Fáir tekið afstöðu gegn líffæragjöf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 20:15 Innan við eitt prósent landsmanna hefur tekið afstöðu gegn líffæragjöf eftir andlát. Einungis um fjögur prósent látinna koma til greina sem líffæragjafar að sögn yfirlæknis á lyflækningadeild Landspítalans. Um áramótin höfðu hátt í 44 þúsund manns tekið afstöðu til líffæragjafar frá því að opnað var fyrir möguleikann í október 2014. Þar af vilja nær allir, eða 41 þúsund, gefa líffæri við andlát. Um áramót tóku lög um brottnám líffæra breytingum og verða nú allir yfir átján ára aldri sjálfkrafa líffæragjafar eftir andlát ef nánustu aðstandendur hafna því ekki og vilji til annars hefur ekki verið skráður. Í nóvember var farið að kynna lagabreytinguna og tóku þá ríflega ellefu hundruð afstöðu. Þar af sögðust um eitt hundrað vilja undanskilja ákveðin líffæri eða tóku alfarið fyrir líffæragjöf. Í desember hækkaði hlutfallið töluvert. Af 1400 sem tóku afstöðu höfnuðu hátt í sex hundruð líffæragjöf alfarið eða að einhverju leyti. Tölur janúarmánaðar hafa ekki verið teknar saman en samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis hefur hlutfall þeirra sem eru andvígir líffæragjöf haldist svipað eftir breytingu og er enn innan við eitt prósent. Yfirlæknir á Landspítalanum segir líffæragjöfum hafa fjölgað á síðustu árum og bindur vonir við að lagabreytingin viðhaldi þróuninni. „Það voru í kringum þrjár til fjórar líffæragjafir á ári, allar götur þar til fyrir fjórum árum þegar þær urðu skyndilega tólf. Ég hygg að meðaltalið á síðustu fjórum árum hafi verið í kringum níu á ári,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir lyflækninga á Landspítalanum. Einungis fáir koma til greina sem líffæragjafar við andlát. „Það eru eingöngu einstaklingar sem látast heiladauða. Eru þannig á gjörgæsludeild, í öndunarvél og svo framvegis þannig að líffærin varðveitast og það sé hægt að nýta þau.“ Heilbrigðismál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Innan við eitt prósent landsmanna hefur tekið afstöðu gegn líffæragjöf eftir andlát. Einungis um fjögur prósent látinna koma til greina sem líffæragjafar að sögn yfirlæknis á lyflækningadeild Landspítalans. Um áramótin höfðu hátt í 44 þúsund manns tekið afstöðu til líffæragjafar frá því að opnað var fyrir möguleikann í október 2014. Þar af vilja nær allir, eða 41 þúsund, gefa líffæri við andlát. Um áramót tóku lög um brottnám líffæra breytingum og verða nú allir yfir átján ára aldri sjálfkrafa líffæragjafar eftir andlát ef nánustu aðstandendur hafna því ekki og vilji til annars hefur ekki verið skráður. Í nóvember var farið að kynna lagabreytinguna og tóku þá ríflega ellefu hundruð afstöðu. Þar af sögðust um eitt hundrað vilja undanskilja ákveðin líffæri eða tóku alfarið fyrir líffæragjöf. Í desember hækkaði hlutfallið töluvert. Af 1400 sem tóku afstöðu höfnuðu hátt í sex hundruð líffæragjöf alfarið eða að einhverju leyti. Tölur janúarmánaðar hafa ekki verið teknar saman en samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis hefur hlutfall þeirra sem eru andvígir líffæragjöf haldist svipað eftir breytingu og er enn innan við eitt prósent. Yfirlæknir á Landspítalanum segir líffæragjöfum hafa fjölgað á síðustu árum og bindur vonir við að lagabreytingin viðhaldi þróuninni. „Það voru í kringum þrjár til fjórar líffæragjafir á ári, allar götur þar til fyrir fjórum árum þegar þær urðu skyndilega tólf. Ég hygg að meðaltalið á síðustu fjórum árum hafi verið í kringum níu á ári,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir lyflækninga á Landspítalanum. Einungis fáir koma til greina sem líffæragjafar við andlát. „Það eru eingöngu einstaklingar sem látast heiladauða. Eru þannig á gjörgæsludeild, í öndunarvél og svo framvegis þannig að líffærin varðveitast og það sé hægt að nýta þau.“
Heilbrigðismál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira