Staða réttarríkisins Guðmundur Steingrímsson skrifar 11. febrúar 2019 07:00 Einu sinni heyrði ég í fyrirlestri greint frá niðurstöðum hollenskrar könnunar, þar sem grafist var fyrir um það með hnitmiðuðum spurningum, hvað það væri sem hefði mest áhrif á hamingju fólks. Niðurstöðurnar voru áhugaverðar. Það kom á daginn, að til dæmis það að fjölskyldan í næsta húsi væri ríkari en maður sjálfur reyndist ekki hafa mjög mikil áhrif á hamingju fólks. Að við næsta hús væri stærri pallur með stærra grilli, með sex brennurum, bjórkæli og pizzuofni, það skipti litlu. Fólk var hamingjusamt með sína tvo brennara úr Byko. Hitt reyndist skipta fólk miklu meira máli: Ríkir réttlæti í samfélaginu? Er hægt að treysta því að allir fáir réttláta meðferð hjá öllum þessum aðilum í kringum mann, sem sýsla með mál manns? Á vinnumarkaði, í viðskiptum, í daglegu lífi. Það er fólki mikilvægt, samkvæmt þessu, að það sé til dæmis ekki gerður greinarmunur á Jóni og séra Jóni, að allir sitji við sama borð. Það er fólki mikilvægt að verða ekki fyrir gerræðislegri valdbeitingu, að geta búið við öryggi og vissan fyrirsjáanleika, og sanngirni, þegar kemur að alls kyns úrskurðar- og íhlutunarvaldi hinna fjölmörgu valdaaðila samfélagsins.Dæmin mörg Ég hef hugsað töluvert um þennan fyrirlestur síðan. Mér finnst þetta merkilegt, en líka augljóst þegar maður spáir í það. Þetta blasir samt ekki við, þegar maður hlýðir á umræðuna. Stundum, af umræðunni að dæma, virðist eins og það sé lykilatriði þegar kemur að hamingju að allir séu jafnríkir. Að enginn sé ríkur, helst. En þetta er misskilningur. Fáir býsnast yfir því, held ég, að einhver lúsiðin manneskja sé rík og láta það hafa áhrif á hamingju sína. Hitt skiptir meira máli: Öðlaðist viðkomandi ríkidæmi sitt á sanngjarnan hátt? Réð kannski klíkuskapur og ósanngjörn forgjöf úrslitum? Þetta er eitt dæmi af mörgum. Ég held að fátt sé eins niðurdrepandi, og þar með áhrifavaldur þegar kemur að hamingju manns, eins og verða að vitni að óréttlæti eða verða fyrir óréttlæti, jafnvel trekk í trekk, og hvað þá að búa í samfélagi sem einkennist í mörgum meginatriðum af óréttlæti. Óréttlætið getur verið æði lúmskt, en opnast manni smám saman eftir því sem árin safnast upp og reynslan eykst. Af þessum sjónarhóli þarf að skoða Ísland. Mér finnst ég skilja betur og betur fólk sem segir á efri árum, eftir langvarandi þátttöku í samfélagsumræðu og nálægð við ákvarðanatöku og vald, að íslenskt samfélag sé ógeðslegt. Stór orð, en þau hafa jú fallið.Tvenns konar dómstólar Hvað er átt við? Er Ísland ekki til fyrirmyndar? Tært vatn og hreint loft. Fremst í jafnrétti. Umburðarlynd og víðsýn. Eða hvað? Jú, jú. Margt er frábært. En samt er hún svo djúp og svo yfirgripsmikil þessi reiði og óþreyja. Það þarf ekki að tala lengi um samfélagsmál í samkvæmi á Íslandi þar til kemur að suðupunkti. Hitinn er alltaf undirliggjandi. Hverju sætir? Ég held að meginástæða óróa á vinnumarkaði, til dæmis, og líka uppsafnaðrar reiði þegar kemur að málefnum tengdum kynferðislegri áreitni og ofbeldi, sé sú að um langt skeið hefur sú tilfinning ríkt að á Íslandi ríki ekki almennilegt réttlæti. Fólk hefur hagnast gegnum klíku, auðlindir gefnar, stórir hagsmunaaðilar ráða allt of miklu, alls konar embættismenn hafa vald í mikilvægum málefnum borgaranna en enga ábyrgð – þurfa aldrei að rökstyðja mál sitt – og borgararnir eru lítt varðir af dómstólum. Einu sinni sagði mér maður að dómstólar í löndum heimsins hefðu annaðhvort tilhneigingu til þess að draga taum borgaranna, í viðureign þeirra við hið mikla vald sem opinberar stofnanir hafa, eða draga taum stofnananna og hins opinbera, gegn borgurunum, og þá væntanlega í nafni þess að ekki megi láta mannréttindi rugga bátnum um of. Því miður bendir margt til þess að á Íslandi sé hið síðarnefnda raunin.Nokkrar spurningar Hér eru nokkrar samfélagslegar samviskuspurningar: Skiptir máli í íslensku viðskiptalífi að vera í réttu klíkunni? Hafa ákvarðanir í stjórnmálum fært sumum einstaklingum auð á ósanngjarnan og ógagnsæjan hátt? (Uuu já.) Lenda þegnarnir í því að vera synjað um alls konar hluti af embættismönnum eða starfsmönnum stofnana og fá engar útskýringar eða möguleika til þess að hnekkja slíku? Getur fötluð manneskja vænst þess fyrir dómstólum á Íslandi að mannréttindi hennar séu metin mikilvægari en til dæmis fjárhagslegir hagsmunir, eða aðrir hagsmunir, stofnunar sem hún berst við? Dæmin eru sláandi um hið gagnstæða. Áfram, Freyja segi ég þó. Og að síðustu, ein góð hugleiðing í ljósi umræðunnar upp á síðkastið: Hefur einhver trú á því að mögulega einhver sem verður uppvís að því að hafa káfað á kvenfólki og abbast upp á það um áratugaskeið, jafnvel, verði nokkurn tímann dæmdur fyrir eitthvað slíkt af réttarríkinu? Það held ég ekki. Ég held að á Íslandi gangi vofa laus. Hún heitir óréttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Einu sinni heyrði ég í fyrirlestri greint frá niðurstöðum hollenskrar könnunar, þar sem grafist var fyrir um það með hnitmiðuðum spurningum, hvað það væri sem hefði mest áhrif á hamingju fólks. Niðurstöðurnar voru áhugaverðar. Það kom á daginn, að til dæmis það að fjölskyldan í næsta húsi væri ríkari en maður sjálfur reyndist ekki hafa mjög mikil áhrif á hamingju fólks. Að við næsta hús væri stærri pallur með stærra grilli, með sex brennurum, bjórkæli og pizzuofni, það skipti litlu. Fólk var hamingjusamt með sína tvo brennara úr Byko. Hitt reyndist skipta fólk miklu meira máli: Ríkir réttlæti í samfélaginu? Er hægt að treysta því að allir fáir réttláta meðferð hjá öllum þessum aðilum í kringum mann, sem sýsla með mál manns? Á vinnumarkaði, í viðskiptum, í daglegu lífi. Það er fólki mikilvægt, samkvæmt þessu, að það sé til dæmis ekki gerður greinarmunur á Jóni og séra Jóni, að allir sitji við sama borð. Það er fólki mikilvægt að verða ekki fyrir gerræðislegri valdbeitingu, að geta búið við öryggi og vissan fyrirsjáanleika, og sanngirni, þegar kemur að alls kyns úrskurðar- og íhlutunarvaldi hinna fjölmörgu valdaaðila samfélagsins.Dæmin mörg Ég hef hugsað töluvert um þennan fyrirlestur síðan. Mér finnst þetta merkilegt, en líka augljóst þegar maður spáir í það. Þetta blasir samt ekki við, þegar maður hlýðir á umræðuna. Stundum, af umræðunni að dæma, virðist eins og það sé lykilatriði þegar kemur að hamingju að allir séu jafnríkir. Að enginn sé ríkur, helst. En þetta er misskilningur. Fáir býsnast yfir því, held ég, að einhver lúsiðin manneskja sé rík og láta það hafa áhrif á hamingju sína. Hitt skiptir meira máli: Öðlaðist viðkomandi ríkidæmi sitt á sanngjarnan hátt? Réð kannski klíkuskapur og ósanngjörn forgjöf úrslitum? Þetta er eitt dæmi af mörgum. Ég held að fátt sé eins niðurdrepandi, og þar með áhrifavaldur þegar kemur að hamingju manns, eins og verða að vitni að óréttlæti eða verða fyrir óréttlæti, jafnvel trekk í trekk, og hvað þá að búa í samfélagi sem einkennist í mörgum meginatriðum af óréttlæti. Óréttlætið getur verið æði lúmskt, en opnast manni smám saman eftir því sem árin safnast upp og reynslan eykst. Af þessum sjónarhóli þarf að skoða Ísland. Mér finnst ég skilja betur og betur fólk sem segir á efri árum, eftir langvarandi þátttöku í samfélagsumræðu og nálægð við ákvarðanatöku og vald, að íslenskt samfélag sé ógeðslegt. Stór orð, en þau hafa jú fallið.Tvenns konar dómstólar Hvað er átt við? Er Ísland ekki til fyrirmyndar? Tært vatn og hreint loft. Fremst í jafnrétti. Umburðarlynd og víðsýn. Eða hvað? Jú, jú. Margt er frábært. En samt er hún svo djúp og svo yfirgripsmikil þessi reiði og óþreyja. Það þarf ekki að tala lengi um samfélagsmál í samkvæmi á Íslandi þar til kemur að suðupunkti. Hitinn er alltaf undirliggjandi. Hverju sætir? Ég held að meginástæða óróa á vinnumarkaði, til dæmis, og líka uppsafnaðrar reiði þegar kemur að málefnum tengdum kynferðislegri áreitni og ofbeldi, sé sú að um langt skeið hefur sú tilfinning ríkt að á Íslandi ríki ekki almennilegt réttlæti. Fólk hefur hagnast gegnum klíku, auðlindir gefnar, stórir hagsmunaaðilar ráða allt of miklu, alls konar embættismenn hafa vald í mikilvægum málefnum borgaranna en enga ábyrgð – þurfa aldrei að rökstyðja mál sitt – og borgararnir eru lítt varðir af dómstólum. Einu sinni sagði mér maður að dómstólar í löndum heimsins hefðu annaðhvort tilhneigingu til þess að draga taum borgaranna, í viðureign þeirra við hið mikla vald sem opinberar stofnanir hafa, eða draga taum stofnananna og hins opinbera, gegn borgurunum, og þá væntanlega í nafni þess að ekki megi láta mannréttindi rugga bátnum um of. Því miður bendir margt til þess að á Íslandi sé hið síðarnefnda raunin.Nokkrar spurningar Hér eru nokkrar samfélagslegar samviskuspurningar: Skiptir máli í íslensku viðskiptalífi að vera í réttu klíkunni? Hafa ákvarðanir í stjórnmálum fært sumum einstaklingum auð á ósanngjarnan og ógagnsæjan hátt? (Uuu já.) Lenda þegnarnir í því að vera synjað um alls konar hluti af embættismönnum eða starfsmönnum stofnana og fá engar útskýringar eða möguleika til þess að hnekkja slíku? Getur fötluð manneskja vænst þess fyrir dómstólum á Íslandi að mannréttindi hennar séu metin mikilvægari en til dæmis fjárhagslegir hagsmunir, eða aðrir hagsmunir, stofnunar sem hún berst við? Dæmin eru sláandi um hið gagnstæða. Áfram, Freyja segi ég þó. Og að síðustu, ein góð hugleiðing í ljósi umræðunnar upp á síðkastið: Hefur einhver trú á því að mögulega einhver sem verður uppvís að því að hafa káfað á kvenfólki og abbast upp á það um áratugaskeið, jafnvel, verði nokkurn tímann dæmdur fyrir eitthvað slíkt af réttarríkinu? Það held ég ekki. Ég held að á Íslandi gangi vofa laus. Hún heitir óréttlæti.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun