„Ekki nokkur vafi á því að Semenya er kona“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2019 10:00 Semenya berst fyrir rétti sínum að fá að hlaupa sem kona hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu. vísir/getty Það er búist við átökum á milli hlaupakonunnar Caster Semenya og Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF, er þau mætast í réttarsal. Semenya er að berjast gegn reglum sem IAAF hefur lagt til en þau snúast um að kvenhlauparar megi aðeins vera með ákveðið mikið magn af testósteróni í líkamanum. Samkvæmt The Times þá munu lögfræðingar IAAF halda því fram að Semenya sé líffræðilega karlmaður sem sé skilgreind sem kona. „Ungfrú Semenya er án nokkurs vafa kona. Hún er hetja sem hefur veitt milljónum um allan heim innblástur,“ segir í yfirlýsingu frá lögfræðingum Semenya. „Hún er að berjast fyrir því að fá að hlaupa án þess að gripið sé til óþarfa inngripa af læknum. Hún er að berjast fyrir því að fá að hlaupa frjáls.“ Nýju reglurnar áttu að taka gildi þann 1. nóvember á síðasta ári en því var svo frestað til 26. mars út af lögsókn Semenya. Þessar nýju reglur eiga að ná til kvenna sem keppa í lengri hlaupum eða frá 400 metrum upp í míluhlaup. Samkvæmt þeim þarf testósterón-magn kvennanna að vera undir ákveðnu magni sex mánuðum fyrir hlaup. Það verður áhugavert að fylgjast með þessu máli á næstu misserum enda mun það vafalítið vekja mikla athygli. Semenya er tvöfaldur Ólympíumeistari og þrefaldur heimsmeistari. Frjálsar íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
Það er búist við átökum á milli hlaupakonunnar Caster Semenya og Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF, er þau mætast í réttarsal. Semenya er að berjast gegn reglum sem IAAF hefur lagt til en þau snúast um að kvenhlauparar megi aðeins vera með ákveðið mikið magn af testósteróni í líkamanum. Samkvæmt The Times þá munu lögfræðingar IAAF halda því fram að Semenya sé líffræðilega karlmaður sem sé skilgreind sem kona. „Ungfrú Semenya er án nokkurs vafa kona. Hún er hetja sem hefur veitt milljónum um allan heim innblástur,“ segir í yfirlýsingu frá lögfræðingum Semenya. „Hún er að berjast fyrir því að fá að hlaupa án þess að gripið sé til óþarfa inngripa af læknum. Hún er að berjast fyrir því að fá að hlaupa frjáls.“ Nýju reglurnar áttu að taka gildi þann 1. nóvember á síðasta ári en því var svo frestað til 26. mars út af lögsókn Semenya. Þessar nýju reglur eiga að ná til kvenna sem keppa í lengri hlaupum eða frá 400 metrum upp í míluhlaup. Samkvæmt þeim þarf testósterón-magn kvennanna að vera undir ákveðnu magni sex mánuðum fyrir hlaup. Það verður áhugavert að fylgjast með þessu máli á næstu misserum enda mun það vafalítið vekja mikla athygli. Semenya er tvöfaldur Ólympíumeistari og þrefaldur heimsmeistari.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira