Þá gengu þau út með heilt fjall af gjöfum en fyrir helgi var þeim óvænt boðið aftur í þáttinn. Þá hafði Ellen planað stærstu gjöf í sögu þáttanna.
Daniels-hjónin búa í tveggja svefnherbergja íbúð og eru þau illa fjárhagslega stödd. Fyrirtækið Cheerios ákvað því að gefa fjölskyldunni 500.000 dollara eða því sem samsvarar 60 milljónir íslenskar krónur. Viðbrögð þeirra voru eðlilega mikil og hágrétu allir fjölskyldumeðlimir á sviðinu. Einnig mátti sjá tár á hvarmi á gestum í sal.
Þarna var sagan ekki búinn. Cheerios ákvað að gefa fjölskyldunni 500.000 dollara að auka og samanlagt eina milljón dollara. Hjónin fá að gefa seinni upphæðina til góðgerðamála að eigin vali.
Hér að neðan má sjá innslagið í heild.