„Þessi maður verður ævinlega vinur minn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 20:00 Oddur Ingason, sem fór í hjartastopp í september í fyrra á æfingafélaga sínum Guðna Ásgeirssyni líf sitt að launa. Þeir vissu ekki þá að þeir væru æfingafélagar en eru nú hinir mestu mátar. Guðni var útnefndur skyndihjálparmaður ársins á 112 deginum sem er í dag. Oddur var úti að skokka þegar hann fékk hjartaáfall og síðan hjartastopp, Guðni var réttur maður á réttum stað þegar hann kom hjólandi að Oddi þar sem hann lá á stígnum.Sjá einnig: Bjargaði manni í hjartastoppi á hlaupastíg í Reykjavík„Hann stoppaði og kannaði strax hvernig staðan á mér var og ég andaði ekki og var blár og enginn púls og Guðni Kallar þá til hjálp og biður um að hringt sé í 112 undir eins og byrjar svo að hnoða,“ segir Oddur. Guðni hélt í fyrstu að Oddur lægi á jörðinni að gera teyjur en sá svo fljótt að ekki var allt með felldu. „Ég vissi alls ekki hvað var að, hvort að hjartað væri hætt að slá, ég fann ekki púls en ég hófst handa við að hnoða. Það er í rauninni það sem að bjargar honum líklegast, að ég brást strax við,“ útskýrir Guðni. Þeir þekktust ekki þá en komust að því síðar að þeir æfa með sama hjólreiðaklúbbi. „Ég knúsaði hann nú bara síðast á æfingu á laugardaginn þannig að við hittumst reglulega,“ segir Guðni. „Maður hefur mjög gaman að faðma þennan mann, þessi maður verður ævinlega vinur minn,“ bætir Oddur við. Fyrr í dag afhenti Rauði krossinn í Reykjavík þremur samstarfskonum Sesselju Kristinsdóttur, 28 ára starfsmaður leikskólans Vinagarðs, einnig viðurkenningu fyrir björgunarafrek þegar Sesselja fór í hjartastopp í fyrra. „Ég væri ekki hér ef ekki væri fyrir þær,“ segir Sesselja.Guðni og Oddur hittast reglulega á æfingum og eru hinir mestu mátar.Vísir/Vilhelm Hjálparstarf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Oddur Ingason, sem fór í hjartastopp í september í fyrra á æfingafélaga sínum Guðna Ásgeirssyni líf sitt að launa. Þeir vissu ekki þá að þeir væru æfingafélagar en eru nú hinir mestu mátar. Guðni var útnefndur skyndihjálparmaður ársins á 112 deginum sem er í dag. Oddur var úti að skokka þegar hann fékk hjartaáfall og síðan hjartastopp, Guðni var réttur maður á réttum stað þegar hann kom hjólandi að Oddi þar sem hann lá á stígnum.Sjá einnig: Bjargaði manni í hjartastoppi á hlaupastíg í Reykjavík„Hann stoppaði og kannaði strax hvernig staðan á mér var og ég andaði ekki og var blár og enginn púls og Guðni Kallar þá til hjálp og biður um að hringt sé í 112 undir eins og byrjar svo að hnoða,“ segir Oddur. Guðni hélt í fyrstu að Oddur lægi á jörðinni að gera teyjur en sá svo fljótt að ekki var allt með felldu. „Ég vissi alls ekki hvað var að, hvort að hjartað væri hætt að slá, ég fann ekki púls en ég hófst handa við að hnoða. Það er í rauninni það sem að bjargar honum líklegast, að ég brást strax við,“ útskýrir Guðni. Þeir þekktust ekki þá en komust að því síðar að þeir æfa með sama hjólreiðaklúbbi. „Ég knúsaði hann nú bara síðast á æfingu á laugardaginn þannig að við hittumst reglulega,“ segir Guðni. „Maður hefur mjög gaman að faðma þennan mann, þessi maður verður ævinlega vinur minn,“ bætir Oddur við. Fyrr í dag afhenti Rauði krossinn í Reykjavík þremur samstarfskonum Sesselju Kristinsdóttur, 28 ára starfsmaður leikskólans Vinagarðs, einnig viðurkenningu fyrir björgunarafrek þegar Sesselja fór í hjartastopp í fyrra. „Ég væri ekki hér ef ekki væri fyrir þær,“ segir Sesselja.Guðni og Oddur hittast reglulega á æfingum og eru hinir mestu mátar.Vísir/Vilhelm
Hjálparstarf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira