Barnaþing haldið í ár Salvör Nordal skrifar 28. febrúar 2019 11:00 Umsvif umboðsmanns barna í embætti voru aukin í lok árs 2018. Lögum um umboðsmann barna var breytt í lok síðasta árs en þau höfðu þá ekki verið endurskoðuð frá því þau voru sett árið 1994. Með breytingunum er embættið styrkt og það hefur nú skýrt hlutverk í innleiðingu Barnasáttmálans og fræðslu um hann. Þá er embættinu gefið sérstakt hlutverk við að afla og miðla gögnum um stöðu tiltekinna hópa barna. Þau gögn munu liggja til grundvallar samræmdri og markvissri stefnu í málefnum barna hjá stjórnvöldum. „Umboðsmaður barna mun einnig boða til þings um málefni barna annað hvert ár þar sem farið verði yfir stöðu og þróun í málefnum barna á helstu sviðum samfélagsins og þá verða niðurstöður þingsins kynntar ríkisstjórn og hlutaðeigandi ráðherrum,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. „Það er ótrúlega spennandi verkefni og gaman að fyrsta þingið verður haldið í nóvember í tengslum við 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Barnaþingið verður haldið í Hörpu og við gerum ráð fyrir um 400-500 þátttakendum en í lögunum er kveðið á um virka þátttöku barna í skipulagningu og framkvæmd þingsins og að börn verði meðal gesta þess og mælenda. Okkur er ekki kunnugt um að sambærilegt þing hafi verið haldið annars staðar þótt ýmsar leiðir hafi verið farnar til að virkja þátttöku barna víða um heim.“ Einnig hefur verið lögfest að embættið hafi hóp barna sér til ráðgjafar en slíkur hópur hefur verið starfræktur um árabil. „Hlutverk þeirra er mjög mikilvægt í öllu okkar starfi. Með lögfestingu hópsins fær hann enn meira vægi og við höfum í hyggju að styrkja hann enn frekar t.d. með því að efla tengslin við börn út á landi til að fá sem fjölbreyttust sjónarmið inn í hópinn.“ Salvör segir það öllu máli skipta að sjónarmið barna heyrist í umræðunni og í stefnumótun hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Ekki eingöngu um málefni sem snúa beint að börnum heldur einnig um ýmis önnur mál enda þurfi börn að lifa lengst með afleiðingum ákvarðana sem teknar eru í dag. „Þá skiptir líka máli að ekki sé bara rætt við félagslega sterk börn heldur ekki síður þau sem eiga erfiðara með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þess vegna er rík áhersla lögð á það að fulltrúar barna á Barnaþinginu komi alls staðar að af landinu, úr mismunandi aðstæðum og með fjölbreytta reynslu. Á síðustu mánuðum hefur embættið unnið með sérfræðihópi barna með fötlun og við erum að vinna úr tillögum þeirra, sem ég vona að við getum kynnt á vormánuðum,“ segir Salvör. „Þegar kemur að aðstæðum barna og þjónustu við börn verðum við að heyra hvað þeim sjálfum finnst, hvernig þau sjá þjónustuna og hvað betur mætti fara. Ekki síður að þau séu höfð með í ráðum þegar ákveðið er hvernig haga eigi þeirra lífi, t.d. þegar forsjá er ákveðin eða umgengni eftir skilnað. Við getum talið okkur vita hvað börnum er fyrir bestu en sjáum svo ekki augljósa þætti sem skipta þau jafnvel öllu máli fyrr en við spyrjum þau. Þess vegna er samráð og samtal við börn og ungmenni lykilþátturinn í öllu starfi embættisins.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Salvör Nordal Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Umsvif umboðsmanns barna í embætti voru aukin í lok árs 2018. Lögum um umboðsmann barna var breytt í lok síðasta árs en þau höfðu þá ekki verið endurskoðuð frá því þau voru sett árið 1994. Með breytingunum er embættið styrkt og það hefur nú skýrt hlutverk í innleiðingu Barnasáttmálans og fræðslu um hann. Þá er embættinu gefið sérstakt hlutverk við að afla og miðla gögnum um stöðu tiltekinna hópa barna. Þau gögn munu liggja til grundvallar samræmdri og markvissri stefnu í málefnum barna hjá stjórnvöldum. „Umboðsmaður barna mun einnig boða til þings um málefni barna annað hvert ár þar sem farið verði yfir stöðu og þróun í málefnum barna á helstu sviðum samfélagsins og þá verða niðurstöður þingsins kynntar ríkisstjórn og hlutaðeigandi ráðherrum,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. „Það er ótrúlega spennandi verkefni og gaman að fyrsta þingið verður haldið í nóvember í tengslum við 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Barnaþingið verður haldið í Hörpu og við gerum ráð fyrir um 400-500 þátttakendum en í lögunum er kveðið á um virka þátttöku barna í skipulagningu og framkvæmd þingsins og að börn verði meðal gesta þess og mælenda. Okkur er ekki kunnugt um að sambærilegt þing hafi verið haldið annars staðar þótt ýmsar leiðir hafi verið farnar til að virkja þátttöku barna víða um heim.“ Einnig hefur verið lögfest að embættið hafi hóp barna sér til ráðgjafar en slíkur hópur hefur verið starfræktur um árabil. „Hlutverk þeirra er mjög mikilvægt í öllu okkar starfi. Með lögfestingu hópsins fær hann enn meira vægi og við höfum í hyggju að styrkja hann enn frekar t.d. með því að efla tengslin við börn út á landi til að fá sem fjölbreyttust sjónarmið inn í hópinn.“ Salvör segir það öllu máli skipta að sjónarmið barna heyrist í umræðunni og í stefnumótun hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Ekki eingöngu um málefni sem snúa beint að börnum heldur einnig um ýmis önnur mál enda þurfi börn að lifa lengst með afleiðingum ákvarðana sem teknar eru í dag. „Þá skiptir líka máli að ekki sé bara rætt við félagslega sterk börn heldur ekki síður þau sem eiga erfiðara með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þess vegna er rík áhersla lögð á það að fulltrúar barna á Barnaþinginu komi alls staðar að af landinu, úr mismunandi aðstæðum og með fjölbreytta reynslu. Á síðustu mánuðum hefur embættið unnið með sérfræðihópi barna með fötlun og við erum að vinna úr tillögum þeirra, sem ég vona að við getum kynnt á vormánuðum,“ segir Salvör. „Þegar kemur að aðstæðum barna og þjónustu við börn verðum við að heyra hvað þeim sjálfum finnst, hvernig þau sjá þjónustuna og hvað betur mætti fara. Ekki síður að þau séu höfð með í ráðum þegar ákveðið er hvernig haga eigi þeirra lífi, t.d. þegar forsjá er ákveðin eða umgengni eftir skilnað. Við getum talið okkur vita hvað börnum er fyrir bestu en sjáum svo ekki augljósa þætti sem skipta þau jafnvel öllu máli fyrr en við spyrjum þau. Þess vegna er samráð og samtal við börn og ungmenni lykilþátturinn í öllu starfi embættisins.“
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun