Hátt í þrjátíu börn á biðlista eftir heimameðferð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. febrúar 2019 12:06 Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum segir aðsókn í MST meðferð mikla og að nú sér talsverð bið. Stöð 2 Hátt í þrjátíu börn eru á biðlista í heimameðferð fyrir börn með alvarlegan hegðunar- eða fíknivanda og geta þau þurft að bíða í þrjá mánuði. Forstöðumaður á Stuðlum segir ástandið mjög slæmt. Það sé farið að leiða til þess að umsóknir í heimameðferð breytist í umsóknir á meðferðarheimili. MST er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda á mörgum sviðum, til dæmis vímuefnanotkun. Önnur og þyngri úrræði eru meðferðarheimilið Stuðlar og svo langtímameðferðarheimili sem staðsett eru á landsbyggðinni. MST meðferðin er vægasta úrræðið og fer fram á heimili fjölskyldunnar þangað sem sérhæfður meðferðaraðili kemur í einhvern tíma. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum segir aðsókn í MST meðferð mikla og að nú sér talsverð bið. „Þar eru á milli tuttugu og þrjátíu börn að bíða. Alveg þriggja mánaða bið jafnvel. Það er frekar vont því það er meðferð sem þarf helst að komast á stað um leið og sótt er um. Þetta er meðferð sem byggir á að það er verið að vinna á heimavelli þannig það er mjög heppilegt ef það gengur hratt,“ segir Funi og bætir við að staðan afar óheppileg fyrir bæði börnin og foreldra. „Þetta getur skapað það að það verði umtalsvert ástand þegar það er byrjað og þá er þetta þyngri þraut að ganga. Umsóknirnar breytast stundum í meðferðarheimilisumsóknir, umsóknir yfir á Stuðla,“ segir Funi. Það sé mjög slæmt enda mikilvægt að beita vægasta úrræðinu, sérstaklega þegar um börn er að ræða. „Og ef það er möguleiki þá eigum við náttúrulega að beita MST og við eigum að nota það sem ítarinngrip. Og ef við verðum þá eigum við að nota Stuðla og ef við verðum að gera eitthvað meira þá eigum við að nota langtímaheimilin. En við eigum alltaf að beita mildustu aðferð sem hægt er.“ Funi segir að unnið sé að því að reyna leysa vandann. „Með því að bæta mannafla inn í þetta og ég vona að það gangi,“ segir Funi. Börn og uppeldi Félagsmál Meðferðarheimili Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Hátt í þrjátíu börn eru á biðlista í heimameðferð fyrir börn með alvarlegan hegðunar- eða fíknivanda og geta þau þurft að bíða í þrjá mánuði. Forstöðumaður á Stuðlum segir ástandið mjög slæmt. Það sé farið að leiða til þess að umsóknir í heimameðferð breytist í umsóknir á meðferðarheimili. MST er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda á mörgum sviðum, til dæmis vímuefnanotkun. Önnur og þyngri úrræði eru meðferðarheimilið Stuðlar og svo langtímameðferðarheimili sem staðsett eru á landsbyggðinni. MST meðferðin er vægasta úrræðið og fer fram á heimili fjölskyldunnar þangað sem sérhæfður meðferðaraðili kemur í einhvern tíma. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum segir aðsókn í MST meðferð mikla og að nú sér talsverð bið. „Þar eru á milli tuttugu og þrjátíu börn að bíða. Alveg þriggja mánaða bið jafnvel. Það er frekar vont því það er meðferð sem þarf helst að komast á stað um leið og sótt er um. Þetta er meðferð sem byggir á að það er verið að vinna á heimavelli þannig það er mjög heppilegt ef það gengur hratt,“ segir Funi og bætir við að staðan afar óheppileg fyrir bæði börnin og foreldra. „Þetta getur skapað það að það verði umtalsvert ástand þegar það er byrjað og þá er þetta þyngri þraut að ganga. Umsóknirnar breytast stundum í meðferðarheimilisumsóknir, umsóknir yfir á Stuðla,“ segir Funi. Það sé mjög slæmt enda mikilvægt að beita vægasta úrræðinu, sérstaklega þegar um börn er að ræða. „Og ef það er möguleiki þá eigum við náttúrulega að beita MST og við eigum að nota það sem ítarinngrip. Og ef við verðum þá eigum við að nota Stuðla og ef við verðum að gera eitthvað meira þá eigum við að nota langtímaheimilin. En við eigum alltaf að beita mildustu aðferð sem hægt er.“ Funi segir að unnið sé að því að reyna leysa vandann. „Með því að bæta mannafla inn í þetta og ég vona að það gangi,“ segir Funi.
Börn og uppeldi Félagsmál Meðferðarheimili Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira