Ísland klagað fyrir eftirlitsnefnd Árósasamningsins vegna fiskeldislaga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 11:32 Ráðherra gaf út tvö bráðabirgðaleyfi í nóvember síðstliðnum, mánuði eftir lagasetninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARON Landvernd, Eldvötn, Fjöregg, Fuglavernd, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Ungir Umhverfissinnar hafa kvartað til eftirlitsnefndar Árósasamningsins vegna breytinga á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn ákvæðum samningsins en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er klagað fyrir nefndina. Kvörtunin varðar lagabreytingu frá því í október á síðasta ári þegar Alþingi samþykkti frumvarp sem heimilar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að gefa út bráðabirgðarrekstrarleyfi til fiskeldisfyrirtækja. Frumvarpið var samþykkt samdægurs og eftir takmarkaðar umræður, að mati umhverfisverndarsamtakanna. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri landverndar, segir greinilegt að Alþingi geri sér ekki grein fyrir mikilvægi Árósasamningsins og í hverju hann felst.Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.„En hann á að tryggja okkur hinum, almennu borgurunum, réttindi til þess að hafa áhrif á alla ákvörðunartöku og koma að ákvörðunum þegar verið er að gera eitthvað með okkar sameiginlegu auðlindir,“ segir hún.Réttindi sem Árósasamningurinn á að tryggja útilokuð Fyrir utan að útiloka þátttöku almennings þá útiloki hin nýja löggjöf kærurétt umhverfissamtaka til óháðs aðila og að vegið sé mjög að sjálfstæði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála gagnvart löggjafarvaldinu enda heimili nýju lögin að fella úr gildi úrskurði nefndarinnar. Næstu skref eru þau að lögfræðingur samtakanna sjö mun koma fyrir eftirlitsnefndina til að ræða þeirra sjónarmið. „Þá mun nefndin fá tækifæri til að afla frekari gagna ef þau telja þess þurfa og taka í framhaldinu ákvörðun hvort ísland hafi brotið gegn Árósasamningnum þarna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir. Alþingi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira
Landvernd, Eldvötn, Fjöregg, Fuglavernd, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Ungir Umhverfissinnar hafa kvartað til eftirlitsnefndar Árósasamningsins vegna breytinga á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn ákvæðum samningsins en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er klagað fyrir nefndina. Kvörtunin varðar lagabreytingu frá því í október á síðasta ári þegar Alþingi samþykkti frumvarp sem heimilar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að gefa út bráðabirgðarrekstrarleyfi til fiskeldisfyrirtækja. Frumvarpið var samþykkt samdægurs og eftir takmarkaðar umræður, að mati umhverfisverndarsamtakanna. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri landverndar, segir greinilegt að Alþingi geri sér ekki grein fyrir mikilvægi Árósasamningsins og í hverju hann felst.Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.„En hann á að tryggja okkur hinum, almennu borgurunum, réttindi til þess að hafa áhrif á alla ákvörðunartöku og koma að ákvörðunum þegar verið er að gera eitthvað með okkar sameiginlegu auðlindir,“ segir hún.Réttindi sem Árósasamningurinn á að tryggja útilokuð Fyrir utan að útiloka þátttöku almennings þá útiloki hin nýja löggjöf kærurétt umhverfissamtaka til óháðs aðila og að vegið sé mjög að sjálfstæði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála gagnvart löggjafarvaldinu enda heimili nýju lögin að fella úr gildi úrskurði nefndarinnar. Næstu skref eru þau að lögfræðingur samtakanna sjö mun koma fyrir eftirlitsnefndina til að ræða þeirra sjónarmið. „Þá mun nefndin fá tækifæri til að afla frekari gagna ef þau telja þess þurfa og taka í framhaldinu ákvörðun hvort ísland hafi brotið gegn Árósasamningnum þarna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir.
Alþingi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira