Sjá einnig: Bjargaði manni í hjartastoppi á hlaupastíg í Reykjavík
„Hann stoppaði og kannaði strax hvernig staðan á mér var og ég andaði ekki og var blár og enginn púls og Guðni Kallar þá til hjálp og biður um að hringt sé í 112 undir eins og byrjar svo að hnoða,“ segir Oddur. Guðni hélt í fyrstu að Oddur lægi á jörðinni að gera teyjur en sá svo fljótt að ekki var allt með felldu. „Ég vissi alls ekki hvað var að, hvort að hjartað væri hætt að slá, ég fann ekki púls en ég hófst handa við að hnoða. Það er í rauninni það sem að bjargar honum líklegast, að ég brást strax við,“ útskýrir Guðni.
Þeir þekktust ekki þá en komust að því síðar að þeir æfa með sama hjólreiðaklúbbi. „Ég knúsaði hann nú bara síðast á æfingu á laugardaginn þannig að við hittumst reglulega,“ segir Guðni. „Maður hefur mjög gaman að faðma þennan mann, þessi maður verður ævinlega vinur minn,“ bætir Oddur við.
Fyrr í dag afhenti Rauði krossinn í Reykjavík þremur samstarfskonum Sesselju Kristinsdóttur, 28 ára starfsmaður leikskólans Vinagarðs, einnig viðurkenningu fyrir björgunarafrek þegar Sesselja fór í hjartastopp í fyrra. „Ég væri ekki hér ef ekki væri fyrir þær,“ segir Sesselja.
