320 hermenn hafa flúið til Kólumbíu á fjórum dögum Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2019 16:53 Vesti hermannanna. AP/Christine Armario Undanfarna fjóra daga hafa minnst 320 hermenn flúið frá Venesúela til Kólumbíu. Það gerðu þeir í kjölfar þess að þeim var skipað að koma í veg fyrir að hjálpargögnum yrði hleypt yfir landamærin. Flestir hermannanna eru lágt settir innan hersins.Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við nokkra þeirra 40 hermanna sem eiga ekki ættingja í Kólumbíu og búa í neyðarskýli skammt frá landamærunum.Meðal annars sögðust þeir hafa óttast að vera fangelsaðir og því hefðu þeir hlýtt þeim skipunum að koma í veg fyrir að hjálpargögnunum yrði hleypt inn í landið og viðurkenndu þeir að hafa skotið táragasi að mótmælendum. Þá sögðust tveir hafa komið að ráðabruggi um að lauma hjálpargögnunum yfir. Allir segja það hafa verið skyndiákvörðun að flýja yfir landamærin og þeir hafi flúið með ekkert nema herbúninga sína. Þrátt fyrir að sífellt fleiri hermenn virðist gerast liðhlaupar, segja hermennirnir að það sé einungis dropi í hafið. Allt í allt eru um 200 þúsund hermenn í Venesúela og þeir segja gífurlega erfitt að flýja þaðan. Allir sem sýni minnstu óánægju séu fangelsaðir og jafnvel pyntaðir. Andstæðingar Nicolas Maduro, forseta landsins, hafa kallað eftir því að herinn láti af stuðningi sínum við hann en hingað til hafa æðstu menn hersins ekki orðið við því og ólíklegt þykir að það gerist. Einn hermannanna sagði ljóst að Maduro myndi aldrei láta af völdum án inngrips alþjóðasamfélagsins og jafnvel hernaðaríhlutunar. Kólumbía Venesúela Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Undanfarna fjóra daga hafa minnst 320 hermenn flúið frá Venesúela til Kólumbíu. Það gerðu þeir í kjölfar þess að þeim var skipað að koma í veg fyrir að hjálpargögnum yrði hleypt yfir landamærin. Flestir hermannanna eru lágt settir innan hersins.Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við nokkra þeirra 40 hermanna sem eiga ekki ættingja í Kólumbíu og búa í neyðarskýli skammt frá landamærunum.Meðal annars sögðust þeir hafa óttast að vera fangelsaðir og því hefðu þeir hlýtt þeim skipunum að koma í veg fyrir að hjálpargögnunum yrði hleypt inn í landið og viðurkenndu þeir að hafa skotið táragasi að mótmælendum. Þá sögðust tveir hafa komið að ráðabruggi um að lauma hjálpargögnunum yfir. Allir segja það hafa verið skyndiákvörðun að flýja yfir landamærin og þeir hafi flúið með ekkert nema herbúninga sína. Þrátt fyrir að sífellt fleiri hermenn virðist gerast liðhlaupar, segja hermennirnir að það sé einungis dropi í hafið. Allt í allt eru um 200 þúsund hermenn í Venesúela og þeir segja gífurlega erfitt að flýja þaðan. Allir sem sýni minnstu óánægju séu fangelsaðir og jafnvel pyntaðir. Andstæðingar Nicolas Maduro, forseta landsins, hafa kallað eftir því að herinn láti af stuðningi sínum við hann en hingað til hafa æðstu menn hersins ekki orðið við því og ólíklegt þykir að það gerist. Einn hermannanna sagði ljóst að Maduro myndi aldrei láta af völdum án inngrips alþjóðasamfélagsins og jafnvel hernaðaríhlutunar.
Kólumbía Venesúela Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira