Formaður Framsýnar segir útskýringar á launahækkun bankastjóra bull Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 15:08 Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar gagnrýnir launahækkun bankastjóra Landbankans harðlega. Visir/VÖLUNDUR JÓNSSON Formaður Framsýnar stéttarfélags segir afar neikvætt að verið sé að vara við hækkunum launa hjá verkafólki á meðan laun bankastjóra í ríkisbanka hækki margfalt. Hann gefur lítið fyrir skýringar bankans á ástæðum fyrir launahækkuninni og segir þær bull. Fram hefur komið að laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 82 prósent á tíu mánaða tímabili milli 2017 og 2018 og eru nú 3,8 milljónir króna. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar segir sitt fólk afar ósátt en í morgun sendi stéttarfélagið frá sér fréttatilkynningu þar sem kallað er eftir endurskoðaðri kröfugerð í ljósi ofurhækkana til bankastjóra Landsbankans. „Mönnum er löngu misboðið yfir öllum þessum hækkunum sem þetta sjálftökulið tekur sér og endurspeglast í þessum gríðarlegu launahækkunum uppá eina komma sjö milljón króna á mánuði. Á sama tíma og venjulegt verkafólk er með innan við þrjúhundruð þúsund krónur á mánuði,“ segir Aðalsteinn. Í tilkynningu frá Landsbankanum vegna umræðu um launakjörin kemur fram að bankaráð sé meðvitað um að kjör bankastjóra sé vissulega góð en þau séu í samræmi við starfskjarastefnu bankans, sem hluthafar hafa samþykkt, um að starfskjör eigi að vera samkeppnishæf en þó ekki leiðandi. Aðalsteinn segir að þetta afar neikvæð skilaboð frá ríkisbanka. „Þetta er algjört bull. Þarna eru menn að setja sér ákveðið viðmið um að þetta sé allt í lagi af því að einhver bankastjóri Íslandsbanka sé með hærri laun. En þetta er ekkert í lagi og við þurfum á allt öðru að halda þegar samningar tugþúsund einstaklinga eru lausir og eru búnir að lausir síðan um áramót. Þetta eru ekki góð skilaboð frá ríkisbanka. Á sama tíma eru stjórnvöld að koma með einhvern pakka til að liðka fyrir samningum,“ segir Aðalsteinn. Laun bankastjóra Íslandsbanka hafa verið mun hærri en bankastjóra Landsbankans en ríkið eignaðist Íslandsbanka að fullu árið 2015. Aðalsteinn segir að launakjör bankastjóra Íslandsbanka hafi verið gagnrýnd áður. „Við höfum áður bent á það. Er eitthvað eðlilegt við það að bankastarfsmaður á gólfinu sé með ellefu sinnum lægri laun en bankastjórinn. Það er engin vitglóra í þessu, segir Aðalsteinn. Aðspurður um hvað séu eðlileg laun fyrir bankastjórastöðu þar sem um er að ræða mikla ábyrgðarstöðu segir Aðalsteinn. „Bera ekki allir ábyrgð? Fyrir hrun var talað um mikla ábyrgð í tengslum við ofurlaun í bönkunum. En svo kom á daginn að þeir báru enga ábyrgð. Það væri eðlilegt að laun fyrir slíka stöðu væri ein og hálf milljón króna og tel að bankastjórar eigi ekki að vera á hærri launum en forsætisráðherra landsins,“ segir Aðalsteinn. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Formaður Framsýnar stéttarfélags segir afar neikvætt að verið sé að vara við hækkunum launa hjá verkafólki á meðan laun bankastjóra í ríkisbanka hækki margfalt. Hann gefur lítið fyrir skýringar bankans á ástæðum fyrir launahækkuninni og segir þær bull. Fram hefur komið að laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 82 prósent á tíu mánaða tímabili milli 2017 og 2018 og eru nú 3,8 milljónir króna. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar segir sitt fólk afar ósátt en í morgun sendi stéttarfélagið frá sér fréttatilkynningu þar sem kallað er eftir endurskoðaðri kröfugerð í ljósi ofurhækkana til bankastjóra Landsbankans. „Mönnum er löngu misboðið yfir öllum þessum hækkunum sem þetta sjálftökulið tekur sér og endurspeglast í þessum gríðarlegu launahækkunum uppá eina komma sjö milljón króna á mánuði. Á sama tíma og venjulegt verkafólk er með innan við þrjúhundruð þúsund krónur á mánuði,“ segir Aðalsteinn. Í tilkynningu frá Landsbankanum vegna umræðu um launakjörin kemur fram að bankaráð sé meðvitað um að kjör bankastjóra sé vissulega góð en þau séu í samræmi við starfskjarastefnu bankans, sem hluthafar hafa samþykkt, um að starfskjör eigi að vera samkeppnishæf en þó ekki leiðandi. Aðalsteinn segir að þetta afar neikvæð skilaboð frá ríkisbanka. „Þetta er algjört bull. Þarna eru menn að setja sér ákveðið viðmið um að þetta sé allt í lagi af því að einhver bankastjóri Íslandsbanka sé með hærri laun. En þetta er ekkert í lagi og við þurfum á allt öðru að halda þegar samningar tugþúsund einstaklinga eru lausir og eru búnir að lausir síðan um áramót. Þetta eru ekki góð skilaboð frá ríkisbanka. Á sama tíma eru stjórnvöld að koma með einhvern pakka til að liðka fyrir samningum,“ segir Aðalsteinn. Laun bankastjóra Íslandsbanka hafa verið mun hærri en bankastjóra Landsbankans en ríkið eignaðist Íslandsbanka að fullu árið 2015. Aðalsteinn segir að launakjör bankastjóra Íslandsbanka hafi verið gagnrýnd áður. „Við höfum áður bent á það. Er eitthvað eðlilegt við það að bankastarfsmaður á gólfinu sé með ellefu sinnum lægri laun en bankastjórinn. Það er engin vitglóra í þessu, segir Aðalsteinn. Aðspurður um hvað séu eðlileg laun fyrir bankastjórastöðu þar sem um er að ræða mikla ábyrgðarstöðu segir Aðalsteinn. „Bera ekki allir ábyrgð? Fyrir hrun var talað um mikla ábyrgð í tengslum við ofurlaun í bönkunum. En svo kom á daginn að þeir báru enga ábyrgð. Það væri eðlilegt að laun fyrir slíka stöðu væri ein og hálf milljón króna og tel að bankastjórar eigi ekki að vera á hærri launum en forsætisráðherra landsins,“ segir Aðalsteinn.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28 Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Krefjast þess að laun bankastjóra lækki tafarlaust Félag vélstjóra og málmtæknimanna, VM, segir að hækkun á launum bankastjóra Landsbankans setji kjaraviðræður launafólks í uppnám. 12. febrúar 2019 15:28
Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. 12. febrúar 2019 06:15
Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47