Veltir fyrir sér hvort valdastéttin hafi myndað „ósýnilegt bandalag“ sem stjórni landinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2019 15:46 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir því fyrir sér hvort á Íslandi sé til svokallað djúpríki eða "Deep State“ eins og það er kallað á ensku. Vísir/GVA Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir því fyrir sér hvort á Íslandi sé til svokallað djúpríki eða „Deep State“ eins og það er kallað á ensku. „Ég er að velta fyrir mér hvort það geti verið að það sé til orðið svona ákveðið ósýnilegt bandalag ýmissa aðila í okkar stjórnkerfi, bæði embættismenn, æðstu embættismenn, stjórnmálamennirnir sjálfir, ýmis hagsmunasamtök sem tengjast atvinnulífi, viðskiptalífi og fjármálalífi sem sé raunverulega að notfæra sér aðstöðu sína til þess að tryggja sinn eigin hag á kostnað allra hinna.“ Þetta sagði Styrmir í viðtali í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun en tilefnið var pistill sem hann skrifaði í Morgunblaðið í gær undir yfirskriftinni „Er til „djúpríki“ á Íslandi?“ Styrmir veltir því fyrir sér hvort valdamenn séu í auknum mæli farnir að gæta meira að sínum eigin hagsmunum heldur en þjóðarhagsmunum. Hann varpar fram þeirri spurningu hvort íslenska djúpríkið hafi haft meiri áhrif á innihald skattatillagna ríkisstjórnarinnar heldur en verkalýðsfélögin sem hafi fundað reglulega saman í rúmt ár í ljósi þess hversu mjög boðaðar skattkerfisbreytingar komu verkalýðsforystunni í opna skjöldu. „Er það skýringin á útgöngu Vilhjálms Birgissonar?“ spyr Styrmir í pistli sínum. „Kjaradeilurnar sem nú standa yfir og stefna í þau ósköp sem hafa verið fyrirsjáanleg frá sumri og hausti 2016 þegar kjararáð tók sínar ákvarðanir um kaup og kjör æðstu embættismanna, þingmanna, ráðherra og ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki og aðrir skyldir aðilar litu til sem fordæmis, snúast um meira en kaup og kjör,“ segir Styrmir sem bendir á að deilurnar snúist um þá tvískiptingu sem hafi orðið á í íslensku samfélagi eftir efnahagshrunið haustið 2008. „Að vísu var íslenzka djúpríkið orðið til fyrir hrun. Þá var það fjármálageirinn og viðskiptalífið sem stjórnaði ferðinni en ekki kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Hrunið gerði ekki út af við það djúpríki. Það endurskipulagði sig bara með nýjum hætti,“ segir Styrmir. Hann veltir því fyrir sér hvort enginn þingmaður sé reiðubúinn að setja hnefann í borðið. „Getur verið að á Alþingi Íslendinga nú um stundir sé ekki til fólk í öllum flokkum sem er tilbúið að taka af skarið og segja: Hingað og ekki lengra. Við verðum að ná saman í yfirstandandi kjaradeilu, ekki bara samningum um kaup og kjör, heldur sátt um samfélagssáttmála sem hafi þau áhrif að framtíð Íslands vilji eiga heima hér áfram,“ segir Styrmir. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir því fyrir sér hvort á Íslandi sé til svokallað djúpríki eða „Deep State“ eins og það er kallað á ensku. „Ég er að velta fyrir mér hvort það geti verið að það sé til orðið svona ákveðið ósýnilegt bandalag ýmissa aðila í okkar stjórnkerfi, bæði embættismenn, æðstu embættismenn, stjórnmálamennirnir sjálfir, ýmis hagsmunasamtök sem tengjast atvinnulífi, viðskiptalífi og fjármálalífi sem sé raunverulega að notfæra sér aðstöðu sína til þess að tryggja sinn eigin hag á kostnað allra hinna.“ Þetta sagði Styrmir í viðtali í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun en tilefnið var pistill sem hann skrifaði í Morgunblaðið í gær undir yfirskriftinni „Er til „djúpríki“ á Íslandi?“ Styrmir veltir því fyrir sér hvort valdamenn séu í auknum mæli farnir að gæta meira að sínum eigin hagsmunum heldur en þjóðarhagsmunum. Hann varpar fram þeirri spurningu hvort íslenska djúpríkið hafi haft meiri áhrif á innihald skattatillagna ríkisstjórnarinnar heldur en verkalýðsfélögin sem hafi fundað reglulega saman í rúmt ár í ljósi þess hversu mjög boðaðar skattkerfisbreytingar komu verkalýðsforystunni í opna skjöldu. „Er það skýringin á útgöngu Vilhjálms Birgissonar?“ spyr Styrmir í pistli sínum. „Kjaradeilurnar sem nú standa yfir og stefna í þau ósköp sem hafa verið fyrirsjáanleg frá sumri og hausti 2016 þegar kjararáð tók sínar ákvarðanir um kaup og kjör æðstu embættismanna, þingmanna, ráðherra og ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki og aðrir skyldir aðilar litu til sem fordæmis, snúast um meira en kaup og kjör,“ segir Styrmir sem bendir á að deilurnar snúist um þá tvískiptingu sem hafi orðið á í íslensku samfélagi eftir efnahagshrunið haustið 2008. „Að vísu var íslenzka djúpríkið orðið til fyrir hrun. Þá var það fjármálageirinn og viðskiptalífið sem stjórnaði ferðinni en ekki kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Hrunið gerði ekki út af við það djúpríki. Það endurskipulagði sig bara með nýjum hætti,“ segir Styrmir. Hann veltir því fyrir sér hvort enginn þingmaður sé reiðubúinn að setja hnefann í borðið. „Getur verið að á Alþingi Íslendinga nú um stundir sé ekki til fólk í öllum flokkum sem er tilbúið að taka af skarið og segja: Hingað og ekki lengra. Við verðum að ná saman í yfirstandandi kjaradeilu, ekki bara samningum um kaup og kjör, heldur sátt um samfélagssáttmála sem hafi þau áhrif að framtíð Íslands vilji eiga heima hér áfram,“ segir Styrmir.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00
Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51