Verða að upplýsa hverjir tilkynntu meint annarlegt ástand læknis í útkalli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2019 14:30 Læknirinn var á bakvakt er hann var kallaður í útkall. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstofnun Suðurlands ber að veita lækni aðgang að tveimur tilkynningum um meint annarlegt ástands hans í útkalli vorið 2015. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Forsaga málsins er sú að þann 30. maí 2015 var læknirinn á bakvakt og var kallaður út. Á vettvangi voru nokkrir aðilar, þar með talið sjúkraflutningamenn og lögregla. Nokkrum dögum síðar barst HSU tilkynning um að læknirinn hefði verið í annarlegu ástandi. Forsvarsmenn HSU könnuðu málið nánar og fengu upplýsingar frá öðrum aðila sem var viðstaddur útkallið, honum virtist læknirinn ekki hafa verið allsgáður.Var málið sett í formlega meðferð hjá Landlæknis og var læknirinn sendur í launað leyfi um óákveðinn tíma meðan Landlæknir tæki málið fyrir. Þann 18. júní sama ár var lækninum tilkynnt að ekki yrði aðhafst frekar í málinu og sneri hann aftur til starfa.Í kjölfarið óskaði læknirinn eftir því við HSU að hann fengi upplýsingar um hver hefði tilkynnt hið meinta annarlega ástand læknisins. Þeirri kröfu var hafnað og vísaði læknirinn því kröfu um aðgang að tilkynningum til úrskurðarnefndarinnar.Útilokað að lögregla hafi leyft honum að keyra hafi hann verið í annarlegu ástandi í útkallinu Í kæru hans til úrskurðarnefndarinnar segir læknirinn að hann telji sig eiga verulega hagsmuni af því að fá að vita hverjir það voru sem tilkynntu um meint ástand hans. Mögulega hafi falist í tilkynningunum atlaga að mannorði hans og geti þær hugsanlega veitt honum rétt til að kæra þá sem tilkynntu hann fyrir rangar sakargiftir.Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.Vísir/EgillEnginn fótur hafi verið fyrir tilkynningum þeirra sem sendu þær inn, lögregla hafi verið á staðnum og ekið á eftir lækninum frá heimili sjúklings að HSU. Að hans mati væri útilokað að lögreglan hefði gefið honum leyfi til að setjast undir stýri hefði ástand hans virst óeðlilegt. Að mati HSU mæltu bæði almanna- og einkahagsmunir mæltu gegn því að lækninum yrðu afhent umbeðin gögn. Meðal annars væri nauðsynlegt að aðilar sem hefðu grunsemdir um möguleg brot heilbrigðisstarfsfólks í starfi gætu upplýst rétta aðila um þær án þess að eiga á hættu að viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður yrði upplýstur um nöfn þeirra. Þá væri það langsótt að þeir sem tilkynntu um ástand læknisins hefðu brotið á honum með þeim hætti að hann geti átt rétt á greiðslu skaða- eða miskabóta úr þeirra hendi. Þá hafi forsvarsmenn stofnunnarinnar heitið þeim sem sendu tilkynningarnar fullum trúnaði.Stjórnvöld geti ekki án lagaheimildar heitið trúnaði Í úrskurði nefndarinnar segir að sú meginregla gildii að upplýsingar og gögn stjórnvalda skulu vera aðgengileg nema takmarkanir á upplýsingarétti sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum eða sérlögum eigi við. Stjórnvöld geta ekki án lagaheimildar heitið trúnaði eða samið sig undan skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt lögunum.Sjúkraflutningamenn voru viðstaddir útkallið.Vísir/VilhelmÞá taldi nefndin að ekki stæðu rök til að synja lækninum um aðgang að umbeðnum tilkynningum, þar sem upplýsingalög innihéldu ekki heimild til að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli þeirra almanna- eða einkahagsmuna sem HSU nefndi í umsögn sinni. Var því lagt fyrir stofnunina að veita lækninum aðgang að tilkynningunum.Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Heilbrigðismál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands ber að veita lækni aðgang að tveimur tilkynningum um meint annarlegt ástands hans í útkalli vorið 2015. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Forsaga málsins er sú að þann 30. maí 2015 var læknirinn á bakvakt og var kallaður út. Á vettvangi voru nokkrir aðilar, þar með talið sjúkraflutningamenn og lögregla. Nokkrum dögum síðar barst HSU tilkynning um að læknirinn hefði verið í annarlegu ástandi. Forsvarsmenn HSU könnuðu málið nánar og fengu upplýsingar frá öðrum aðila sem var viðstaddur útkallið, honum virtist læknirinn ekki hafa verið allsgáður.Var málið sett í formlega meðferð hjá Landlæknis og var læknirinn sendur í launað leyfi um óákveðinn tíma meðan Landlæknir tæki málið fyrir. Þann 18. júní sama ár var lækninum tilkynnt að ekki yrði aðhafst frekar í málinu og sneri hann aftur til starfa.Í kjölfarið óskaði læknirinn eftir því við HSU að hann fengi upplýsingar um hver hefði tilkynnt hið meinta annarlega ástand læknisins. Þeirri kröfu var hafnað og vísaði læknirinn því kröfu um aðgang að tilkynningum til úrskurðarnefndarinnar.Útilokað að lögregla hafi leyft honum að keyra hafi hann verið í annarlegu ástandi í útkallinu Í kæru hans til úrskurðarnefndarinnar segir læknirinn að hann telji sig eiga verulega hagsmuni af því að fá að vita hverjir það voru sem tilkynntu um meint ástand hans. Mögulega hafi falist í tilkynningunum atlaga að mannorði hans og geti þær hugsanlega veitt honum rétt til að kæra þá sem tilkynntu hann fyrir rangar sakargiftir.Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.Vísir/EgillEnginn fótur hafi verið fyrir tilkynningum þeirra sem sendu þær inn, lögregla hafi verið á staðnum og ekið á eftir lækninum frá heimili sjúklings að HSU. Að hans mati væri útilokað að lögreglan hefði gefið honum leyfi til að setjast undir stýri hefði ástand hans virst óeðlilegt. Að mati HSU mæltu bæði almanna- og einkahagsmunir mæltu gegn því að lækninum yrðu afhent umbeðin gögn. Meðal annars væri nauðsynlegt að aðilar sem hefðu grunsemdir um möguleg brot heilbrigðisstarfsfólks í starfi gætu upplýst rétta aðila um þær án þess að eiga á hættu að viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður yrði upplýstur um nöfn þeirra. Þá væri það langsótt að þeir sem tilkynntu um ástand læknisins hefðu brotið á honum með þeim hætti að hann geti átt rétt á greiðslu skaða- eða miskabóta úr þeirra hendi. Þá hafi forsvarsmenn stofnunnarinnar heitið þeim sem sendu tilkynningarnar fullum trúnaði.Stjórnvöld geti ekki án lagaheimildar heitið trúnaði Í úrskurði nefndarinnar segir að sú meginregla gildii að upplýsingar og gögn stjórnvalda skulu vera aðgengileg nema takmarkanir á upplýsingarétti sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum eða sérlögum eigi við. Stjórnvöld geta ekki án lagaheimildar heitið trúnaði eða samið sig undan skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt lögunum.Sjúkraflutningamenn voru viðstaddir útkallið.Vísir/VilhelmÞá taldi nefndin að ekki stæðu rök til að synja lækninum um aðgang að umbeðnum tilkynningum, þar sem upplýsingalög innihéldu ekki heimild til að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli þeirra almanna- eða einkahagsmuna sem HSU nefndi í umsögn sinni. Var því lagt fyrir stofnunina að veita lækninum aðgang að tilkynningunum.Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.
Heilbrigðismál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira