Engin afsökun fyrir lögreglumanninn að hann var mjög ölvaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2019 11:39 Fyrirsögnin á fréttinni á Kringvarpinu. Kringvarp Føroya Lögreglumaðurinn á Sauðárkróki sem dæmdur var í 50 daga skilorðsbundið fangelsi í Færeyjum í vikunni kannaðist lítillega við Íslendinginn sem hann réðist á. Þeir höfðu rætt saman stuttlega saman í flugvélinni á leiðinni til Færeyja. Lögreglumaðurinn sagði í skýrslutöku vegna málsins ekki muna neitt sökum ölvunar. Dómurinn segir þó ótvírætt að honum hafi verið ögrað og tekur tillit til þess. Fjallað er um málið í Kringvarpinu.Árásin átti sér stað aðfaranótt laugardags í Þórshöfn þar sem starfsmenn lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru á ferðalagi. Hinn Íslendingurinn flaug utan til Færeyja með sama flugi en var ekki hluti af starfsmannaferðinni segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Hann tjáði Vísi í vikunni að lögreglumaðurinn hefði í framhaldi af dómnum óskað eftir því að láta af störfum. Dómurinn yfir lögreglumanninum hefur verið birtur. Þar kemur fram að um slagsmál karlanna tveggja hafi verið að ræða. Lögreglumaðurinn hafi slegið hinn Íslendinginn í tvígang með krepptum hnefa í andlitið og slasaðist hinn meðal annars á nefi. Tvö vitni urðu að slagsmálunum sem að virðast hafa endurtekið sig. Fyrst hafi lögreglumaðurinn slegið hinn tveimur höggum. Svo hafi orðið hlé en svo hafi lögreglumaðurinn reynt að draga hinn Íslendinginn útaf hótelinu. Vitni lýsa því hvernig lögreglumaðurinn dró jakka sinn yfir andlit hins Íslendingsins sem hafi átt erfitt með andardrátt. Dómurinn segir refsingu lögreglumannsins á mörkum þess að sinna samfélagsþjónustu og fá fangelsisdóm. Sökum þess að maðurinn er ekki búsettur í Færeyjum þótti átti samfélagsþjónusta ekki eiga við. Vísað er til þess að enginn vafi leiki á að lögreglumanninum hafi verið ögrað og það notað til mildunar. Þá hafi líkamsárásin ekki verið það gróf. Hann var dæmdur í 50 daga óskilorðsbundið fangelsi. Þá má hann ekki sækja Færeyjar heim næstu þrjú árin.Dóminn í heild má lesa hér.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust að kunningskapur mannanna væri ekki jafnmikill og í fyrstu var talið. Færeyjar Lögreglumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íslenskur lögreglumaður dæmdur í þriggja ára farbann til Færeyja Fundinn sekur um líkamsárás gegn öðrum Íslendingi í Þórshöfn. 12. febrúar 2019 13:39 Íslendingur handtekinn í Færeyjum Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV. 10. febrúar 2019 17:24 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Lögreglumaðurinn á Sauðárkróki sem dæmdur var í 50 daga skilorðsbundið fangelsi í Færeyjum í vikunni kannaðist lítillega við Íslendinginn sem hann réðist á. Þeir höfðu rætt saman stuttlega saman í flugvélinni á leiðinni til Færeyja. Lögreglumaðurinn sagði í skýrslutöku vegna málsins ekki muna neitt sökum ölvunar. Dómurinn segir þó ótvírætt að honum hafi verið ögrað og tekur tillit til þess. Fjallað er um málið í Kringvarpinu.Árásin átti sér stað aðfaranótt laugardags í Þórshöfn þar sem starfsmenn lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru á ferðalagi. Hinn Íslendingurinn flaug utan til Færeyja með sama flugi en var ekki hluti af starfsmannaferðinni segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Hann tjáði Vísi í vikunni að lögreglumaðurinn hefði í framhaldi af dómnum óskað eftir því að láta af störfum. Dómurinn yfir lögreglumanninum hefur verið birtur. Þar kemur fram að um slagsmál karlanna tveggja hafi verið að ræða. Lögreglumaðurinn hafi slegið hinn Íslendinginn í tvígang með krepptum hnefa í andlitið og slasaðist hinn meðal annars á nefi. Tvö vitni urðu að slagsmálunum sem að virðast hafa endurtekið sig. Fyrst hafi lögreglumaðurinn slegið hinn tveimur höggum. Svo hafi orðið hlé en svo hafi lögreglumaðurinn reynt að draga hinn Íslendinginn útaf hótelinu. Vitni lýsa því hvernig lögreglumaðurinn dró jakka sinn yfir andlit hins Íslendingsins sem hafi átt erfitt með andardrátt. Dómurinn segir refsingu lögreglumannsins á mörkum þess að sinna samfélagsþjónustu og fá fangelsisdóm. Sökum þess að maðurinn er ekki búsettur í Færeyjum þótti átti samfélagsþjónusta ekki eiga við. Vísað er til þess að enginn vafi leiki á að lögreglumanninum hafi verið ögrað og það notað til mildunar. Þá hafi líkamsárásin ekki verið það gróf. Hann var dæmdur í 50 daga óskilorðsbundið fangelsi. Þá má hann ekki sækja Færeyjar heim næstu þrjú árin.Dóminn í heild má lesa hér.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust að kunningskapur mannanna væri ekki jafnmikill og í fyrstu var talið.
Færeyjar Lögreglumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íslenskur lögreglumaður dæmdur í þriggja ára farbann til Færeyja Fundinn sekur um líkamsárás gegn öðrum Íslendingi í Þórshöfn. 12. febrúar 2019 13:39 Íslendingur handtekinn í Færeyjum Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV. 10. febrúar 2019 17:24 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Íslenskur lögreglumaður dæmdur í þriggja ára farbann til Færeyja Fundinn sekur um líkamsárás gegn öðrum Íslendingi í Þórshöfn. 12. febrúar 2019 13:39
Íslendingur handtekinn í Færeyjum Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV. 10. febrúar 2019 17:24