Skýrslutökum yfir Katalónum sem sakaðir eru um uppreisn lokið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. febrúar 2019 08:15 Ákærðu í dómsal í Madríd við upphaf réttarhaldanna. Nordicphotos/AFP Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar héldu áfram í hæstarétti Spánar í Madríd í gær. Skýrsla var tekin af tveimur síðustu hinna ákærðu. Annars vegar Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta, og hins vegar Jordi Cuixart, formanni samtakanna Omnium Cultural. Þau eru bæði sökuð um uppreisn og uppreisnaráróður og eiga yfir höfði sér áratugi í fangelsi. Cuixart, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi í tæpt eitt og hálft ár, sagði það ekkert forgangsmál að sleppa úr fangelsi. „Heldur vil ég úthrópa mannréttindabrot í Katalóníu og á Spáni. Það er einnig í forgangi að leysa úr þessari deilu,“ sagði Katalóninn og bætti því við að hann væri pólitískur fangi, í haldi vegna skoðana sinna líkt og aðrir Katalónar hafa haldið fram. Forcadell hafnaði því alfarið að hún hefði misnotað vald sitt sem þingforseti í þágu sjálfstæðishreyfingarinnar. Þá sagðist hún jafnframt fordæma minnihlutahópsvæðingu Katalóna, brot gegn réttindum þjóðarinnar og eigin meðferð í aðdraganda réttarhaldanna. Réttarhöldin halda áfram í dag. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar þegar sjálfstæðisatkvæðagreiðslan fór fram í október 2017, mætir fyrir dóminn. Það gerir Soraya Sáenz de Santamaría, þáverandi varaforsætisráðherra, sömuleiðis. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og tjáningarfrelsi. 18. febrúar 2019 08:45 Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30 Um 200 þúsund manns mótmæltu á götum Barcelona Mótmæltu réttarhöldunum yfir tíu leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna og tveimur aðgerðasinnum. 16. febrúar 2019 22:01 Boðað til kosninga á Spáni í lok apríl Þingkosningar verða haldnar 28. apríl, um mánuði fyrir héraðs-, sveitarstjórnar- og Evrópuþingskosningar. 15. febrúar 2019 09:57 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar héldu áfram í hæstarétti Spánar í Madríd í gær. Skýrsla var tekin af tveimur síðustu hinna ákærðu. Annars vegar Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta, og hins vegar Jordi Cuixart, formanni samtakanna Omnium Cultural. Þau eru bæði sökuð um uppreisn og uppreisnaráróður og eiga yfir höfði sér áratugi í fangelsi. Cuixart, sem hefur verið í gæsluvarðhaldi í tæpt eitt og hálft ár, sagði það ekkert forgangsmál að sleppa úr fangelsi. „Heldur vil ég úthrópa mannréttindabrot í Katalóníu og á Spáni. Það er einnig í forgangi að leysa úr þessari deilu,“ sagði Katalóninn og bætti því við að hann væri pólitískur fangi, í haldi vegna skoðana sinna líkt og aðrir Katalónar hafa haldið fram. Forcadell hafnaði því alfarið að hún hefði misnotað vald sitt sem þingforseti í þágu sjálfstæðishreyfingarinnar. Þá sagðist hún jafnframt fordæma minnihlutahópsvæðingu Katalóna, brot gegn réttindum þjóðarinnar og eigin meðferð í aðdraganda réttarhaldanna. Réttarhöldin halda áfram í dag. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar þegar sjálfstæðisatkvæðagreiðslan fór fram í október 2017, mætir fyrir dóminn. Það gerir Soraya Sáenz de Santamaría, þáverandi varaforsætisráðherra, sömuleiðis.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og tjáningarfrelsi. 18. febrúar 2019 08:45 Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30 Um 200 þúsund manns mótmæltu á götum Barcelona Mótmæltu réttarhöldunum yfir tíu leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna og tveimur aðgerðasinnum. 16. febrúar 2019 22:01 Boðað til kosninga á Spáni í lok apríl Þingkosningar verða haldnar 28. apríl, um mánuði fyrir héraðs-, sveitarstjórnar- og Evrópuþingskosningar. 15. febrúar 2019 09:57 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og tjáningarfrelsi. 18. febrúar 2019 08:45
Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30
Um 200 þúsund manns mótmæltu á götum Barcelona Mótmæltu réttarhöldunum yfir tíu leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna og tveimur aðgerðasinnum. 16. febrúar 2019 22:01
Boðað til kosninga á Spáni í lok apríl Þingkosningar verða haldnar 28. apríl, um mánuði fyrir héraðs-, sveitarstjórnar- og Evrópuþingskosningar. 15. febrúar 2019 09:57