Snjallsímar ekki öryggistæki í kulda Sighvatur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 19:00 Slysavarnafélagið Landsbjörg varar fólk við að líta á snjallsíma sem öryggistæki við erfiðar aðstæður í óbyggðum. Rafhlöður í símunum endast skemur þegar kalt er í veðri. Göngugarpar eru hvattir til að nota GPS búnað eða neyðarsenda í staðinn. Í snjallsímum er hægt að skoða ástand rafhlöðu símans. Stefán Andri Björgólfsson, tæknimaður og verslunarstjóri hjá IcePhone í Kringlunni, segir ágætt að miða við að skipta um rafhlöðu þegar afkastageta hennar er komin niður í 85%. Það geti gerst eftir um tveggja ára notkun símans. Stefán Andri segir að rafhlaða sem er orðin léleg endist mun styttra en áður ef síminn er notaður í frosti.Apple segir að snjalltæki frá fyrirtækinu virki best í lofthita á bilinu 0-35 stig.Vísir/TótlaVirka best í 0-35 stiga hita Apple, framleiðandi iPhone, segir að síminn og önnur snjalltæki fyrirtækisins virki best í hita á bilinu 0-35 stig á Celsíus. Rafhlaðan er sögð endast verr í mjög köldum aðstæðum. „Þetta er allt prófað í Kaliforníu og þar er allt annað hitastig,“ segir Stefán Andri hjá IcePhone. Rafhlöður endast betur í nýjum símum en þeim eldri, meðal annars vegna þess að nú er bakhlið margra síma úr gleri. Aldís Ragnarsdóttir, verslunarstjóri hjá Vodafone í Kringlunni, nefnir iPhone 6 sem dæmi um eldri síma sem hafa verið til vandræða varðandi líftíma rafhlöðu í miklum kulda. „Á baki símans er málmþynna sem kólnar og kælir rafhlöðuna of mikið niður,“ segir Aldís.Landsbjörg mælir með því að fólk noti fleiri öryggistæki en snjallsíma.Vísir/FriðrikSnjallsímar ekki nóg Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, bendir ferðalöngum á að setja ferðaáætlun sína inn á vefinn safetravel.is. Hann telur snjallsíma ekki næg fjarskiptatæki á ferðalögum við erfiðar aðstæður. „Í kulda eins og er núna á veturna þegar þú ert úti í marga klukkutíma þá getur rafhlaðan klárast hratt, tvisvar til fjórum sinnum hraðar,“ segir Jónas. Hann bendir á að aukarafhlöður og svokallaðir hleðslubankar geti lengt líftíma rafhlöðu. Jónas mælir þó frekar með GPS búnaði eða neyðarsendum sem geta komið sér vel ef fólk týnist, til að mynda á fjöllum eða í óbyggðum. „Allt byggir þetta á því að þú getur sent frá þér skilaboð og staðsetninguna. Ef það er komið í óefni þá berst þessi staðsetning til okkar og er nokkuð nákvæm, munar kannski 100-200 metrum. Þá getum við sótt viðkomandi í staðinn fyrir að fara í mikla leit eins og var í Skaftafelli í síðustu viku,“ segir Jónas. Hann vísar til leitar að erlendri konu á sextugsaldri sem fannst heil á húfi eftir að hún varð viðskila við fjölskyldu sína. Björgunarsveitir Fjarskipti Tækni Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Slysavarnafélagið Landsbjörg varar fólk við að líta á snjallsíma sem öryggistæki við erfiðar aðstæður í óbyggðum. Rafhlöður í símunum endast skemur þegar kalt er í veðri. Göngugarpar eru hvattir til að nota GPS búnað eða neyðarsenda í staðinn. Í snjallsímum er hægt að skoða ástand rafhlöðu símans. Stefán Andri Björgólfsson, tæknimaður og verslunarstjóri hjá IcePhone í Kringlunni, segir ágætt að miða við að skipta um rafhlöðu þegar afkastageta hennar er komin niður í 85%. Það geti gerst eftir um tveggja ára notkun símans. Stefán Andri segir að rafhlaða sem er orðin léleg endist mun styttra en áður ef síminn er notaður í frosti.Apple segir að snjalltæki frá fyrirtækinu virki best í lofthita á bilinu 0-35 stig.Vísir/TótlaVirka best í 0-35 stiga hita Apple, framleiðandi iPhone, segir að síminn og önnur snjalltæki fyrirtækisins virki best í hita á bilinu 0-35 stig á Celsíus. Rafhlaðan er sögð endast verr í mjög köldum aðstæðum. „Þetta er allt prófað í Kaliforníu og þar er allt annað hitastig,“ segir Stefán Andri hjá IcePhone. Rafhlöður endast betur í nýjum símum en þeim eldri, meðal annars vegna þess að nú er bakhlið margra síma úr gleri. Aldís Ragnarsdóttir, verslunarstjóri hjá Vodafone í Kringlunni, nefnir iPhone 6 sem dæmi um eldri síma sem hafa verið til vandræða varðandi líftíma rafhlöðu í miklum kulda. „Á baki símans er málmþynna sem kólnar og kælir rafhlöðuna of mikið niður,“ segir Aldís.Landsbjörg mælir með því að fólk noti fleiri öryggistæki en snjallsíma.Vísir/FriðrikSnjallsímar ekki nóg Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, bendir ferðalöngum á að setja ferðaáætlun sína inn á vefinn safetravel.is. Hann telur snjallsíma ekki næg fjarskiptatæki á ferðalögum við erfiðar aðstæður. „Í kulda eins og er núna á veturna þegar þú ert úti í marga klukkutíma þá getur rafhlaðan klárast hratt, tvisvar til fjórum sinnum hraðar,“ segir Jónas. Hann bendir á að aukarafhlöður og svokallaðir hleðslubankar geti lengt líftíma rafhlöðu. Jónas mælir þó frekar með GPS búnaði eða neyðarsendum sem geta komið sér vel ef fólk týnist, til að mynda á fjöllum eða í óbyggðum. „Allt byggir þetta á því að þú getur sent frá þér skilaboð og staðsetninguna. Ef það er komið í óefni þá berst þessi staðsetning til okkar og er nokkuð nákvæm, munar kannski 100-200 metrum. Þá getum við sótt viðkomandi í staðinn fyrir að fara í mikla leit eins og var í Skaftafelli í síðustu viku,“ segir Jónas. Hann vísar til leitar að erlendri konu á sextugsaldri sem fannst heil á húfi eftir að hún varð viðskila við fjölskyldu sína.
Björgunarsveitir Fjarskipti Tækni Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira