Gæslan á langt í land með að geta sinnt skyldum sínum Sveinn Arnarsson skrifar 11. febrúar 2019 06:15 Eitt af varðskipum Gæslunnar er varðskipið Týr. fréttablaðið/vilhelm Landhelgisgæslan hefur ekki getu til að sinna lögbundnu hlutverki sínu gagnvart íslenskum lögum né uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Á þetta varpar ljósi skýrsla um greiningu á eftirlits- og viðbragðsgetu gæslunnar sem hefur verið tekin fyrir í þjóðaröryggisráði Íslands. Þjóðaröryggisráð hefur upp á síðkastið haldið fimm fundi og meðal annars rætt málefni Landhelgisgæslunnar. Skýrslan sýnir að hún er ekki á nokkurn hátt mannskap eða tækjum búin til að takast á við það erfiða verkefni að sinna ein vörnum landsins. Nefnd eru dæmi um gervitunglamyndir sem teknar voru í lok október. Þar sjást tíu óþekkt endurvörp suðaustur af landinu á myndsvæði sem er um einn fimmti af efnahagslögsögunni. Miðað við upplausn gervitunglamynda var hægt að staðfesta að tvö þeirra væru skip og miklar líkur á að hin átta endurvörpin hafi einnig verið skip. Þessi skip voru ekki sjáanleg í ferilvöktun og athafnir þeirra í íslenskri lögsögu þar af leiðandi óþekktar. Gæslan gat ekki sent TF-SIF á svæðið til frekari rannsóknar þar sem flugvélin var við verkefni erlendis. Í skýrslunni er talið upp þrennt sem þyrfti að koma til svo að gæslan gæti sinnt skuldbindingum sínum. Fyrir það fyrsta er talið að flugvélin TF-SIF þurfi að vera á landinu allt árið og að bæta þurfi á hana einni áhöfn. Hingað til hefur vélin verið leigð út hálft árið vegna fjárskorts. Einnig er talið upp að bæta þurfi tveimur þyrluáhöfnum við, svo að tvær þyrlur séu til taks hverju sinni og að uppfæra þurfi varðskipið Ægi eða hefja smíði nýs varðskips svo tryggt sé að tvö skip geti verið á sjó hverju sinni. Auk þess þurfi að bæta við áhöfnum. Þetta séu einungis lágmarksviðbætur sem þurfi til að gæslan geti unnið samkvæmt lögum og erlendum skuldbindingum. Í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af stöðunni. „Á íslenskum hafsvæðum geta sjófarendur athafnað sig í lengri tíma án vitneskju Landhelgisgæslunnar. Þeir sem hafa áhuga á því, vita þetta,“ segir í skýrslunni. „Landhelgisgæslan hefur undanfarið fundið fyrir takmarkaðri eftirlitsgetu á íslenskum hafsvæðum. Atvik hafa reglulega átt sér stað sem hefði mátt afstýra eða í það minnsta hefðu krafist nánari skoðunar.“ Í þjóðaröryggisráði sitja forsætis-, utanríkis- og dómsmálaráðherra auk ráðuneytisstjóra ráðuneytanna, einn fulltrúi Landsbjargar, ríkislögreglustjóri, forstjóri Landhelgisgæslunnar og tveir þingmenn skipaðir af Alþingi. Birtist í Fréttablaðinu Landhelgisgæslan Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur ekki getu til að sinna lögbundnu hlutverki sínu gagnvart íslenskum lögum né uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Á þetta varpar ljósi skýrsla um greiningu á eftirlits- og viðbragðsgetu gæslunnar sem hefur verið tekin fyrir í þjóðaröryggisráði Íslands. Þjóðaröryggisráð hefur upp á síðkastið haldið fimm fundi og meðal annars rætt málefni Landhelgisgæslunnar. Skýrslan sýnir að hún er ekki á nokkurn hátt mannskap eða tækjum búin til að takast á við það erfiða verkefni að sinna ein vörnum landsins. Nefnd eru dæmi um gervitunglamyndir sem teknar voru í lok október. Þar sjást tíu óþekkt endurvörp suðaustur af landinu á myndsvæði sem er um einn fimmti af efnahagslögsögunni. Miðað við upplausn gervitunglamynda var hægt að staðfesta að tvö þeirra væru skip og miklar líkur á að hin átta endurvörpin hafi einnig verið skip. Þessi skip voru ekki sjáanleg í ferilvöktun og athafnir þeirra í íslenskri lögsögu þar af leiðandi óþekktar. Gæslan gat ekki sent TF-SIF á svæðið til frekari rannsóknar þar sem flugvélin var við verkefni erlendis. Í skýrslunni er talið upp þrennt sem þyrfti að koma til svo að gæslan gæti sinnt skuldbindingum sínum. Fyrir það fyrsta er talið að flugvélin TF-SIF þurfi að vera á landinu allt árið og að bæta þurfi á hana einni áhöfn. Hingað til hefur vélin verið leigð út hálft árið vegna fjárskorts. Einnig er talið upp að bæta þurfi tveimur þyrluáhöfnum við, svo að tvær þyrlur séu til taks hverju sinni og að uppfæra þurfi varðskipið Ægi eða hefja smíði nýs varðskips svo tryggt sé að tvö skip geti verið á sjó hverju sinni. Auk þess þurfi að bæta við áhöfnum. Þetta séu einungis lágmarksviðbætur sem þurfi til að gæslan geti unnið samkvæmt lögum og erlendum skuldbindingum. Í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af stöðunni. „Á íslenskum hafsvæðum geta sjófarendur athafnað sig í lengri tíma án vitneskju Landhelgisgæslunnar. Þeir sem hafa áhuga á því, vita þetta,“ segir í skýrslunni. „Landhelgisgæslan hefur undanfarið fundið fyrir takmarkaðri eftirlitsgetu á íslenskum hafsvæðum. Atvik hafa reglulega átt sér stað sem hefði mátt afstýra eða í það minnsta hefðu krafist nánari skoðunar.“ Í þjóðaröryggisráði sitja forsætis-, utanríkis- og dómsmálaráðherra auk ráðuneytisstjóra ráðuneytanna, einn fulltrúi Landsbjargar, ríkislögreglustjóri, forstjóri Landhelgisgæslunnar og tveir þingmenn skipaðir af Alþingi.
Birtist í Fréttablaðinu Landhelgisgæslan Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira