Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 16:07 Hópurinn safnaðist saman á Tjarnargötu í dag. Ari Páll Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. Mótmælendur söfnuðust þar saman til að skora á íslensk stjórnvöld „að þrýsta á [Mike] Pompeo að beita sér fyrir því að mannréttindabrot gegn börnum á suðurlandamærum þarlendis verði stöðvuð,“ eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum mótmælendanna. Pompeo fundaði jafnframt með íslenska starfsbróður sínum í Hörpu í dag, þar sem viðskipti og varnarmál voru til umræðu. Þetta er í fyrsta skiptið frá árinu 2008 sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir til Íslands í opinberum erindagjörðum. Fimm ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka skipulögðu útifundinn á Tjarnargötu en taka fram að öllum þeim „sem hafa áhuga á því að mannréttindi barna séu virt“ hafi verið boðið að slást í hópinn. Hreyfingarnar; Ung vinstri græn, Ungir Jafnaðarmenn, Ungir píratar, ungir meðlimir Sósísíalistaflokksins og Uppreisn, taka auk þess fram að allar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka hafi fengið boð um að taka þátt í mótmælunum. Í tilkynningunni segir jafnframt að stjórnvöld hafi ekki greint frá fundarstað ráðherrann fyrr en 90 mínútum áður en fundurinn hófst. Það sé því mat mótmælendanna að það sé til marks um alvarleika mannréttindabrotanna, „hversu fljótt þeim tókst að „safna í stóran hóp mótmælenda.“Kristófer Alex Guðmundsson, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, ávarpar hópinn.Ari Páll Bandaríkin Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. Mótmælendur söfnuðust þar saman til að skora á íslensk stjórnvöld „að þrýsta á [Mike] Pompeo að beita sér fyrir því að mannréttindabrot gegn börnum á suðurlandamærum þarlendis verði stöðvuð,“ eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum mótmælendanna. Pompeo fundaði jafnframt með íslenska starfsbróður sínum í Hörpu í dag, þar sem viðskipti og varnarmál voru til umræðu. Þetta er í fyrsta skiptið frá árinu 2008 sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir til Íslands í opinberum erindagjörðum. Fimm ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka skipulögðu útifundinn á Tjarnargötu en taka fram að öllum þeim „sem hafa áhuga á því að mannréttindi barna séu virt“ hafi verið boðið að slást í hópinn. Hreyfingarnar; Ung vinstri græn, Ungir Jafnaðarmenn, Ungir píratar, ungir meðlimir Sósísíalistaflokksins og Uppreisn, taka auk þess fram að allar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka hafi fengið boð um að taka þátt í mótmælunum. Í tilkynningunni segir jafnframt að stjórnvöld hafi ekki greint frá fundarstað ráðherrann fyrr en 90 mínútum áður en fundurinn hófst. Það sé því mat mótmælendanna að það sé til marks um alvarleika mannréttindabrotanna, „hversu fljótt þeim tókst að „safna í stóran hóp mótmælenda.“Kristófer Alex Guðmundsson, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, ávarpar hópinn.Ari Páll
Bandaríkin Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20
Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10