Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 11:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fullyrðingar Samtaka atvinnulífsins um að kröfur félagsins hljóði upp á 60 til 85 prósent launahækkanir á samningstímabilinu opinberi „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar og að um „fjarstæðukenndan áróður“ sé að ræða. Fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, í Kastljósi í gær að efnislega hljóðuðu kröfurnar sem beindust að fyrirtækjunum í landinu upp á 60 til 85 prósent launahækkun. Það ætti ekki bara við um lægstu launin heldur en laun allra og sagði Halldór að þetta væri ástand sem ekki væri hægt að una við. Ef gengið yrði að kröfunum myndu vextir hækka sem og húsaleiga, vöruverð og verðbólga að sögn Halldórs. Í Fréttablaðinu í dag var svo fjallað um kröfur Starfsgreinasambandsins og því haldið fram að þær hljóðuðu upp á 70 til 85 prósent hækkanir á samningstímabilinu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefði Efling haldið þessum kröfum til streitu í viðræðum við SA en í útreikningunum er miðað við óbreyttan fjölda greiddra yfirvinnutíma.15 þúsund krónur en ekki 20 þúsund Í færslu á Facebook-síðu sinni fer Ragnar Þór yfir tilboðið sem SA lagði fram við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara: „15.000 krónur á laun undir 600.0000 kr. og 2,5% á laun umfram það. ATH. Ekki 20.000 kr.!! Sérstök 5.000 kr. Hækkun á lægstu taxta sem eru í dag 270.408 kr. Verðbólguspá fyrir 2019 er 3,4 til 3,6%. Á meðan lýðskrumarar og aðrir lobbíistar sérhagsmuna tala um nútíma hagfræði, kulnun í hagkerfinu eða skrumskæla kröfugerðir verkalýðshreyfingarinnar eins og kom fram í málflutningi SA í gær þá er rétt að benda á nokkrar staðreyndir. Tiilboð SA til megin þorra félagsmanna VR felur í sér kaupmáttarrýrnun! 2,5% hækkun launa í 3,6% verðbólgu er ekki ábyrg nálgun í kjaraviðræðum! 15.000 kr. Hækkun á laun undir 600.000 eru 8.975 kr. Útborgað!“ segir í færslu Ragnars Þórs sem fer síðan yfir það hvernig leigufélögin séu byrjuð að hækka leigu um til dæmis 20 þúsund krónur á mánuði og launahækkanir sem aðrir í samfélaginu hafa fengið. „SA vill nálgast málin af meiri ábyrgð og býður félagsmönnum VR 2,5% á meðan laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 82%. SA vill nálgast málin af meiri ábyrgð og býður félagsmönnum VR 2,5% á meðan laun Alþingismanna og æðstu embættismanna hækkuðu um 45% og yfir. SA vill nálgast málin af meiri ábyrgð og býður félagsmönnum VR 15.000 kr. á meðan laun framkvæmdastjóra SA munu hækka um 90.000 kr. Samkvæmt sama tilboði. Stjórnvöld og SA tala um kólnun í hagkerfinu, ábyrgð og svigrúm á meðan laun bankastjóra Landsbankans hækka um 1.700.000 kr. Á mánuði, eða 82%, og þykir sú hækkun hófleg í núverandi árferði að mati stjórnenda bankans. Í kröfugerð VR er sama krónutöluhækkun á alla og að lægstu laun hækki úr 300.000 kr. Í 425.000 kr á mánuði á þremur árum. Fullyrðingar SA um að krafa okkar sé 60 til 85% á öll laun er svo fjarstæðukenndur áróður að hann er varla svaraverður en hlýtur að opinbera sturlað viðhorf viðsemjenda okkar til kröfugerðarinnar og stöðunnar á vinnumarkaði.“ Færslu Ragnars Þórs má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Myndu hækka um allt að 85 prósent Kröfur SGS fela í sér að laun félagsmanna myndu hækka á bilinu 70 prósent til 85 prósent á samningstímabilinu. Efling hefur haldið þeim kröfum til streitu í viðræðum sínum við SA. 22. febrúar 2019 06:45 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fullyrðingar Samtaka atvinnulífsins um að kröfur félagsins hljóði upp á 60 til 85 prósent launahækkanir á samningstímabilinu opinberi „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar og að um „fjarstæðukenndan áróður“ sé að ræða. Fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, í Kastljósi í gær að efnislega hljóðuðu kröfurnar sem beindust að fyrirtækjunum í landinu upp á 60 til 85 prósent launahækkun. Það ætti ekki bara við um lægstu launin heldur en laun allra og sagði Halldór að þetta væri ástand sem ekki væri hægt að una við. Ef gengið yrði að kröfunum myndu vextir hækka sem og húsaleiga, vöruverð og verðbólga að sögn Halldórs. Í Fréttablaðinu í dag var svo fjallað um kröfur Starfsgreinasambandsins og því haldið fram að þær hljóðuðu upp á 70 til 85 prósent hækkanir á samningstímabilinu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefði Efling haldið þessum kröfum til streitu í viðræðum við SA en í útreikningunum er miðað við óbreyttan fjölda greiddra yfirvinnutíma.15 þúsund krónur en ekki 20 þúsund Í færslu á Facebook-síðu sinni fer Ragnar Þór yfir tilboðið sem SA lagði fram við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara: „15.000 krónur á laun undir 600.0000 kr. og 2,5% á laun umfram það. ATH. Ekki 20.000 kr.!! Sérstök 5.000 kr. Hækkun á lægstu taxta sem eru í dag 270.408 kr. Verðbólguspá fyrir 2019 er 3,4 til 3,6%. Á meðan lýðskrumarar og aðrir lobbíistar sérhagsmuna tala um nútíma hagfræði, kulnun í hagkerfinu eða skrumskæla kröfugerðir verkalýðshreyfingarinnar eins og kom fram í málflutningi SA í gær þá er rétt að benda á nokkrar staðreyndir. Tiilboð SA til megin þorra félagsmanna VR felur í sér kaupmáttarrýrnun! 2,5% hækkun launa í 3,6% verðbólgu er ekki ábyrg nálgun í kjaraviðræðum! 15.000 kr. Hækkun á laun undir 600.000 eru 8.975 kr. Útborgað!“ segir í færslu Ragnars Þórs sem fer síðan yfir það hvernig leigufélögin séu byrjuð að hækka leigu um til dæmis 20 þúsund krónur á mánuði og launahækkanir sem aðrir í samfélaginu hafa fengið. „SA vill nálgast málin af meiri ábyrgð og býður félagsmönnum VR 2,5% á meðan laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 82%. SA vill nálgast málin af meiri ábyrgð og býður félagsmönnum VR 2,5% á meðan laun Alþingismanna og æðstu embættismanna hækkuðu um 45% og yfir. SA vill nálgast málin af meiri ábyrgð og býður félagsmönnum VR 15.000 kr. á meðan laun framkvæmdastjóra SA munu hækka um 90.000 kr. Samkvæmt sama tilboði. Stjórnvöld og SA tala um kólnun í hagkerfinu, ábyrgð og svigrúm á meðan laun bankastjóra Landsbankans hækka um 1.700.000 kr. Á mánuði, eða 82%, og þykir sú hækkun hófleg í núverandi árferði að mati stjórnenda bankans. Í kröfugerð VR er sama krónutöluhækkun á alla og að lægstu laun hækki úr 300.000 kr. Í 425.000 kr á mánuði á þremur árum. Fullyrðingar SA um að krafa okkar sé 60 til 85% á öll laun er svo fjarstæðukenndur áróður að hann er varla svaraverður en hlýtur að opinbera sturlað viðhorf viðsemjenda okkar til kröfugerðarinnar og stöðunnar á vinnumarkaði.“ Færslu Ragnars Þórs má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Myndu hækka um allt að 85 prósent Kröfur SGS fela í sér að laun félagsmanna myndu hækka á bilinu 70 prósent til 85 prósent á samningstímabilinu. Efling hefur haldið þeim kröfum til streitu í viðræðum sínum við SA. 22. febrúar 2019 06:45 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Myndu hækka um allt að 85 prósent Kröfur SGS fela í sér að laun félagsmanna myndu hækka á bilinu 70 prósent til 85 prósent á samningstímabilinu. Efling hefur haldið þeim kröfum til streitu í viðræðum sínum við SA. 22. febrúar 2019 06:45
Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00
Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17