Veðurtepptir ljósmyndarar láta veðrið ekki á sig fá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2019 12:15 Það er töluvert hvassviðri í Mývatnssveit. Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson Stór hópur erlendra ljósmyndara bíður nú af sér óveðrið sem gengur yfir landið á Sel Hóteli við Mývatn. Bálhvasst er í Mývatnssveit en ferðamennirnir eru hinir rólegustu að sögn hótelstjórans. Líkt og komið hefur fram er er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag vegna mikils hvassviðris sem gengur nú yfir landið. Þar er Mývatnssveit engin undantekning. „Það er býsna sterkur vindur, suðvestanvindur og ég er að horfa hérna á flaggstöng fyrir utan hótelið og hún svignar nú ágætlega. Eins sér maður hérna upp þar þar sem ekki er frosið á vatninu að það rýkur alveg af vatninu. Þannig að það er býsna mikill vindur,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson hótelstjóri Sels Hótels.Sjá einnig:Óveður gengur yfir landið Um fimmtíu manns bíða nú á hótelinu eftir að veðrinu slotar, þar á meðal tveir hópar áhugaljósmyndara sem nýta tímann í annað á meðan veðrið geisar.Ferðamennirnir eru hinir rólegustu yfir veðurofsanum.Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson„Við ráðlögðum flestum eða öllum sem eru á hótelinu hjá okkur að doka fram eftir degi og leyfa mesta vindinum að fara yfir. Það eru allir bara rólegir hérna. Það eru tveir myndatökuhópar og þeir fóru báðir bara í innivinnu,“ segir Yngvi Ragnar. Sumir hafa þó ákveðið að halda af stað en helstu vegir á Norðurlandi eru nokkuð greiðfærir ef frá er talið hvassviðrið. „Það eru nokkrir sem hafa farið og við höfum bara farið yfir það með þeim á staðkunnugan hátt hvar eru sviptivindar og annað og beðið fólk um að fara varlega. Flestir eru nú bara rólegir og bíða fram yfir hádegi og sjá hvernig veðrið gengur yfir,“ segir Yngvi Ragnar. Á þessum árstíma eru Mývetningar þó vanari snjókomu og frosti, fremur en hlýindum og hvassviðri. „Það koma alls konar veður í Mývatnssveit. Við erum miklu vanari miklum frostum og snjóum en þetta veður er eiginlega hiti og hlýindi og er að taka allan snjóinn þannig að þetta er svona öfugsnúið veður fyrir okkar.“ Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Veður Tengdar fréttir Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga. 26. febrúar 2019 06:55 Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla á Akureyri Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. 26. febrúar 2019 07:43 Vaktin: Óveður gengur yfir landið Appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi. 26. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Sjá meira
Stór hópur erlendra ljósmyndara bíður nú af sér óveðrið sem gengur yfir landið á Sel Hóteli við Mývatn. Bálhvasst er í Mývatnssveit en ferðamennirnir eru hinir rólegustu að sögn hótelstjórans. Líkt og komið hefur fram er er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag vegna mikils hvassviðris sem gengur nú yfir landið. Þar er Mývatnssveit engin undantekning. „Það er býsna sterkur vindur, suðvestanvindur og ég er að horfa hérna á flaggstöng fyrir utan hótelið og hún svignar nú ágætlega. Eins sér maður hérna upp þar þar sem ekki er frosið á vatninu að það rýkur alveg af vatninu. Þannig að það er býsna mikill vindur,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson hótelstjóri Sels Hótels.Sjá einnig:Óveður gengur yfir landið Um fimmtíu manns bíða nú á hótelinu eftir að veðrinu slotar, þar á meðal tveir hópar áhugaljósmyndara sem nýta tímann í annað á meðan veðrið geisar.Ferðamennirnir eru hinir rólegustu yfir veðurofsanum.Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson„Við ráðlögðum flestum eða öllum sem eru á hótelinu hjá okkur að doka fram eftir degi og leyfa mesta vindinum að fara yfir. Það eru allir bara rólegir hérna. Það eru tveir myndatökuhópar og þeir fóru báðir bara í innivinnu,“ segir Yngvi Ragnar. Sumir hafa þó ákveðið að halda af stað en helstu vegir á Norðurlandi eru nokkuð greiðfærir ef frá er talið hvassviðrið. „Það eru nokkrir sem hafa farið og við höfum bara farið yfir það með þeim á staðkunnugan hátt hvar eru sviptivindar og annað og beðið fólk um að fara varlega. Flestir eru nú bara rólegir og bíða fram yfir hádegi og sjá hvernig veðrið gengur yfir,“ segir Yngvi Ragnar. Á þessum árstíma eru Mývetningar þó vanari snjókomu og frosti, fremur en hlýindum og hvassviðri. „Það koma alls konar veður í Mývatnssveit. Við erum miklu vanari miklum frostum og snjóum en þetta veður er eiginlega hiti og hlýindi og er að taka allan snjóinn þannig að þetta er svona öfugsnúið veður fyrir okkar.“
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Veður Tengdar fréttir Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga. 26. febrúar 2019 06:55 Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla á Akureyri Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. 26. febrúar 2019 07:43 Vaktin: Óveður gengur yfir landið Appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi. 26. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Sjá meira
Rétt að vera við öllu búin í óveðrinu Nú er skollið á óveður á ríflega helmingi landsins og segir veðurfræðingur að það megi „nánast draga línu frá Suðurlandi til norðausturs af Tröllaskaga. 26. febrúar 2019 06:55
Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla á Akureyri Skólahald fellur niður í Hlíðarskóla í Skjaldarvík á Akureyri í dag vegna veðurs. 26. febrúar 2019 07:43
Vaktin: Óveður gengur yfir landið Appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland og Miðhálendi. 26. febrúar 2019 08:00