Jöfnuður, traust og sátt Oddný G Harðardóttir skrifar 26. febrúar 2019 10:15 Innan norrænna samfélaga mælist ekki bara minni ójöfnuður en annars staðar heldur líka meira traust, meiri sátt, meiri samheldni, betri heilsa og færri glæpir. Allt fylgir þetta jöfnuðinum. Stjórnvöld ættu því að setja aukinn jöfnuð í algjöran forgang. Þróunin hefur hins vegar verið þveröfug hér á landi seinni árin og andrúmsloftið eftir því. Á árunum fyrir hrun jókst ójöfnuður þegar fjármagnstekjur jukust mikið hjá efstu tekjuhópunum og ekki síður vegna stefnu hægri sinnaðra ríkisstjórna í skatta- og bótamálum. Jöfnuður jókst aftur eftir hrun, vegna þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem starfaði frá 2009 til 2013, beitti skatta- og bótakerfinu markvisst til jöfnunar. Aftur hefur sigið á ógæfuhliðina eftir þann tíma og þróunin er nú hröð í átt til ójafnaðar. Til að bregðast við þurfum við nú að hækka fjármagnstekjuskattinn og leggja skatt á stóreignir og auðlegð. Auðlindagjöld verða að hækka og renna til þjóðarinnar eins og sanngjarnt er. Bætur og opinber stuðningur ættu að hækka í takti við laun og gjaldheimtu af veiku fólki þarf að linna. Vilji stjórnvöld auka jöfnuð, samfélagslegt traust og stuðla að raunverulegri þjóðarsátt, þarf að beita bæði skatta- og bótakerfinu og hætta gjaldtöku innan velferðarkerfisins. Tekjutengingar bóta eru mun meiri hér á landi en í hinum norrænu ríkjunum. Barnabætur byrja t.d. að skerðast, samkvæmt ákvörðun núverandi ríkisstjórnar, við lágmarkslaun og launafólk með meðaltekjur fær alls engar barnabætur sem í augum stjórnvalda eru fátækrastyrkur. Samfylkingin hefur margoft bent á að stjórnvöld hafi á undanförnum árum veikt helstu jöfnunartæki hins opinbera. Þetta hefur verið pólitísk stefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í ríkisstjórn og er nú gert með stuðningi Vinstri grænna. Samfylkingin tekur heils hugar undir hugmyndir ASÍ um breytingar á gjaldtöku, sköttum og bótum. Með þeim munu kjör almennings batna en auk þess fengist meiri sátt í íslensku samfélagi. Það er til mikils að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Innan norrænna samfélaga mælist ekki bara minni ójöfnuður en annars staðar heldur líka meira traust, meiri sátt, meiri samheldni, betri heilsa og færri glæpir. Allt fylgir þetta jöfnuðinum. Stjórnvöld ættu því að setja aukinn jöfnuð í algjöran forgang. Þróunin hefur hins vegar verið þveröfug hér á landi seinni árin og andrúmsloftið eftir því. Á árunum fyrir hrun jókst ójöfnuður þegar fjármagnstekjur jukust mikið hjá efstu tekjuhópunum og ekki síður vegna stefnu hægri sinnaðra ríkisstjórna í skatta- og bótamálum. Jöfnuður jókst aftur eftir hrun, vegna þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem starfaði frá 2009 til 2013, beitti skatta- og bótakerfinu markvisst til jöfnunar. Aftur hefur sigið á ógæfuhliðina eftir þann tíma og þróunin er nú hröð í átt til ójafnaðar. Til að bregðast við þurfum við nú að hækka fjármagnstekjuskattinn og leggja skatt á stóreignir og auðlegð. Auðlindagjöld verða að hækka og renna til þjóðarinnar eins og sanngjarnt er. Bætur og opinber stuðningur ættu að hækka í takti við laun og gjaldheimtu af veiku fólki þarf að linna. Vilji stjórnvöld auka jöfnuð, samfélagslegt traust og stuðla að raunverulegri þjóðarsátt, þarf að beita bæði skatta- og bótakerfinu og hætta gjaldtöku innan velferðarkerfisins. Tekjutengingar bóta eru mun meiri hér á landi en í hinum norrænu ríkjunum. Barnabætur byrja t.d. að skerðast, samkvæmt ákvörðun núverandi ríkisstjórnar, við lágmarkslaun og launafólk með meðaltekjur fær alls engar barnabætur sem í augum stjórnvalda eru fátækrastyrkur. Samfylkingin hefur margoft bent á að stjórnvöld hafi á undanförnum árum veikt helstu jöfnunartæki hins opinbera. Þetta hefur verið pólitísk stefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í ríkisstjórn og er nú gert með stuðningi Vinstri grænna. Samfylkingin tekur heils hugar undir hugmyndir ASÍ um breytingar á gjaldtöku, sköttum og bótum. Með þeim munu kjör almennings batna en auk þess fengist meiri sátt í íslensku samfélagi. Það er til mikils að vinna.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar