Suðurlandsvegur hefur verið opnaður að nýju.
Lögreglan segir þyrlu Landhelgisgæslunnar hafa lent á vettvangi um klukkan sjö og verið sé að vinna að því að koma slösuðum um borð. Það muni þó taka nokkurn tíma vegna áverka hinna slösuðu.
Árekstur tveggja bíla varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Hjörleifshöfða rétt í þessu.
Að sögn Lögreglunnar á Suðurlandi er mikill fjöldi viðbragðsaðila á vettvangi, ljóst er að talsverð slys eru á fólki. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru fjórir slasaðir.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir í samtali við fréttastofu að Lögreglan hafi óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja slasaða af vettvangi.
Vegna slyssins hefur Vegagerðin lokað Suðurlandsvegi um Mýrdalssand og Eldhraun.
Yfirlit: Vegurinn um Mýrdalssand og Eldhraun er lokaður vegna umferðarslyss rétt austan við Hjörleifshöfða. #lokað#færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 14, 2019
