Eins og hamstur á hjóli þegar reynt er að samræma vinnu og fjölskyldulíf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 11:32 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB en eitt aðalbaráttumál félagsins er stytting vinnuvikunnar. vísir/vilhelm Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks sem líður stundum eins og hamstri á hjóli þegar það reynir að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Greint er frá þessu í nýju fréttabréfi BSRB en ein af aðaláherslum stéttarfélagsins í komandi kjaraviðræðum er stytting vinnuvikunnar.Í fréttabréfi BSRB kemur fram að rannsóknin hafi verið unnin af Andreu Hjálmsdóttur, lektor við Háskólann á Akureyri, og Mörtu Einarsdóttur, sérfræðingi á Rannsóknarmiðstöð við sama skóla. „Í henni var rætt við alls 38 einstaklinga sem voru ýmist giftir eða í sambúð, í að minnsta kosti 60 prósent starfshlutfalli og með barn eða börn undir 17 ára aldri. Rætt var við fólkið í kynskiptum hópum með 6 til 8 í hverjum hópi. Þátttakendur í rannsókn Andreu og Mörtu færðu streituna sem þeir upplifa í sínu daglega lífi ekki alltaf í orð, en margir töluðu um sífellt samviskubit sem þeir glíma við, togstreitu um forgangsröðun og þá slæmu tilfinningu sem fylgir því að ná ekki að sinna fjölskyldunni sem skyldi vegna álags í vinnunni, eða öfugt,“ segir í frétt BSRB en talsverður munur var á því hvernig karlar og konur skilgreina álag í sínu daglega lífi.Álag kvenna tengt heimilinu en streita karlmanna tengd vinnunni Þannig áttu konur það frekar til að tala um álag tengt heimilisstörfum og barnauppeldi á meðan karlar tengdu streitu eingöngu við vinnuna, en í rannsókninni voru þeir þættir sem auka álagið hjá þessu fjölskyldufólki dregnir saman í þrjá flokka; vinnuna, heimilisstörfin og barnauppeldið. „Þátttakendur í rannsókninni nefndu ýmsar leiðir til að minnka álag í daglegu lífi, en það sem oftast var nefnt var að annar aðilinn minnkaði við sig launaða vinnu til að geta betur sinnt börnum og heimilinu. Í öllum tilvikum var þar um konur að ræða. Það rímar við aðrar rannsóknir sem sýna að konur taka enn á sig meiri ábyrgð á barnauppeldi og heimilisstörfum en karlar. „Ákall þátttakenda okkar eftir styttri vinnuviku kom skýrt fram í öllum umræðuhópunum og þar var enginn munur á körlum og konum,“ segir meðal annars í niðurstöðum rannsóknarinnar. „Margir viðmælenda töldu að stytt vinnuvika gæti verið mikil gæfa fyrir lífsgæði fjölskyldufólk.“ Niðurstöður rannsakendanna eru skýrar: „Miðað við niðurstöður okkar má ætla að stytting vinnuviku, án launaskerðingar, myndi koma sér vel fyrir barnafólk. Þar sem íslenskir karlar vinna mikla yfirvinnu má ætla að stytting vinnuvikunnar kæmi sér einkar vel fyrir þá og samspil fjölskyldu og atvinnulífs, ekki síst vegna þess að þeim er frekar ætlað fyrirvinnuhlutverk en konum. Eftir að feðraorlof í allt að þrjá mánuði var fest í lög reyndist það körlum auðveldara að fá viðurkenningu á orlofstöku og ætla má að slík viðhorfsbreyting gæti átt sér stað með styttingu vinnuvikunnar,““ segir á vef BSRB en nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar hér. Börn og uppeldi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stéttarfélögin gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar Málþing um styttingu vinnuvikunnar var haldið í Hörpu í dag. 12. janúar 2019 19:30 Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks sem líður stundum eins og hamstri á hjóli þegar það reynir að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Greint er frá þessu í nýju fréttabréfi BSRB en ein af aðaláherslum stéttarfélagsins í komandi kjaraviðræðum er stytting vinnuvikunnar.Í fréttabréfi BSRB kemur fram að rannsóknin hafi verið unnin af Andreu Hjálmsdóttur, lektor við Háskólann á Akureyri, og Mörtu Einarsdóttur, sérfræðingi á Rannsóknarmiðstöð við sama skóla. „Í henni var rætt við alls 38 einstaklinga sem voru ýmist giftir eða í sambúð, í að minnsta kosti 60 prósent starfshlutfalli og með barn eða börn undir 17 ára aldri. Rætt var við fólkið í kynskiptum hópum með 6 til 8 í hverjum hópi. Þátttakendur í rannsókn Andreu og Mörtu færðu streituna sem þeir upplifa í sínu daglega lífi ekki alltaf í orð, en margir töluðu um sífellt samviskubit sem þeir glíma við, togstreitu um forgangsröðun og þá slæmu tilfinningu sem fylgir því að ná ekki að sinna fjölskyldunni sem skyldi vegna álags í vinnunni, eða öfugt,“ segir í frétt BSRB en talsverður munur var á því hvernig karlar og konur skilgreina álag í sínu daglega lífi.Álag kvenna tengt heimilinu en streita karlmanna tengd vinnunni Þannig áttu konur það frekar til að tala um álag tengt heimilisstörfum og barnauppeldi á meðan karlar tengdu streitu eingöngu við vinnuna, en í rannsókninni voru þeir þættir sem auka álagið hjá þessu fjölskyldufólki dregnir saman í þrjá flokka; vinnuna, heimilisstörfin og barnauppeldið. „Þátttakendur í rannsókninni nefndu ýmsar leiðir til að minnka álag í daglegu lífi, en það sem oftast var nefnt var að annar aðilinn minnkaði við sig launaða vinnu til að geta betur sinnt börnum og heimilinu. Í öllum tilvikum var þar um konur að ræða. Það rímar við aðrar rannsóknir sem sýna að konur taka enn á sig meiri ábyrgð á barnauppeldi og heimilisstörfum en karlar. „Ákall þátttakenda okkar eftir styttri vinnuviku kom skýrt fram í öllum umræðuhópunum og þar var enginn munur á körlum og konum,“ segir meðal annars í niðurstöðum rannsóknarinnar. „Margir viðmælenda töldu að stytt vinnuvika gæti verið mikil gæfa fyrir lífsgæði fjölskyldufólk.“ Niðurstöður rannsakendanna eru skýrar: „Miðað við niðurstöður okkar má ætla að stytting vinnuviku, án launaskerðingar, myndi koma sér vel fyrir barnafólk. Þar sem íslenskir karlar vinna mikla yfirvinnu má ætla að stytting vinnuvikunnar kæmi sér einkar vel fyrir þá og samspil fjölskyldu og atvinnulífs, ekki síst vegna þess að þeim er frekar ætlað fyrirvinnuhlutverk en konum. Eftir að feðraorlof í allt að þrjá mánuði var fest í lög reyndist það körlum auðveldara að fá viðurkenningu á orlofstöku og ætla má að slík viðhorfsbreyting gæti átt sér stað með styttingu vinnuvikunnar,““ segir á vef BSRB en nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar hér.
Börn og uppeldi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stéttarfélögin gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar Málþing um styttingu vinnuvikunnar var haldið í Hörpu í dag. 12. janúar 2019 19:30 Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Stéttarfélögin gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar Málþing um styttingu vinnuvikunnar var haldið í Hörpu í dag. 12. janúar 2019 19:30
Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53