt að lykillinn að því að þessi deila leysist sé dálítið mikið á herðum stjórnvalda,” segir Björn Snæbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Formaður VR segir samstöðu stéttarfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í viðræðum við Samtök atvinnulífsins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólíkum hópum misvel. 19. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Formaður Starfsgreinasambandsins segir útspil stjórnvalda hafa verið beðið og það geti skipt miklu máli um framhald viðræðna. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar sambandsins áttu fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi um klukkan ellefu í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu ráðherrar einnig funda með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og sennilega einnig forystufólki samtaka launafólks í opinberri þjónustu síðar í dag. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir mikið velta á útspili stjórnvalda. „Við erum búin að vera að bíða dálítið eftir því að heyra eitthvað frá ríkisstjórninni. Þannig að við vonum auðvitað hið besta. Að þetta sé eitthvað sem við getum horft á,” segir Björn. Hann reiknar með að forsetateymi Alþýðusambandsins upplýsi félögin síðar í dag um hvað stjórnvöld bjóða upp á og viðræðunefndin ræði síðan næstu skref á fundi í fyrramálið. Sextán félög starfsgreinasambandsins eiga enn í viðræðum við Samtök atvinnulífsins án aðkomu ríkissáttasemjara en viðræðunefnd félaganna fékk umboð samninganefnda þeirra á fimmtudag til að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Við náttúrlega bara skoðum stöðuna á okkar fundum og hvað við teljum eðlilegt að gera. Og ef við teljum að það sé það sem muni hjálpa okkur munum við ákveða það á næstu dögum.”Þannig að þetta er kannski mikilvægur dagur í dag, þessir fundir með stjórnvöldum? „Já ég myndi segja það. Ef hann er rýr sá pakki og við teljum hann ekki leika við samninga getur það orðið stór dagur. Það getur bæði verið jákvætt og neikvætt,” segir formaður Starfsgreinasambandsins, Verkalýðsfélögin fjögur hjá ríkissáttasemjara svöruðu tilboði Samtaka atvinnulífsins með gagntilboði í síðustu viku sem atvinnurekendur höfnuðu. Björn segir kröfugerð félaganna sextán innan Starfsgreinasambandsins vera þær sömu og félaganna fjögurra. „Þetta er hörð deila og þetta er erfið deila. Við höfum alltaf sagt að lykillinn að því að þessi deila leysist sé dálítið mikið á herðum stjórnvalda,” segir Björn Snæbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Formaður VR segir samstöðu stéttarfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í viðræðum við Samtök atvinnulífsins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólíkum hópum misvel. 19. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Formaður VR segir samstöðu stéttarfélaganna fjögurra sem eru í samfloti í viðræðum við Samtök atvinnulífsins góða. Ekki muni koma til þess að velja þurfi milli leiða sem henti ólíkum hópum misvel. 19. febrúar 2019 06:00